Stöðvum stjórnleysið í rekstri borgarinnar Andrea Sigurðardóttir skrifar 18. mars 2022 12:31 Alls starfa nú rúmlega 60 starfsmenn á skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Undir hana heyrir skrifstofa borgarstjóra en á tæpum áratug, fram til ársins 2018, jókst kostnaðurinn við rekstur skrifstofunnar úr 157 milljónum króna í 800 milljónir, eða um 510 prósent. Árið 2019 voru gerðar skipulagsbreytingar sem gera samanburð eftir það snúinn, en þróunin virðist hafa verið öll í eina átt í Ráðhúsinu í tíð núverandi borgarstjóra. Reykjavíkurborg er með 10 upplýsingafulltrúa þegar stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands, sem sum velta tugum milljarða króna árlega, hafa aðeins einn. Sum hafa engan. Á þessu kjörtímabili hafa skuldir borgarinnar aukist um 100 milljarða króna og eru núna um 400 milljarðar. Rekstrarkostnaður borgarinnar á hvern íbúa er um 20% hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Þetta eru skýrar birtingarmyndir þeirrar óráðsíu sem hefur einkennt rekstur borgarinnar undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Dagur hefur verið borgarstjóri í 8 ár en borgarfulltrúi í tvo áratugi og lengst af í meirihluta. Það sem er dapurlegast við stjórnartíð Dags er að útþaninn rekstur Reykjavíkurborgar hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu við borgarbúa. Þvert á móti hefur lögbundin þjónusta verið vanrækt. Sorphirðu, þrifum og almennri umhirðu er ábótavant. Biðlistar á leikskólum lengjast og ef börn eru svo heppin að fá pláss er það oft í órafjarlægð frá heimili. Nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun skólahúsnæðis (Fossvogur) og íþróttaaðstöðu fyrir börn (Laugardalur) er ekki sinnt þrátt fyrir hávært ákall og örvæntingu foreldra. Það er kominn tími á breytingar. Reykvíkingar eiga betra skilið. Við þurfum nýja forystu undir stjórn leiðtoga sem mun reka borgina af festu og forgangsraða í þágu þjónustu við borgarbúa. Sá leiðtogi er Hildur Björnsdóttir. Þess vegna mun ég kjósa hana í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í dag og hvet alla sjálfstæðismenn til að gera slíkt hið sama. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars. Kjörstaðir eru opnir til 18 báða dagana. Höfundur er viðskiptafræðingur. Inngangur greinarinnar hefur verið uppfærður með nákvæmari upplýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Alls starfa nú rúmlega 60 starfsmenn á skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Undir hana heyrir skrifstofa borgarstjóra en á tæpum áratug, fram til ársins 2018, jókst kostnaðurinn við rekstur skrifstofunnar úr 157 milljónum króna í 800 milljónir, eða um 510 prósent. Árið 2019 voru gerðar skipulagsbreytingar sem gera samanburð eftir það snúinn, en þróunin virðist hafa verið öll í eina átt í Ráðhúsinu í tíð núverandi borgarstjóra. Reykjavíkurborg er með 10 upplýsingafulltrúa þegar stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands, sem sum velta tugum milljarða króna árlega, hafa aðeins einn. Sum hafa engan. Á þessu kjörtímabili hafa skuldir borgarinnar aukist um 100 milljarða króna og eru núna um 400 milljarðar. Rekstrarkostnaður borgarinnar á hvern íbúa er um 20% hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Þetta eru skýrar birtingarmyndir þeirrar óráðsíu sem hefur einkennt rekstur borgarinnar undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Dagur hefur verið borgarstjóri í 8 ár en borgarfulltrúi í tvo áratugi og lengst af í meirihluta. Það sem er dapurlegast við stjórnartíð Dags er að útþaninn rekstur Reykjavíkurborgar hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu við borgarbúa. Þvert á móti hefur lögbundin þjónusta verið vanrækt. Sorphirðu, þrifum og almennri umhirðu er ábótavant. Biðlistar á leikskólum lengjast og ef börn eru svo heppin að fá pláss er það oft í órafjarlægð frá heimili. Nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun skólahúsnæðis (Fossvogur) og íþróttaaðstöðu fyrir börn (Laugardalur) er ekki sinnt þrátt fyrir hávært ákall og örvæntingu foreldra. Það er kominn tími á breytingar. Reykvíkingar eiga betra skilið. Við þurfum nýja forystu undir stjórn leiðtoga sem mun reka borgina af festu og forgangsraða í þágu þjónustu við borgarbúa. Sá leiðtogi er Hildur Björnsdóttir. Þess vegna mun ég kjósa hana í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í dag og hvet alla sjálfstæðismenn til að gera slíkt hið sama. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars. Kjörstaðir eru opnir til 18 báða dagana. Höfundur er viðskiptafræðingur. Inngangur greinarinnar hefur verið uppfærður með nákvæmari upplýsingum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun