Betur má ef duga skal – Um nám barna með annað upprunamál en íslensku Magnús Þór Jónsson skrifar 19. mars 2022 11:00 Síðustu vikur höfum við orðið vör við það hversu heimsmyndin er hverful. Í einu vetfangi hefur þjóð í Evrópu mátt þola innrás nágranna og afleiðingarnar þær að milljónir eru á flótta frá heimilum sínum, stór hluti þess hóps börn. Þessa dagana koma mörg þessara barna í skjól okkar Íslendinga og það er svo sannarlega verðugt verkefni að taka á móti þeim á þann hátt að sómi sé að. Það er gæfa okkar að geta aðstoðað og stutt við fólk sem býr við það óöryggi og þær aðstæður sem nú eru uppi í þeirra lífi. Íslenskt skólakerfi hefur á síðustu árum og áratugum öðlast reynslu í að vinna með nemendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er þó svo að við erum enn að læra það verkefni og þurfum að bæta verulega í. Á málþingi Velferðarvaktarinnar miðvikudaginn 16.mars komu fram upplýsingar um að hlutfall brottfalls á meðal nemenda með annað móður mál en íslensku á framhaldsskólastigi er mjög hátt og námsárangur er marktækt slakari en hjá samanburðarhópum. Því miður komu þessar upplýsingar ekki á óvart heldur staðfestu þá tilfinningu að enn eigum við langt í land með að koma til móts við þarfir þessara barna. Það eru svo sannarlega margir skólar og sveitarfélög að leggja sig fram en staðreyndin er sú að það vantar algerlega festu í það verkefni að gera nám þessara barna sambærilegt öðru námi. Líklega er ég að flækja málið með að nota orðið festu, því í raun snýst þetta um fjármagn og aðstöðu, þar vantar einfaldlega mikið uppá! Staðreyndin er sú að þó að reglulega heyrist á vettvangi stjórnmálanna hversu mikilvægur þessi málaflokkur er þá fylgir ekki hugur alla leið þar sem fjármagnið sem skólum er úthlutað til þessa verkefnis er einfaldlega alltof lítið. Úthlutunarreglur eru jafnvel á þann hátt að þessum nemendum fylgir ekkert fjármagn fyrr en töluvert eftir komu þeirra í skólana vegna úthlutunarreglna í fjármálum sveitarfélaga og/eða ríkis. Eftir stendur barn sem hefur að sjálfsögðu þann rétt að fá þjónustu í skóla og auðvitað leggur skólinn sig fram þó barninu fylgi sama fjármagn og ef það hefði alla tíð verið í íslenskum skóla. Það er augljóst með öllu að slíkt er óásættanlegt og á að sjálfsögðu þátt í þeim niðurstöðum sem skýrslan sem kynnt var hjá Velferðarvaktinni sýndi. Börnin sem nú koma til okkar frá Úkraínu eru vissulega í annarri aðstöðu en mörg þeirra sem eru nú þegar í íslenskum skólum að vinna að því að ná árangri í námi á tungumáli sem ekki er þeirra móðurmál. Börnin sem flúið hafa stríðsátök munu þurfa margþætta aðstoð og stuðning á miklu fleiri sviðum en bara þeim þar sem afraksturinn verður námsárangur. Það er þó svo að sá afrakstur er afskaplega mikilvægur barni til að ná fótfestu í okkar samfélagi til lengri tíma og til að samfélagið njóti hæfileika og fangi mannauð þess. Vellíðan og farsæld hefur verið mikið í umræðunni eftir útgáfu laga um farsæld barna á liðnu ári, enda var útgáfa þeirra laga stórt skref í þágu íslenskra barna. Ég treysti því að sú vinna sem nú er í gangi og miðar að því að taka á móti þeim hópi sem við nú opnum landið okkar fyrir verði til þess að sérstöku ljósi verði einnig varpað á farsæld þeirra barna sem nú þegar eru í skólunum okkar og þurfa svo miklu meiri þjónustu en þau fá nú. Þau eiga eins og öll börn sem byggja skólana okkar frá leikskólastigi, í gegnum grunnskólann og upp í framhaldsskólann að fá alla þá möguleika sem önnur börn hafa og það er skylda okkar sem stöndum að námi þeirra að veita þeim þá. Hvort sem þar eru á ferð skólarnir sjálfir, rekstraraðilarnir ríki og sveitarfélög eða sjálft ráðuneyti barna- og menntamálaráða. Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Síðustu vikur höfum við orðið vör við það hversu heimsmyndin er hverful. Í einu vetfangi hefur þjóð í Evrópu mátt þola innrás nágranna og afleiðingarnar þær að milljónir eru á flótta frá heimilum sínum, stór hluti þess hóps börn. Þessa dagana koma mörg þessara barna í skjól okkar Íslendinga og það er svo sannarlega verðugt verkefni að taka á móti þeim á þann hátt að sómi sé að. Það er gæfa okkar að geta aðstoðað og stutt við fólk sem býr við það óöryggi og þær aðstæður sem nú eru uppi í þeirra lífi. Íslenskt skólakerfi hefur á síðustu árum og áratugum öðlast reynslu í að vinna með nemendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er þó svo að við erum enn að læra það verkefni og þurfum að bæta verulega í. Á málþingi Velferðarvaktarinnar miðvikudaginn 16.mars komu fram upplýsingar um að hlutfall brottfalls á meðal nemenda með annað móður mál en íslensku á framhaldsskólastigi er mjög hátt og námsárangur er marktækt slakari en hjá samanburðarhópum. Því miður komu þessar upplýsingar ekki á óvart heldur staðfestu þá tilfinningu að enn eigum við langt í land með að koma til móts við þarfir þessara barna. Það eru svo sannarlega margir skólar og sveitarfélög að leggja sig fram en staðreyndin er sú að það vantar algerlega festu í það verkefni að gera nám þessara barna sambærilegt öðru námi. Líklega er ég að flækja málið með að nota orðið festu, því í raun snýst þetta um fjármagn og aðstöðu, þar vantar einfaldlega mikið uppá! Staðreyndin er sú að þó að reglulega heyrist á vettvangi stjórnmálanna hversu mikilvægur þessi málaflokkur er þá fylgir ekki hugur alla leið þar sem fjármagnið sem skólum er úthlutað til þessa verkefnis er einfaldlega alltof lítið. Úthlutunarreglur eru jafnvel á þann hátt að þessum nemendum fylgir ekkert fjármagn fyrr en töluvert eftir komu þeirra í skólana vegna úthlutunarreglna í fjármálum sveitarfélaga og/eða ríkis. Eftir stendur barn sem hefur að sjálfsögðu þann rétt að fá þjónustu í skóla og auðvitað leggur skólinn sig fram þó barninu fylgi sama fjármagn og ef það hefði alla tíð verið í íslenskum skóla. Það er augljóst með öllu að slíkt er óásættanlegt og á að sjálfsögðu þátt í þeim niðurstöðum sem skýrslan sem kynnt var hjá Velferðarvaktinni sýndi. Börnin sem nú koma til okkar frá Úkraínu eru vissulega í annarri aðstöðu en mörg þeirra sem eru nú þegar í íslenskum skólum að vinna að því að ná árangri í námi á tungumáli sem ekki er þeirra móðurmál. Börnin sem flúið hafa stríðsátök munu þurfa margþætta aðstoð og stuðning á miklu fleiri sviðum en bara þeim þar sem afraksturinn verður námsárangur. Það er þó svo að sá afrakstur er afskaplega mikilvægur barni til að ná fótfestu í okkar samfélagi til lengri tíma og til að samfélagið njóti hæfileika og fangi mannauð þess. Vellíðan og farsæld hefur verið mikið í umræðunni eftir útgáfu laga um farsæld barna á liðnu ári, enda var útgáfa þeirra laga stórt skref í þágu íslenskra barna. Ég treysti því að sú vinna sem nú er í gangi og miðar að því að taka á móti þeim hópi sem við nú opnum landið okkar fyrir verði til þess að sérstöku ljósi verði einnig varpað á farsæld þeirra barna sem nú þegar eru í skólunum okkar og þurfa svo miklu meiri þjónustu en þau fá nú. Þau eiga eins og öll börn sem byggja skólana okkar frá leikskólastigi, í gegnum grunnskólann og upp í framhaldsskólann að fá alla þá möguleika sem önnur börn hafa og það er skylda okkar sem stöndum að námi þeirra að veita þeim þá. Hvort sem þar eru á ferð skólarnir sjálfir, rekstraraðilarnir ríki og sveitarfélög eða sjálft ráðuneyti barna- og menntamálaráða. Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun