Déjà vu – hafa þau ekkert lært? Kristrún Frostadóttir skrifar 14. mars 2022 15:00 Ríkisstjórn leidd af jafnaðarmönnum í Svíþjóð tilkynnti rétt í þessu mótvægisaðgerðir fyrir heimilin í landinu vegna verðhækkana. Fordæmin hrannast nú upp; Bretland, Frakkland, Noregur, Svíþjóð. Úrræði vegna orkuverðshækkana, bensíngreiðslur sem taka mið af búsetu, aukinn afsláttur vegna rafmagnsbíla, húsnæðisstuðningur, tilfærslukerfin nýtt. Ég fæ déjà vu – sama staðan er nú komin upp og fyrir 2 árum síðan þar sem öll nágrannalönd okkar kynntu hratt og örugglega mótvægisaðgerðir vegna COVID en hér var fólki og minni fyrirtækjum beint í skuldsetningu, fyrirtækjum borgað fyrir að segja fólki upp og alvöru aðgerðir komu ekki fram fyrr en mörgum mánuðum of seint. Í millitíðinni byggðist upp gríðarlegt ójafnvægi í kerfinu. Ójafnvægi sem almenningur líður fyrir í dag í formi gríðarlegra húsnæðisverðshækkana, þar sem fjármagni var dreift með mjög ómarkvissum hætti í gegnum bankakerfið. Allt gert til að fría sig pólitískri ábyrgð á ákvörðunum og afleiðingum. Hér leggst nú allt í sömu áttina hvað varðar verðlag. Bensín, húsnæði, innfluttar vörur. En ekkert heyrist frá stjórnvöldum. Engin þingmál koma um mótvægisaðgerðir frá ríkisstjórninni. Tillögu okkar í Samfylkingunni, sem er studd af fleiri flokkum í minnihlutanum, hefur verið tekið fálega af stjórnarliðum. Vitnað er til stýrihópa í húsnæðismálum sem skila mögulega langtímaáætlunum með vorinu. Á meðan líður hver vikan á eftir annarri þar sem verðbólguþrýstingur eykst án aðgerða. Þetta er ekkert annað en pólitísk ákvarðanafælni, pólitískur verkkvíði. Sem bitnar á almenningi í landinu. Hið kaldhæðnislega er að þetta mun líka bitna á ríkissjóði þegar líður á árið ef hér fer af stað víxlverkun launa- og verðlags því ríkisstjórnin skilur ekki hvaða hlutverki ríkissjóður hefur að gegna í velferðarsamfélagi. Skilur ekki mikilvægi þess að fara í sértækar aðgerðir til að draga úr þrýstingi og þenslu síðar meir. Ef ekkert er að gert, verða afleiðingar þessa aðgerðarleysis þær sömu og fyrir 2 árum síðan: aukið ójafnvægi í efnahagslífinu, aukinn verðbólguþrýstingur og aukinn kostnaður ríkissjóðs fyrir vikið. Hafa þau ekkert lært? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Alþingi Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn leidd af jafnaðarmönnum í Svíþjóð tilkynnti rétt í þessu mótvægisaðgerðir fyrir heimilin í landinu vegna verðhækkana. Fordæmin hrannast nú upp; Bretland, Frakkland, Noregur, Svíþjóð. Úrræði vegna orkuverðshækkana, bensíngreiðslur sem taka mið af búsetu, aukinn afsláttur vegna rafmagnsbíla, húsnæðisstuðningur, tilfærslukerfin nýtt. Ég fæ déjà vu – sama staðan er nú komin upp og fyrir 2 árum síðan þar sem öll nágrannalönd okkar kynntu hratt og örugglega mótvægisaðgerðir vegna COVID en hér var fólki og minni fyrirtækjum beint í skuldsetningu, fyrirtækjum borgað fyrir að segja fólki upp og alvöru aðgerðir komu ekki fram fyrr en mörgum mánuðum of seint. Í millitíðinni byggðist upp gríðarlegt ójafnvægi í kerfinu. Ójafnvægi sem almenningur líður fyrir í dag í formi gríðarlegra húsnæðisverðshækkana, þar sem fjármagni var dreift með mjög ómarkvissum hætti í gegnum bankakerfið. Allt gert til að fría sig pólitískri ábyrgð á ákvörðunum og afleiðingum. Hér leggst nú allt í sömu áttina hvað varðar verðlag. Bensín, húsnæði, innfluttar vörur. En ekkert heyrist frá stjórnvöldum. Engin þingmál koma um mótvægisaðgerðir frá ríkisstjórninni. Tillögu okkar í Samfylkingunni, sem er studd af fleiri flokkum í minnihlutanum, hefur verið tekið fálega af stjórnarliðum. Vitnað er til stýrihópa í húsnæðismálum sem skila mögulega langtímaáætlunum með vorinu. Á meðan líður hver vikan á eftir annarri þar sem verðbólguþrýstingur eykst án aðgerða. Þetta er ekkert annað en pólitísk ákvarðanafælni, pólitískur verkkvíði. Sem bitnar á almenningi í landinu. Hið kaldhæðnislega er að þetta mun líka bitna á ríkissjóði þegar líður á árið ef hér fer af stað víxlverkun launa- og verðlags því ríkisstjórnin skilur ekki hvaða hlutverki ríkissjóður hefur að gegna í velferðarsamfélagi. Skilur ekki mikilvægi þess að fara í sértækar aðgerðir til að draga úr þrýstingi og þenslu síðar meir. Ef ekkert er að gert, verða afleiðingar þessa aðgerðarleysis þær sömu og fyrir 2 árum síðan: aukið ójafnvægi í efnahagslífinu, aukinn verðbólguþrýstingur og aukinn kostnaður ríkissjóðs fyrir vikið. Hafa þau ekkert lært? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar