Steph Curry grætti tíu ára stelpu tvisvar sinnum á fjórum dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 11:31 Steph Curry talar við þennan mikla aðdáanda sinn en hann bætti henni heldur betur upp fjarveru sína nokkrum dögum fyrr. Skjámynd/Instagram Hvíldardagur Curry kom mjög illa við ungan aðdáanda NBA-stórstjörnunnar en hann bætti henni þetta upp þegar hann mætti aftur í borgina þremur dögum síðar. Tíu ára stuðningsmaður Steph Curry og Golden State Warriors öðlaðist smá frægð í netheimum eftir dramatísk viðbrögð sín. Fyrst grét stelpan af því að Stephen Curry spilaði ekki og svo aftur nokkrum dögum seinna af því að hann kom til hennar fyrir leikinn. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) Unga stúlkan hafði mætt á leik Denver Nuggets og Golden State Warriors til að sjá Curry spila og var búin að útbúa flott veggspjald þar sem hún hélt því fram að Curry ætti skilið að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Á því stóð: „Go Warriors, MVP Steph Curry“ eða „Áfram Warriors, Steph Curry er mikilvægasti leikmaður deildarinnar“. Curry var hins vegar hvíldur í þessum leik og þegar stelpan frétti af því þá féllu tárin í stríðum straumum. Upptaka af henni grátandi vakti talsverða athygli á netheimum og Curry sjálfur frétti af þessu. This young fan was upset Steph isn't playing tonight pic.twitter.com/ErINaQ2DcL— Warriors on NBCS (@NBCSWarriors) March 8, 2022 Vegna frestunar á leik Denver og Golden State vegna kórónuveirunnar fyrr á tímabilinu þá mættust liðin aftur á sama stað aðeins þremur dögum síðar. Warriors sá til þess að stúlkan og öll fjölskylda hennar fékk miða á besta stað þegar Curry og félagar mættu í höllina nokkrum dögum síðar. Curry mætti síðan til hennar fyrir leik og talaði við hana. Stúlkan réði þá ekki aftur við tárin en að þessu sinni voru það gleðitár. Hún sá líka Curry eiga góðan leik en hann skoraði 34 stig á 38 mínútum í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Golden State vann leikinn með ellefu stigum. Remember that girl who was sad that Steph missed the last game against us? Well, the @warriors went all out and got the whole family AWESOME tickets! So, you know we had to do our part and hook them up with some MVP jerseys Bigger than basketball. pic.twitter.com/G4YJ9MA1Ox— Denver Nuggets (@nuggets) March 11, 2022 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
Tíu ára stuðningsmaður Steph Curry og Golden State Warriors öðlaðist smá frægð í netheimum eftir dramatísk viðbrögð sín. Fyrst grét stelpan af því að Stephen Curry spilaði ekki og svo aftur nokkrum dögum seinna af því að hann kom til hennar fyrir leikinn. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) Unga stúlkan hafði mætt á leik Denver Nuggets og Golden State Warriors til að sjá Curry spila og var búin að útbúa flott veggspjald þar sem hún hélt því fram að Curry ætti skilið að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Á því stóð: „Go Warriors, MVP Steph Curry“ eða „Áfram Warriors, Steph Curry er mikilvægasti leikmaður deildarinnar“. Curry var hins vegar hvíldur í þessum leik og þegar stelpan frétti af því þá féllu tárin í stríðum straumum. Upptaka af henni grátandi vakti talsverða athygli á netheimum og Curry sjálfur frétti af þessu. This young fan was upset Steph isn't playing tonight pic.twitter.com/ErINaQ2DcL— Warriors on NBCS (@NBCSWarriors) March 8, 2022 Vegna frestunar á leik Denver og Golden State vegna kórónuveirunnar fyrr á tímabilinu þá mættust liðin aftur á sama stað aðeins þremur dögum síðar. Warriors sá til þess að stúlkan og öll fjölskylda hennar fékk miða á besta stað þegar Curry og félagar mættu í höllina nokkrum dögum síðar. Curry mætti síðan til hennar fyrir leik og talaði við hana. Stúlkan réði þá ekki aftur við tárin en að þessu sinni voru það gleðitár. Hún sá líka Curry eiga góðan leik en hann skoraði 34 stig á 38 mínútum í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Golden State vann leikinn með ellefu stigum. Remember that girl who was sad that Steph missed the last game against us? Well, the @warriors went all out and got the whole family AWESOME tickets! So, you know we had to do our part and hook them up with some MVP jerseys Bigger than basketball. pic.twitter.com/G4YJ9MA1Ox— Denver Nuggets (@nuggets) March 11, 2022
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira