Rodman „hermdi“ eftir Anníe Mist og Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 08:31 Trinity Rodman sést hér eftir fyrsta leikinn sinn með bandaríska landsliðinu. Getty/ Brad Smith Bandaríska knattspyrnukonan Trinity Rodman er á stuttum tíma orðin ein af stærstu knattspyrnustjörnum Bandaríkjamanna. Nú hefur hún gefið út barnabók. Alveg eins og íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu í lok síðasta árs þá notar Rodman frægð sína til koma réttum boðskap til ungs íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Anníe Mist og Katrín Tanja gáfu saman út barnabókina „What is the way?“ eða „Hver er rétta leiðin?“ ef við þýðum titilinn yfir á íslensku en bókin þeirra er á ensku. Rodman hefur nú gefið út barnabókina „Wake Up and Kick It“ eða „Vaknaðu og láttu vaða“ ef við reynum að þýða hana á íslensku. Bókinni er ætlað að hvetja krakka til að elta drauma sína í íþróttum. Anníe og Katrín voru margfaldir heimsmeistarar og stórstjörnur í sinni íþrótta í langan tíma en Rodman er enn bara nítján ára gömul og hefur aðeins lokið einu tímabili í atvinnumennsku. Það hefur auðvitað vakið enn meiri athygli á góðri frammistöðu hennar að hún er dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman sem varð margfaldur NBA-meistari með Detroit Pistons og Chicago Bulls og er af mörgum talinn besti frákastari sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Dóttir hennar stóð undir pressunni af því að vera Rodman og hefur byrjað fótboltaferil sinn frábærlega. Trinity Rodman var valinn besti nýliðinn í NWSL-deildinni en hún varð bandarískur meistari á fyrsta tímabili sínu með Washington Spirit. Hún lék síðan sína fyrstu landsleiki á SheBelieves Cup. Á dögunum varð Rodman síðan fyrsta knattspyrnukonan til að fá eins milljón dollara samning en hún fær 1,1 milljón Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning við Washington Spirit. Rodman er ekki fyrsta knattspyrnukonan til að gefa út bækur því heimsmeistarinn og markadrottningin Alex Morgan skrifaði The Kicks bókaflokkinn árið 2012. Þær bækur eru orðnar tólf talsins og er ætlað að rækta ást á fótbolta meðal ungra lesanda og þá sérstaklega ungra kvenna. Fótbolti CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Alveg eins og íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu í lok síðasta árs þá notar Rodman frægð sína til koma réttum boðskap til ungs íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Anníe Mist og Katrín Tanja gáfu saman út barnabókina „What is the way?“ eða „Hver er rétta leiðin?“ ef við þýðum titilinn yfir á íslensku en bókin þeirra er á ensku. Rodman hefur nú gefið út barnabókina „Wake Up and Kick It“ eða „Vaknaðu og láttu vaða“ ef við reynum að þýða hana á íslensku. Bókinni er ætlað að hvetja krakka til að elta drauma sína í íþróttum. Anníe og Katrín voru margfaldir heimsmeistarar og stórstjörnur í sinni íþrótta í langan tíma en Rodman er enn bara nítján ára gömul og hefur aðeins lokið einu tímabili í atvinnumennsku. Það hefur auðvitað vakið enn meiri athygli á góðri frammistöðu hennar að hún er dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman sem varð margfaldur NBA-meistari með Detroit Pistons og Chicago Bulls og er af mörgum talinn besti frákastari sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Dóttir hennar stóð undir pressunni af því að vera Rodman og hefur byrjað fótboltaferil sinn frábærlega. Trinity Rodman var valinn besti nýliðinn í NWSL-deildinni en hún varð bandarískur meistari á fyrsta tímabili sínu með Washington Spirit. Hún lék síðan sína fyrstu landsleiki á SheBelieves Cup. Á dögunum varð Rodman síðan fyrsta knattspyrnukonan til að fá eins milljón dollara samning en hún fær 1,1 milljón Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning við Washington Spirit. Rodman er ekki fyrsta knattspyrnukonan til að gefa út bækur því heimsmeistarinn og markadrottningin Alex Morgan skrifaði The Kicks bókaflokkinn árið 2012. Þær bækur eru orðnar tólf talsins og er ætlað að rækta ást á fótbolta meðal ungra lesanda og þá sérstaklega ungra kvenna.
Fótbolti CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira