Stöðvum stjórnleysið í rekstri borgarinnar Andrea Sigurðardóttir skrifar 18. mars 2022 12:31 Alls starfa nú rúmlega 60 starfsmenn á skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Undir hana heyrir skrifstofa borgarstjóra en á tæpum áratug, fram til ársins 2018, jókst kostnaðurinn við rekstur skrifstofunnar úr 157 milljónum króna í 800 milljónir, eða um 510 prósent. Árið 2019 voru gerðar skipulagsbreytingar sem gera samanburð eftir það snúinn, en þróunin virðist hafa verið öll í eina átt í Ráðhúsinu í tíð núverandi borgarstjóra. Reykjavíkurborg er með 10 upplýsingafulltrúa þegar stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands, sem sum velta tugum milljarða króna árlega, hafa aðeins einn. Sum hafa engan. Á þessu kjörtímabili hafa skuldir borgarinnar aukist um 100 milljarða króna og eru núna um 400 milljarðar. Rekstrarkostnaður borgarinnar á hvern íbúa er um 20% hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Þetta eru skýrar birtingarmyndir þeirrar óráðsíu sem hefur einkennt rekstur borgarinnar undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Dagur hefur verið borgarstjóri í 8 ár en borgarfulltrúi í tvo áratugi og lengst af í meirihluta. Það sem er dapurlegast við stjórnartíð Dags er að útþaninn rekstur Reykjavíkurborgar hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu við borgarbúa. Þvert á móti hefur lögbundin þjónusta verið vanrækt. Sorphirðu, þrifum og almennri umhirðu er ábótavant. Biðlistar á leikskólum lengjast og ef börn eru svo heppin að fá pláss er það oft í órafjarlægð frá heimili. Nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun skólahúsnæðis (Fossvogur) og íþróttaaðstöðu fyrir börn (Laugardalur) er ekki sinnt þrátt fyrir hávært ákall og örvæntingu foreldra. Það er kominn tími á breytingar. Reykvíkingar eiga betra skilið. Við þurfum nýja forystu undir stjórn leiðtoga sem mun reka borgina af festu og forgangsraða í þágu þjónustu við borgarbúa. Sá leiðtogi er Hildur Björnsdóttir. Þess vegna mun ég kjósa hana í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í dag og hvet alla sjálfstæðismenn til að gera slíkt hið sama. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars. Kjörstaðir eru opnir til 18 báða dagana. Höfundur er viðskiptafræðingur. Inngangur greinarinnar hefur verið uppfærður með nákvæmari upplýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Alls starfa nú rúmlega 60 starfsmenn á skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Undir hana heyrir skrifstofa borgarstjóra en á tæpum áratug, fram til ársins 2018, jókst kostnaðurinn við rekstur skrifstofunnar úr 157 milljónum króna í 800 milljónir, eða um 510 prósent. Árið 2019 voru gerðar skipulagsbreytingar sem gera samanburð eftir það snúinn, en þróunin virðist hafa verið öll í eina átt í Ráðhúsinu í tíð núverandi borgarstjóra. Reykjavíkurborg er með 10 upplýsingafulltrúa þegar stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands, sem sum velta tugum milljarða króna árlega, hafa aðeins einn. Sum hafa engan. Á þessu kjörtímabili hafa skuldir borgarinnar aukist um 100 milljarða króna og eru núna um 400 milljarðar. Rekstrarkostnaður borgarinnar á hvern íbúa er um 20% hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Þetta eru skýrar birtingarmyndir þeirrar óráðsíu sem hefur einkennt rekstur borgarinnar undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Dagur hefur verið borgarstjóri í 8 ár en borgarfulltrúi í tvo áratugi og lengst af í meirihluta. Það sem er dapurlegast við stjórnartíð Dags er að útþaninn rekstur Reykjavíkurborgar hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu við borgarbúa. Þvert á móti hefur lögbundin þjónusta verið vanrækt. Sorphirðu, þrifum og almennri umhirðu er ábótavant. Biðlistar á leikskólum lengjast og ef börn eru svo heppin að fá pláss er það oft í órafjarlægð frá heimili. Nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun skólahúsnæðis (Fossvogur) og íþróttaaðstöðu fyrir börn (Laugardalur) er ekki sinnt þrátt fyrir hávært ákall og örvæntingu foreldra. Það er kominn tími á breytingar. Reykvíkingar eiga betra skilið. Við þurfum nýja forystu undir stjórn leiðtoga sem mun reka borgina af festu og forgangsraða í þágu þjónustu við borgarbúa. Sá leiðtogi er Hildur Björnsdóttir. Þess vegna mun ég kjósa hana í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í dag og hvet alla sjálfstæðismenn til að gera slíkt hið sama. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars. Kjörstaðir eru opnir til 18 báða dagana. Höfundur er viðskiptafræðingur. Inngangur greinarinnar hefur verið uppfærður með nákvæmari upplýsingum.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar