Meirihlutinn telur óþarft að grípa strax til aðgerða vegna verðbólguhækkana Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. mars 2022 23:43 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna til vinstri og Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar til hægri. Vísir/Vilhelm/Stöð 2 Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í dag og sökuðu hana um andvararleysi gagnvart verðbólgu og verðhækkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að grípa tafarlaust inn í en þingmaður Vinstri grænna segir óþarft að grípa strax til aðgerða. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkisstjórnin þyrfti að grípa inn í. Hún tók nágrannalöndin sem dæmi og sagði hvert land á fætur öðru hafi kynnt aðgerðarpakka, sem snúi að mótvægisaðgerðum fyrir heimilin. Hún tekur Svía sem dæmi og segir að þar hafi verið kynntur sérstakur pakki fyrir heimilin upp á átta milljarða íslenskra króna. Kristrún bætir við að ef ekki verði stigið tafarlaust inn í verðhækkanir geti það leitt út í verðlag í náinni framtíð, til að mynda launakostnað. „Við hér á landi erum að sjá kjarasamninga til og með haustinu og við viljum auðvitað bara sjá sértækari aðgerðir frá ríkisstjórninni. Ég talaði um það áðan að ég upplifi ákveðið svona deja vu - endurminningu - frá því fyrir tveimur árum síðan, þar sem það var beðið allt of lengi með sértækar aðgerðir og það skilaði sér í ójafnvægi í efnahagslífinu síðar meir.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna er Kristrúnu ósammála. Hún segir ríkisstjórnina hafa staðið vel í lappirnar í gegnum faraldurinn og komið ágætlega niður. Þau séu á góðri leið. Þegar fréttamaður spyr hvers vegna ríkisstjórnin grípi ekki til aðgerða segir Bjarkey að viðspyrnan hafi verið góð í gegnum faraldurinn. Það sé engin ástæða til að ætla annað en að ríkisstjórnin muni fylgjast vel með: „Og ráðherraráð ríkisfjármála gerir það auðvitað. Það samræmist ekki loftslagsmarkmiðum okkar að lækka bensínverð eða eitthvað slíkt. Þannig ég held að það séu önnur kerfi sem eru betur til þess fallin til þess að mæta því sem núna þarf að gera, ef það þarf að gera það strax. En ég held að við getum alveg setið róleg og fylgst bara vel með - og það gerum við,“ svarar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkisstjórnin þyrfti að grípa inn í. Hún tók nágrannalöndin sem dæmi og sagði hvert land á fætur öðru hafi kynnt aðgerðarpakka, sem snúi að mótvægisaðgerðum fyrir heimilin. Hún tekur Svía sem dæmi og segir að þar hafi verið kynntur sérstakur pakki fyrir heimilin upp á átta milljarða íslenskra króna. Kristrún bætir við að ef ekki verði stigið tafarlaust inn í verðhækkanir geti það leitt út í verðlag í náinni framtíð, til að mynda launakostnað. „Við hér á landi erum að sjá kjarasamninga til og með haustinu og við viljum auðvitað bara sjá sértækari aðgerðir frá ríkisstjórninni. Ég talaði um það áðan að ég upplifi ákveðið svona deja vu - endurminningu - frá því fyrir tveimur árum síðan, þar sem það var beðið allt of lengi með sértækar aðgerðir og það skilaði sér í ójafnvægi í efnahagslífinu síðar meir.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna er Kristrúnu ósammála. Hún segir ríkisstjórnina hafa staðið vel í lappirnar í gegnum faraldurinn og komið ágætlega niður. Þau séu á góðri leið. Þegar fréttamaður spyr hvers vegna ríkisstjórnin grípi ekki til aðgerða segir Bjarkey að viðspyrnan hafi verið góð í gegnum faraldurinn. Það sé engin ástæða til að ætla annað en að ríkisstjórnin muni fylgjast vel með: „Og ráðherraráð ríkisfjármála gerir það auðvitað. Það samræmist ekki loftslagsmarkmiðum okkar að lækka bensínverð eða eitthvað slíkt. Þannig ég held að það séu önnur kerfi sem eru betur til þess fallin til þess að mæta því sem núna þarf að gera, ef það þarf að gera það strax. En ég held að við getum alveg setið róleg og fylgst bara vel með - og það gerum við,“ svarar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna.
Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06