Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2022 13:49 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Vísir/Baldur hrafnkell Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 88 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar um ellefu síðan í gær. Það fækkar þó um tvo á gjörgæslu en þar eru nú tveir, annar þeirra í öndunarvél. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsir gríðarlegu álagi á legudeildum og bráðamóttökunni vegna þess fjölda Covid-smitaðra sem liggur á spítalanum. „Því til viðbótar er gríðarlegt álag vegna veikindafjarvista starfsfólks sem gerir mun erfiðara aðsinna þeim fjölmörgu sem þurfa ða leita til spítalans. Því hefur biðtími eftir þjónustu því miður lengst nokkuð undanfarið.“ Meðvirk eftir langvarandi neyðarástand Hjalti segir innlagnarkreppu hafa ríkt í íslensku heilbrigðiskerfi í hálfan áratug. „Við erum orðin svo meðvirk eftir langvarandi neyðarástand þar sem hefur verið hrópað og bent á að það þurfi að gera betur að við erum hætt að kippa okkur upp við það. En ástandið er mjög slæmt núna.“ Nú fyrir hádegi biðu 23 eftir innlögn á bráðamóttöku en öll 28 rúmstæðin sem til er að dreifa eru full. „Það hefur meira að segja verið þannig að fólk hefur þurft að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum, það hafa verið margir á biðstofunni og mjög margir þurft að fá þjónustu á göngum deildarinnar. Sem er óásættanlegt að öllu leyti fyrir sjúklinga. En þannig er bara heilbrigðiskerfið rekið í dag. En við höfum fulla trú á því að það verði gripið til róttækra ráðstafana til að bæta loksins þessa stöðu,“ segir Hjalti. „En það er ljóst að það hefur ekki verið hlustað á viðvaranir heilbrigðisfólksins mjög lengi og spítalinn mjög vanbúinn til að takast á við þennan álagstopp til viðbótar við annað sem hann sinnir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
88 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar um ellefu síðan í gær. Það fækkar þó um tvo á gjörgæslu en þar eru nú tveir, annar þeirra í öndunarvél. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsir gríðarlegu álagi á legudeildum og bráðamóttökunni vegna þess fjölda Covid-smitaðra sem liggur á spítalanum. „Því til viðbótar er gríðarlegt álag vegna veikindafjarvista starfsfólks sem gerir mun erfiðara aðsinna þeim fjölmörgu sem þurfa ða leita til spítalans. Því hefur biðtími eftir þjónustu því miður lengst nokkuð undanfarið.“ Meðvirk eftir langvarandi neyðarástand Hjalti segir innlagnarkreppu hafa ríkt í íslensku heilbrigðiskerfi í hálfan áratug. „Við erum orðin svo meðvirk eftir langvarandi neyðarástand þar sem hefur verið hrópað og bent á að það þurfi að gera betur að við erum hætt að kippa okkur upp við það. En ástandið er mjög slæmt núna.“ Nú fyrir hádegi biðu 23 eftir innlögn á bráðamóttöku en öll 28 rúmstæðin sem til er að dreifa eru full. „Það hefur meira að segja verið þannig að fólk hefur þurft að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum, það hafa verið margir á biðstofunni og mjög margir þurft að fá þjónustu á göngum deildarinnar. Sem er óásættanlegt að öllu leyti fyrir sjúklinga. En þannig er bara heilbrigðiskerfið rekið í dag. En við höfum fulla trú á því að það verði gripið til róttækra ráðstafana til að bæta loksins þessa stöðu,“ segir Hjalti. „En það er ljóst að það hefur ekki verið hlustað á viðvaranir heilbrigðisfólksins mjög lengi og spítalinn mjög vanbúinn til að takast á við þennan álagstopp til viðbótar við annað sem hann sinnir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00
Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47
Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33