Tveir handteknir fyrir að ráðast á dyraverði í miðbænum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 07:30 Lögreglan að störfum í miðbænum í nótt. Ráðist var á dyraverði í miðbæ Reykjavíkur í nótt, tilkynnt var um ofurölvi einstaklinga og skemmtistað var lokað sem reyndist vera með útrunnið rekstrarleyfi. Klukkan hálf þrjú í nótt var ráðist á dyraverði á skemmtistað í miðbænum en tveir voru handteknir á vettvangi vegna málsins og vistaðir í fangageymslu. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort dyraverðirnir hafi slasast við árásina en málið er til rannsóknar. Þá sinntu lögreglumenn frá lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ , útkalli þar sem tilkynnt var að ráðist hafi verið á dyravörð. Þegar lögregla kom á staðinn gat aðilinn ekki tjáð sig vitsmunalega og neitaði að segja til nafns. Var hann þá vistaður í fangaklefa. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um að maður væri að veitast að fólki skammt frá miðbænum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa grunaður um gripdeild, eignaspjöll og brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Fyrr um nóttina, skömmu fyrir miðnætti, hafði lögregla afskipti af dyravörðum á skemmtistað í miðbænum en þeir reyndust ekki vera með réttindi. Þá hafði lögregla eftirhald með skemmtanahaldi og reyndist rekstrarleyfi eins skemmtistaðar útunnið en staðnum var lokað í framhaldinu. Nokkuð var um ölvaða einstaklinga í miðbænum en á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um ofurölvi mann sem var að reyna að komast inn í biðfreiðar í austurbænum. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ekki væri um að ræða tilraun til innbrots heldur var maðurinn aðeins of fullur til að komast heim og aðstoðaði lögregla hann við það. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla síðan afskipti af ofurölvi manni í miðbænum sem braut bílrúðu en lögreglu reyndist ómögulegt að ræða við manninn. Var maðurinn þá handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 12. mars 2022 07:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Klukkan hálf þrjú í nótt var ráðist á dyraverði á skemmtistað í miðbænum en tveir voru handteknir á vettvangi vegna málsins og vistaðir í fangageymslu. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort dyraverðirnir hafi slasast við árásina en málið er til rannsóknar. Þá sinntu lögreglumenn frá lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ , útkalli þar sem tilkynnt var að ráðist hafi verið á dyravörð. Þegar lögregla kom á staðinn gat aðilinn ekki tjáð sig vitsmunalega og neitaði að segja til nafns. Var hann þá vistaður í fangaklefa. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um að maður væri að veitast að fólki skammt frá miðbænum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa grunaður um gripdeild, eignaspjöll og brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Fyrr um nóttina, skömmu fyrir miðnætti, hafði lögregla afskipti af dyravörðum á skemmtistað í miðbænum en þeir reyndust ekki vera með réttindi. Þá hafði lögregla eftirhald með skemmtanahaldi og reyndist rekstrarleyfi eins skemmtistaðar útunnið en staðnum var lokað í framhaldinu. Nokkuð var um ölvaða einstaklinga í miðbænum en á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um ofurölvi mann sem var að reyna að komast inn í biðfreiðar í austurbænum. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ekki væri um að ræða tilraun til innbrots heldur var maðurinn aðeins of fullur til að komast heim og aðstoðaði lögregla hann við það. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla síðan afskipti af ofurölvi manni í miðbænum sem braut bílrúðu en lögreglu reyndist ómögulegt að ræða við manninn. Var maðurinn þá handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 12. mars 2022 07:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 12. mars 2022 07:41