Seðlabankinn sýknaður en Þorsteinn Már fær skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2022 14:30 Þorsteinn Már Baldvinsson fær þrjár milljónir í bætur frá Seðlabanka Íslands. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands var sýknaður í Landsrétti í dag af skaðabótakröfu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja en hluta málsins var vísað frá dómi. Seðlabankinn var hins vegar dæmdur til að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,7 milljónir króna í skaðabætur. Málið spannar áratug og gott betur. Samherja var ætlað að hafa brotið lög á meðan fjármagnshöft voru við lýði eftir hrunið haustið 2008. Var ráðist í húsleitir á skrifstofum Samherja bæði í Reykjavík og Akureyri í mars 2012 í tengslum við málið. Að lokinni rannsókn Seðlabankans fór málið í hendur sérstaks saksóknara sem felldi það niður tvisvar sinnum. Ástæðan var sú að ekki væri refsiheimlid í reglugerð til að refsa fyrir meint brot. Seðlabankinn lagði þá fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með Hæstaréttardómi í nóvember fyrir tveimur árum. Samherji og Þorsteinn Már höfðuðu því mál gegn Seðlabankanum, meðal annars til þess að fá endurgreiddan kostnað sem hlaust af við það að hafa þurft að grípa til varna vegna málareksturs bankans, sá kostnaður sagði fyrirtækið hafa verið 306 milljónir. Kröfðust 306 milljóna króna í skaðabætur Málin voru rekin fyrir héraðsdómi í september 2020. Annars vegar mál Samherja gegn bankanum þar sem krafist var 306 milljóna króna í skaðabætur auk tíu milljóna í miskabætur. Hins vegar einkamál Þorsteins Más sem krafðist þess að fá 6,5 milljónir króna í bætur frá bankanum. Krafa Samherja gegn Seðlabankanum byggði á endurkröfu á launagreiðslum starfsmanna fyrirtækisins sem komu að því að verja það í málarekstri Seðlabankans gegn fyrirtækinu, alls 306 milljónir. Lögmaður Samherja sagði við málflutning í héraði að stærstur hluti kröfunnar væri tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna væru vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið hefði orðið fyrir. Vísaði hann til þess að rannsóknin hefði staðið yfir í hátt í átta ár. Þá hefði rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Við málsmeðferðina kom fram að 131 milljón af þeirri tölu væri vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar, sem starfað hefur fyrir Samherja undanfarin ár. Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir Seðlabankanum úr héraði. Bótagreiðslur til Þorsteins Más staðfestar Í dómi héraðsdóms í máli Þorsteins Más var sjónarmiðum Seðlabankans hafnað um að röng túlkun bankans á refsiheimildum og beiting á sektarheimild í málinu hafi verið afsakanleg í ljósi atvika þess. Dómurinn lagði því til grundvallar að sú ranga túlkun á refsiheimildum sem bankinn viðhafði við meðferð máls Þorsteins Más og þegar bankinn tók ákvörðun um að leggja á hann sekt 1. september 2016 hafi falið í sér saknæma og ólögmæta háttsemi, og fyrir það bæri að greiða skaðabætur. Landsréttur staðfesti bótagreiðslur upp á 2,7 milljónir króna auk þess sem Seðlabankinn skildi greiða þrjár milljónir í málskostnað í máli Þorsteins gegn bankanum, bæði fyrir héraði og Landsrétti. Dómur Landsréttar í máli Þorsteins Más gegn Seðlabankanum. Dómur Landsréttar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands. Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Málið spannar áratug og gott betur. Samherja var ætlað að hafa brotið lög á meðan fjármagnshöft voru við lýði eftir hrunið haustið 2008. Var ráðist í húsleitir á skrifstofum Samherja bæði í Reykjavík og Akureyri í mars 2012 í tengslum við málið. Að lokinni rannsókn Seðlabankans fór málið í hendur sérstaks saksóknara sem felldi það niður tvisvar sinnum. Ástæðan var sú að ekki væri refsiheimlid í reglugerð til að refsa fyrir meint brot. Seðlabankinn lagði þá fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með Hæstaréttardómi í nóvember fyrir tveimur árum. Samherji og Þorsteinn Már höfðuðu því mál gegn Seðlabankanum, meðal annars til þess að fá endurgreiddan kostnað sem hlaust af við það að hafa þurft að grípa til varna vegna málareksturs bankans, sá kostnaður sagði fyrirtækið hafa verið 306 milljónir. Kröfðust 306 milljóna króna í skaðabætur Málin voru rekin fyrir héraðsdómi í september 2020. Annars vegar mál Samherja gegn bankanum þar sem krafist var 306 milljóna króna í skaðabætur auk tíu milljóna í miskabætur. Hins vegar einkamál Þorsteins Más sem krafðist þess að fá 6,5 milljónir króna í bætur frá bankanum. Krafa Samherja gegn Seðlabankanum byggði á endurkröfu á launagreiðslum starfsmanna fyrirtækisins sem komu að því að verja það í málarekstri Seðlabankans gegn fyrirtækinu, alls 306 milljónir. Lögmaður Samherja sagði við málflutning í héraði að stærstur hluti kröfunnar væri tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna væru vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið hefði orðið fyrir. Vísaði hann til þess að rannsóknin hefði staðið yfir í hátt í átta ár. Þá hefði rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Við málsmeðferðina kom fram að 131 milljón af þeirri tölu væri vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar, sem starfað hefur fyrir Samherja undanfarin ár. Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir Seðlabankanum úr héraði. Bótagreiðslur til Þorsteins Más staðfestar Í dómi héraðsdóms í máli Þorsteins Más var sjónarmiðum Seðlabankans hafnað um að röng túlkun bankans á refsiheimildum og beiting á sektarheimild í málinu hafi verið afsakanleg í ljósi atvika þess. Dómurinn lagði því til grundvallar að sú ranga túlkun á refsiheimildum sem bankinn viðhafði við meðferð máls Þorsteins Más og þegar bankinn tók ákvörðun um að leggja á hann sekt 1. september 2016 hafi falið í sér saknæma og ólögmæta háttsemi, og fyrir það bæri að greiða skaðabætur. Landsréttur staðfesti bótagreiðslur upp á 2,7 milljónir króna auk þess sem Seðlabankinn skildi greiða þrjár milljónir í málskostnað í máli Þorsteins gegn bankanum, bæði fyrir héraði og Landsrétti. Dómur Landsréttar í máli Þorsteins Más gegn Seðlabankanum. Dómur Landsréttar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands.
Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40
Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27