Guðmundur stýrir strákunum okkar áfram Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2022 14:33 Guðmundur Guðmundsson hefur samþykkt tilboð HSÍ og verður áfram landsliðsþjálfari Íslands. EPA/Tamas Kovacs Eftir nokkuð langar samningaviðræður er nú orðið ljóst að Guðmundur Guðmundsson verður áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Nýr samningur Guðmundar gildir til tveggja ára, fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur mun því stýra landsliðinu samhliða því að þjálfa danska úrvalsdeildarliðið Fredericia sem hann tekur við í sumar. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson munu einnig halda áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfarar. Næsta verkefni Guðmundar og landsliðsins, sem er í æfingabúðum hér á landi þessa dagana, eru umspilsleikir í næsta mánuði, um sæti á HM, við Austurríki eða Eistland. Lokakeppni HM fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Náði markmiðinu um að snúa aftur í hóp átta bestu Guðmundur tók við landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum þegar hann var ráðinn í febrúar 2018 og tók við af Geir Sveinssyni. Guðmundur skrifaði þá undir samning til þriggja ára, sem árið 2020 var framlengdur til sumarsins 2022, og setti sér og íslenska liðinu markmið um að það kæmist aftur í hóp átta bestu þjóða í heimi. Liðið endaði svo í 6. sæti á EM í janúar, þar sem það var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Guðmundur hefur áður stýrt íslenska landsliðinu á árunum 2001-2004 og 2008-2012, og hefur því verið þjálfari liðsins á mörgum af stærstu stundum handboltasögu Íslands eins og þegar Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010. Guðmundur hefur einnig þjálfað landslið Barein og Danmerkur, sem hann gerði að Ólympíumeistara í Ríó árið 2016, auk þess að þjálfa félagslið í Þýskalandi, Danmörku og á Íslandi. Handbolti EM karla í handbolta 2022 HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Nýr samningur Guðmundar gildir til tveggja ára, fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur mun því stýra landsliðinu samhliða því að þjálfa danska úrvalsdeildarliðið Fredericia sem hann tekur við í sumar. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson munu einnig halda áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfarar. Næsta verkefni Guðmundar og landsliðsins, sem er í æfingabúðum hér á landi þessa dagana, eru umspilsleikir í næsta mánuði, um sæti á HM, við Austurríki eða Eistland. Lokakeppni HM fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Náði markmiðinu um að snúa aftur í hóp átta bestu Guðmundur tók við landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum þegar hann var ráðinn í febrúar 2018 og tók við af Geir Sveinssyni. Guðmundur skrifaði þá undir samning til þriggja ára, sem árið 2020 var framlengdur til sumarsins 2022, og setti sér og íslenska liðinu markmið um að það kæmist aftur í hóp átta bestu þjóða í heimi. Liðið endaði svo í 6. sæti á EM í janúar, þar sem það var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Guðmundur hefur áður stýrt íslenska landsliðinu á árunum 2001-2004 og 2008-2012, og hefur því verið þjálfari liðsins á mörgum af stærstu stundum handboltasögu Íslands eins og þegar Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010. Guðmundur hefur einnig þjálfað landslið Barein og Danmerkur, sem hann gerði að Ólympíumeistara í Ríó árið 2016, auk þess að þjálfa félagslið í Þýskalandi, Danmörku og á Íslandi.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira