Kyrie fékk að spila og hann bauð upp á 60 stiga kvöld: „NBA á stórkostlegum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 07:31 Kyrie Irving sést hér eftir stórkostlegan leik sinn á Flórída í nótt. AP/Phelan M. Ebenhack Brooklyn Nets er líklega eina liðið í NBA-deildinni sem er miklu betra að mæta á útivelli en á heimavelli þessa dagana. Ástæðan er auðvitað að hinn frábæri Kyrie Irving má bara spila útileikina vegna bólusetningareglna. Irving bauð NBA-deildinni upp á sextíu stiga mann annað kvöldið í röð þegar hann var á kostum í Orlando í nótt. Kyrie Irving skoraði 60 stig í 150-108 útisigri Brooklyn Nets á Orlando Magic en kvöldið áður hafði Karl-Anthony Towns skoraði 60 stig fyrir Minnesota Timberwolves í San Antonio. 60 points. Franchise record.Career high.Kyrie's scoring package is as complete as they come. pic.twitter.com/FfWIokV6xN— NBA (@NBA) March 16, 2022 „Þetta sýnir bara að við erum á sögulegri vegferð,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Hann hitti úr 20 af 31 skoti sínu þar af 8 af 12 þriggja stiga skotum. Hann skoraði þessi 60 stig bara á 35 mínútum. Kyrie setti bæði persónulegt stigamet sem og að bæta félagsmet Deron Williams sem skoraði á sínum tíma 57 stig í leik með Nets. Kyrie Irving on scoring in the flow of the @BrooklynNets offense, his friendly scoring rivalry with KD and getting love from the Orlando crowd during his career-high 60-point night. pic.twitter.com/R8ZLxRbpZV— NBA (@NBA) March 16, 2022 „Kvöldið eftir að Karl Towns átti ótrúlega frammistöðu þá kemur Kyrie og gerir það kvöldið eftir. Þetta sýnir að NBA er á stórkostlegum stað. Við erum að sjá fullt af hæfileikum á hverju kvöldi og þetta var ein af þeim bestu,“ sagði Kevin Durant. Hann skoraði 19 stig sjálfur í þessum fjórða sigurleik Nets-liðsins í röð. The first pair of teammates to score 50+ in back-to-back games... KD and Kyrie! This @BrooklynNets duo is special. pic.twitter.com/EHSxFhyD1S— NBA (@NBA) March 16, 2022 Kyrie var meðal áhorfenda þegar Kevin Durant skoraði 53 stig á sunnudaginn en nú urðu þeir fyrstu liðsfélagarnir í sögu NBA til að skora að fimmtíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð. Kyrie skoraði 41 stig í fyrri hálfleiknum og var sá fyrsti í NBA til að ná því í næstum því tvo áratugi eða síðan Kobe Bryant skoraði 42 stig á móti Washington 28. mars 2003. „Það voru þarna nokkur skot sem ég hefði ekki átt að taka. Erfið skot þegar ég var tvídekkaður og sá þriðji að kom í mig líka. En svo framarlega sem ég get gert þetta með bros á vör og liðsfélagarnir voru ekki of ósáttir með mig þá var það þess virði,“ sagði Kyrie. There have been SEVEN 50+ point games in March... and we're less than halfway through Last month with 7: March 2019Last month with more than 7: Dec. 1962 pic.twitter.com/mnh5GUyPlm— NBA (@NBA) March 16, 2022 Þetta var sjötti fimmtíu stiga leikur Kyrie á ferlinum og sá sextándi í NBA-deildinni í vetur. Kyrie og Durant eru með tvo alveg eins og þeir LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Jayson Tatum hjá Boston Celtics. Úrslitin í NBA í nótt: Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 102-135 Orlando Magic - Brooklyn Nets 108-150 Miami Heat - Detroit Pistons 105-98 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 115-131 The NBA Standings after Tuesday night! Teams ranked 7-10 will compete in the Play-In Tournament to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/3dandfd3ws— NBA (@NBA) March 16, 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Kyrie Irving skoraði 60 stig í 150-108 útisigri Brooklyn Nets á Orlando Magic en kvöldið áður hafði Karl-Anthony Towns skoraði 60 stig fyrir Minnesota Timberwolves í San Antonio. 60 points. Franchise record.Career high.Kyrie's scoring package is as complete as they come. pic.twitter.com/FfWIokV6xN— NBA (@NBA) March 16, 2022 „Þetta sýnir bara að við erum á sögulegri vegferð,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Hann hitti úr 20 af 31 skoti sínu þar af 8 af 12 þriggja stiga skotum. Hann skoraði þessi 60 stig bara á 35 mínútum. Kyrie setti bæði persónulegt stigamet sem og að bæta félagsmet Deron Williams sem skoraði á sínum tíma 57 stig í leik með Nets. Kyrie Irving on scoring in the flow of the @BrooklynNets offense, his friendly scoring rivalry with KD and getting love from the Orlando crowd during his career-high 60-point night. pic.twitter.com/R8ZLxRbpZV— NBA (@NBA) March 16, 2022 „Kvöldið eftir að Karl Towns átti ótrúlega frammistöðu þá kemur Kyrie og gerir það kvöldið eftir. Þetta sýnir að NBA er á stórkostlegum stað. Við erum að sjá fullt af hæfileikum á hverju kvöldi og þetta var ein af þeim bestu,“ sagði Kevin Durant. Hann skoraði 19 stig sjálfur í þessum fjórða sigurleik Nets-liðsins í röð. The first pair of teammates to score 50+ in back-to-back games... KD and Kyrie! This @BrooklynNets duo is special. pic.twitter.com/EHSxFhyD1S— NBA (@NBA) March 16, 2022 Kyrie var meðal áhorfenda þegar Kevin Durant skoraði 53 stig á sunnudaginn en nú urðu þeir fyrstu liðsfélagarnir í sögu NBA til að skora að fimmtíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð. Kyrie skoraði 41 stig í fyrri hálfleiknum og var sá fyrsti í NBA til að ná því í næstum því tvo áratugi eða síðan Kobe Bryant skoraði 42 stig á móti Washington 28. mars 2003. „Það voru þarna nokkur skot sem ég hefði ekki átt að taka. Erfið skot þegar ég var tvídekkaður og sá þriðji að kom í mig líka. En svo framarlega sem ég get gert þetta með bros á vör og liðsfélagarnir voru ekki of ósáttir með mig þá var það þess virði,“ sagði Kyrie. There have been SEVEN 50+ point games in March... and we're less than halfway through Last month with 7: March 2019Last month with more than 7: Dec. 1962 pic.twitter.com/mnh5GUyPlm— NBA (@NBA) March 16, 2022 Þetta var sjötti fimmtíu stiga leikur Kyrie á ferlinum og sá sextándi í NBA-deildinni í vetur. Kyrie og Durant eru með tvo alveg eins og þeir LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Jayson Tatum hjá Boston Celtics. Úrslitin í NBA í nótt: Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 102-135 Orlando Magic - Brooklyn Nets 108-150 Miami Heat - Detroit Pistons 105-98 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 115-131 The NBA Standings after Tuesday night! Teams ranked 7-10 will compete in the Play-In Tournament to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/3dandfd3ws— NBA (@NBA) March 16, 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í NBA í nótt: Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 102-135 Orlando Magic - Brooklyn Nets 108-150 Miami Heat - Detroit Pistons 105-98 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 115-131
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira