Nýtt ár, nýir tímar Sabina Westerholm skrifar 11. mars 2022 17:30 Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á fordómalausan máta. Í gegnum listir og menningu birtast hlutir okkur í nýju og skýrara ljósi, listir og menning koma umræðum af stað og spyrja spurninga og fólk færist gjarnan nær hvort öðru. Til þess að menningarstofnanir geti talist opnar öllum þurfum við að grandskoða bæði starfsemi og innviði. Við eigum að skipuleggja lista- og menningardagskrá okkar þannig að minnihlutahópar og nýir Norðurlandahópar séu sýnilegir, við eigum að leitast til að ná til sem breiðs hóps í gegnum miðlana okkar og framar öllu þá verðum við að gjörbreyta innviðunum í stofnunum okkar og sjá til þess að þeir spegli norrænt þjóðfélag. Kulturanalys Norden sendi frá sér skýrsluna Kultur med olika bakgrund (ísl:menning með ólíkan bakgrunn) árið 2017 en hún sýnir að hugmyndin um fjölbreytileika er til staðar í starfsemi ríkisrekinna menningarstofnana á Norðurlöndunum en nánari athugun sýnir að hlutfall starfsmanna stofnananna sem hafa erlendan bakgrunn er í engu samræmi við hvert hlutfall íbúa með erlendan bakgrunn er í löndunum á heildina litið. Það starfsfólk sem hefur erlendan bakgrunn hefur oftast nær bakgrunn í vestrænum löndum og hlutföllin eru æ skakkari því hærra upp sem maður kemur í starfsmannapíramídanum og mjög fáir yfirmenn eru með erlendan bakgrunn. (Ó)sýnileikinn innan stofnananna speglast síðan í innihaldi menningardagskrárinnar. Þann tíma sem ég hef búið á Íslandi hef ég hitt þónokkra einstaklinga með erlendan bakgrunn sem starfa við menningu en þeir hafa tjáð mér hversu vonlaus þeim finnst staðan vera. Í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla og inniviðir markast af tenglsaneti virðist næstum ómögulegt að fá góð atvinnutækifæri. Þrátt fyrir að það virðist ekki vera til nein fyrirliggjandi aðferð til þess að á meðvitaðan hátt ráða bót á þessu ranglæti vill Norræna húsið reyna að brjótast út úr hinu staðbundna samhengi og bjóða upp á breiðara sjónarhorn Laugardaginn 12.mars höldum við snemmbúinn persneskan áramótafögnuð í Norræna húsinu. Á dagskránni er tilraunakennd persnesk tónlist og boðið verður upp á hefðbundinn persneskan hátíðarmat. Við fögnum um leið upphafinu að dagskrá sem hefur það að markmiði að stofna vettvang fjölbreytileika og inngildingar í Norræna húsinu. Listrænn stjórnandi dagskrárinnar er Elham Fakouri en dagskráin kemur til með að samanstanda af bæði listrænu innihaldi og samtalsviðburðum. Markmiðið er að dagskráin hjálpi okkur að auka við fjölbreytileikann innan Norræna hússins sem menningarstofnunar en ég vona að í framhaldinu geti hún leitt til aukinnar meðvitundar um þessi mál hjá listasenunni á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum. Árið 2022 hefur hingað til reynst eitt myrkasta ár í manna minnum, við skulum vonast til þess að tími sé kominn á nýtt upphaf. Með ósk um farsælt nýtt ár. Höfundur er forstjóri Norræna hússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Norðurlandaráð Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á fordómalausan máta. Í gegnum listir og menningu birtast hlutir okkur í nýju og skýrara ljósi, listir og menning koma umræðum af stað og spyrja spurninga og fólk færist gjarnan nær hvort öðru. Til þess að menningarstofnanir geti talist opnar öllum þurfum við að grandskoða bæði starfsemi og innviði. Við eigum að skipuleggja lista- og menningardagskrá okkar þannig að minnihlutahópar og nýir Norðurlandahópar séu sýnilegir, við eigum að leitast til að ná til sem breiðs hóps í gegnum miðlana okkar og framar öllu þá verðum við að gjörbreyta innviðunum í stofnunum okkar og sjá til þess að þeir spegli norrænt þjóðfélag. Kulturanalys Norden sendi frá sér skýrsluna Kultur med olika bakgrund (ísl:menning með ólíkan bakgrunn) árið 2017 en hún sýnir að hugmyndin um fjölbreytileika er til staðar í starfsemi ríkisrekinna menningarstofnana á Norðurlöndunum en nánari athugun sýnir að hlutfall starfsmanna stofnananna sem hafa erlendan bakgrunn er í engu samræmi við hvert hlutfall íbúa með erlendan bakgrunn er í löndunum á heildina litið. Það starfsfólk sem hefur erlendan bakgrunn hefur oftast nær bakgrunn í vestrænum löndum og hlutföllin eru æ skakkari því hærra upp sem maður kemur í starfsmannapíramídanum og mjög fáir yfirmenn eru með erlendan bakgrunn. (Ó)sýnileikinn innan stofnananna speglast síðan í innihaldi menningardagskrárinnar. Þann tíma sem ég hef búið á Íslandi hef ég hitt þónokkra einstaklinga með erlendan bakgrunn sem starfa við menningu en þeir hafa tjáð mér hversu vonlaus þeim finnst staðan vera. Í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla og inniviðir markast af tenglsaneti virðist næstum ómögulegt að fá góð atvinnutækifæri. Þrátt fyrir að það virðist ekki vera til nein fyrirliggjandi aðferð til þess að á meðvitaðan hátt ráða bót á þessu ranglæti vill Norræna húsið reyna að brjótast út úr hinu staðbundna samhengi og bjóða upp á breiðara sjónarhorn Laugardaginn 12.mars höldum við snemmbúinn persneskan áramótafögnuð í Norræna húsinu. Á dagskránni er tilraunakennd persnesk tónlist og boðið verður upp á hefðbundinn persneskan hátíðarmat. Við fögnum um leið upphafinu að dagskrá sem hefur það að markmiði að stofna vettvang fjölbreytileika og inngildingar í Norræna húsinu. Listrænn stjórnandi dagskrárinnar er Elham Fakouri en dagskráin kemur til með að samanstanda af bæði listrænu innihaldi og samtalsviðburðum. Markmiðið er að dagskráin hjálpi okkur að auka við fjölbreytileikann innan Norræna hússins sem menningarstofnunar en ég vona að í framhaldinu geti hún leitt til aukinnar meðvitundar um þessi mál hjá listasenunni á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum. Árið 2022 hefur hingað til reynst eitt myrkasta ár í manna minnum, við skulum vonast til þess að tími sé kominn á nýtt upphaf. Með ósk um farsælt nýtt ár. Höfundur er forstjóri Norræna hússins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar