Segir sjaldgæft að rafræn skilríki séu misnotuð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 18:15 Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir svik með rafræn skilríki afar fátíð. Bylgjan Framkvæmdastjóri Auðkennis, sem fer með þjónustu rafrænna skilríkja hér á landi, segir enga ástæðu til að óttast misnotkun á rafrænum skilríkjum í auðgunarskyni. Slík svik séu nokkuð erfið í framkvæmd og fátíðari en annars konar fjármálasvik. Í dag birti Vísir viðtal við lögmann sem segir dæmi þess að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til þess að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Sagði hann málin vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir hins vegar ekki tilefni til að óttast sérstaklega. Stafræn vegferð samfélagsins sé af hinu góða, og verði það áfram. „En auðvitað þarf alltaf að fara varlega í þessum þáttum, hvort sem það er í þessum rafrænu heimum eða þessum hefðbundnu. Þar leynast hættur og við verðum svolítið að læra að umgangast þessar hættur og allt í kringum það. Það er margt hægt að gera og aðilar eins og Auðkenni og þeir sem veita þessa þjónustu eru að gera mjög margt til þess að taka þessar lausnir þannig að þær séu þægilegar, einfaldar og notendavænar, en jafnframt öruggar líka,“ sagði Haraldur, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Haraldur segir að til þess að misnota rafræn skilríki fólks þurfi brotamaðurinn að vera með símtæki þess sem brotið er á við höndina. Hann bendir á að flestir passi vel upp á snjalltæki sín, ekki eingöngu vegna rafrænna skilríkja, heldur einnig annarra þátta á borð við samfélagsmiðla. Hann segir að rafræn skilríki geti einfaldað líf fólks verulega, en auðvitað sé sá möguleiki til staðar, ef einhver kemst yfir símtæki manns, að hann geti nýtt sér rafræn skilríki til svika. „Sérstaklega ef þú ert kominn með einhvern sem er náinn, einhvern sem treystir viðkomandi, þá er oft erfitt að takast á við það. Hvort sem er í þessu eða einhverju öðru. Það þekkist auðvitað bara í gegnum árin og áratugina, að það er hægt að gera alls konar hluti ef þú nærð einhvern veginn stjórn á aðilum. Þetta er ein af hættunum.“ Fólk hafi ýmis ráð ef grunur um svik vaknar Aðspurður segir Haraldur miklar kröfur gerðar til öryggis þegar kemur rafrænum skilríkjum, og því ætti hökkurum að reynast afar erfitt að komast yfir rafræn skilríki fólks með tölvuárásum. Engin slík dæmi séu þekkt hjá Auðkenni. „Það er ekkert sem er hundrað prósent, en það eru engin þannig dæmi. Sem betur fer eru svik sem þessi mjög fátíð, það eru alls konar önnur svik sem eru miklu algengari, fjármálasvik sem eru þá ekki að nýta skilríkin,“ segir Haraldur. Fólk geti síðan gert ýmislegt til að vera á varðbergi. Það geti til að mynda fylgst með notkun skilríkja sinna á netinu ef það grunar að eitthvað misjafnt sé á seyði, það geti skipt um PIN-númer, eða afturkallað rafræn skilríki sín. „Þannig að það eru alls konar hlutir sem notendur geta gert,“ segir Haraldur og bætir við að þjónustuveitendur geri allt sem þeir geti til þess að minnka hættuna á að svik í tengslum við rafræn skilríki komi upp. Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið við Harald í heild sinni. Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Í dag birti Vísir viðtal við lögmann sem segir dæmi þess að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til þess að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Sagði hann málin vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir hins vegar ekki tilefni til að óttast sérstaklega. Stafræn vegferð samfélagsins sé af hinu góða, og verði það áfram. „En auðvitað þarf alltaf að fara varlega í þessum þáttum, hvort sem það er í þessum rafrænu heimum eða þessum hefðbundnu. Þar leynast hættur og við verðum svolítið að læra að umgangast þessar hættur og allt í kringum það. Það er margt hægt að gera og aðilar eins og Auðkenni og þeir sem veita þessa þjónustu eru að gera mjög margt til þess að taka þessar lausnir þannig að þær séu þægilegar, einfaldar og notendavænar, en jafnframt öruggar líka,“ sagði Haraldur, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Haraldur segir að til þess að misnota rafræn skilríki fólks þurfi brotamaðurinn að vera með símtæki þess sem brotið er á við höndina. Hann bendir á að flestir passi vel upp á snjalltæki sín, ekki eingöngu vegna rafrænna skilríkja, heldur einnig annarra þátta á borð við samfélagsmiðla. Hann segir að rafræn skilríki geti einfaldað líf fólks verulega, en auðvitað sé sá möguleiki til staðar, ef einhver kemst yfir símtæki manns, að hann geti nýtt sér rafræn skilríki til svika. „Sérstaklega ef þú ert kominn með einhvern sem er náinn, einhvern sem treystir viðkomandi, þá er oft erfitt að takast á við það. Hvort sem er í þessu eða einhverju öðru. Það þekkist auðvitað bara í gegnum árin og áratugina, að það er hægt að gera alls konar hluti ef þú nærð einhvern veginn stjórn á aðilum. Þetta er ein af hættunum.“ Fólk hafi ýmis ráð ef grunur um svik vaknar Aðspurður segir Haraldur miklar kröfur gerðar til öryggis þegar kemur rafrænum skilríkjum, og því ætti hökkurum að reynast afar erfitt að komast yfir rafræn skilríki fólks með tölvuárásum. Engin slík dæmi séu þekkt hjá Auðkenni. „Það er ekkert sem er hundrað prósent, en það eru engin þannig dæmi. Sem betur fer eru svik sem þessi mjög fátíð, það eru alls konar önnur svik sem eru miklu algengari, fjármálasvik sem eru þá ekki að nýta skilríkin,“ segir Haraldur. Fólk geti síðan gert ýmislegt til að vera á varðbergi. Það geti til að mynda fylgst með notkun skilríkja sinna á netinu ef það grunar að eitthvað misjafnt sé á seyði, það geti skipt um PIN-númer, eða afturkallað rafræn skilríki sín. „Þannig að það eru alls konar hlutir sem notendur geta gert,“ segir Haraldur og bætir við að þjónustuveitendur geri allt sem þeir geti til þess að minnka hættuna á að svik í tengslum við rafræn skilríki komi upp. Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið við Harald í heild sinni.
Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira