Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2022 22:44 Guðrún Lilja og Brynjar Þór í gestastofu ullarvinnslunnar í Gilhaga. Einar Árnason Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. Í fréttum Stöðvar 2 sýndum við myndir frá því þegar við heimsóttum bæinn Gilhaga síðastliðið sumar. Þá rak okkur eiginlega í rogastans að sjá skógarsalinn með birkivöxnum hlíðum og ræktuðum skógi næst bæjarhúsunum. Í gamalli vélageymslu á hlaðinu eru þau Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir búin að innrétta ullarvinnslu en þau keyptu jörðin af afa hans fyrir þremur árum. Bærinn Gilhagi í Öxarfirði er í skógarsal um fimm kílómetra frá Lundi og um tólf kílómetra frá Ásbyrgi.Einar Árnason „Við vissum eiginlega ekkert um ull þegar við byrjuðum. Þetta var verkefni sem var í gangi á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga,“ segir Guðrún. Ullina fá þau frá bændum í héraðinu. Hún fer síðan í gegnum vélar sem þvo ullina, tæta hana, kemba og spinna. Afurðirnar eru svo seldar beint frá býli en þau innréttuðu sérstaka gestastofu. „Við erum að reyna að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Við erum til dæmis með mjög fínt einband. Við erum með fínt tvinnað band, sem er skemmtilegt í vettlinga, og hefur verið mjög vinsælt. Við erum með gróft þríband og eitt sem við köllum Hrút. Það er í rauninni bara ærull. Við nefnum það Hrút vegna þess að við tökum ekki togið frá. Þannig að það er svona grófara og ekki fyrir þá allra viðkvæmustu,“ segir Guðrún. Þau Guðrún og Brynjar segja frá ullarvinnslunni í Gilhaga.Einar Árnason Þau hófu starfsemina sumarið 2020 og þetta varð strax fullt starf hjá Brynjari. „Guðrún er svona að koma inn í þetta hægt og rólega af því að við höfum bara ekki undan. Þurfum bara í rauninni fleiri hendur,“ segir Brynjar og Guðrún bætir við að tryllt umferð hafi verið síðastliðið sumar og brjálað að gera. En geta þau lifað á þessu? Liggur framtíðin í þessu? „Já, ég held að það sé algerlega framtíðin, að vera ullarbóndi,“ svarar Guðrún. „Já, eins og er, þá gengur þetta vel, og virðist vera að aukast. Þannig að við erum ekki smeyk,“ svarar Brynjar. Fjallað er um Öxarfjörð í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sýndum við myndir frá því þegar við heimsóttum bæinn Gilhaga síðastliðið sumar. Þá rak okkur eiginlega í rogastans að sjá skógarsalinn með birkivöxnum hlíðum og ræktuðum skógi næst bæjarhúsunum. Í gamalli vélageymslu á hlaðinu eru þau Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir búin að innrétta ullarvinnslu en þau keyptu jörðin af afa hans fyrir þremur árum. Bærinn Gilhagi í Öxarfirði er í skógarsal um fimm kílómetra frá Lundi og um tólf kílómetra frá Ásbyrgi.Einar Árnason „Við vissum eiginlega ekkert um ull þegar við byrjuðum. Þetta var verkefni sem var í gangi á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga,“ segir Guðrún. Ullina fá þau frá bændum í héraðinu. Hún fer síðan í gegnum vélar sem þvo ullina, tæta hana, kemba og spinna. Afurðirnar eru svo seldar beint frá býli en þau innréttuðu sérstaka gestastofu. „Við erum að reyna að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Við erum til dæmis með mjög fínt einband. Við erum með fínt tvinnað band, sem er skemmtilegt í vettlinga, og hefur verið mjög vinsælt. Við erum með gróft þríband og eitt sem við köllum Hrút. Það er í rauninni bara ærull. Við nefnum það Hrút vegna þess að við tökum ekki togið frá. Þannig að það er svona grófara og ekki fyrir þá allra viðkvæmustu,“ segir Guðrún. Þau Guðrún og Brynjar segja frá ullarvinnslunni í Gilhaga.Einar Árnason Þau hófu starfsemina sumarið 2020 og þetta varð strax fullt starf hjá Brynjari. „Guðrún er svona að koma inn í þetta hægt og rólega af því að við höfum bara ekki undan. Þurfum bara í rauninni fleiri hendur,“ segir Brynjar og Guðrún bætir við að tryllt umferð hafi verið síðastliðið sumar og brjálað að gera. En geta þau lifað á þessu? Liggur framtíðin í þessu? „Já, ég held að það sé algerlega framtíðin, að vera ullarbóndi,“ svarar Guðrún. „Já, eins og er, þá gengur þetta vel, og virðist vera að aukast. Þannig að við erum ekki smeyk,“ svarar Brynjar. Fjallað er um Öxarfjörð í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07 Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13
Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28. desember 2021 13:07
Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44