Stórslys í laxeldi engum að kenna Elvar Örn Friðriksson skrifar 19. mars 2022 13:01 Í vikunni gaf Matvælastofnun (MAST) út yfirlýsingu þar sem taldar voru upp ástæður fyrir þeim gríðarlega laxadauða sem hefur átt sér stað í Dýrafirði undanfarið. Laxadauðinn er sá mesti frá upphafi á Íslandi og kemur hann í kjölfar ársins 2021 sem var metár í laxadauða í sjókvíaeldi. Þetta vafasama met hljóðaði upp á ríflega 3 milljónir eldislaxa. MAST hefur, eða á að hafa,eftirlit með starfsemi sjókvíaeldis en þrátt fyrir þessi gríðarlegu afföll, stóraukningu í laxalús, aukna eiturefnanotkun og myndefni af dauðum botni í Dýrafirði telur MAST að allt sé með felldu. Hvað þarf eiginlega að gerast til að MAST telji að ekki sé allt með felldu? Skoðum aðeins nokkur dæmi frá síðustu tveimur árum. Í febrúar 2020 drápust yfir 90.000 laxar hjá Arnarlaxi og þá kom MAST með þá yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hemil á ástandinu. Í júní 2021 drápust um 400.000 laxar í sjókvíum við Ísland, MAST hélt því fram að það væri engin ein skýring á þessu, heldur sitt lítið af hverju. Ekki var dauði dýranna flokkaður sem óeðlilegur eða eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar. Í ágúst 2021 birtist myndefni sem Veiga Grétarsdóttir tók af illa sködduðum löxum í íslenskum sjókvíum. MAST brást við með því að taka undir með sjókvíaeldisfyrirtækjum og saka Veigu um brot á sóttvarnarreglum. Enn þótt ekki ástæða til þess að athuga hvort allt væri með felldu. Nú seinast drápust um 500.000 laxar í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði og MAST bregst við á sama hátt og áður. Þetta er ekki fyrirtækjunum eða eldisaðferðinni að kenna. Þessi fullkomna meðvirkni „eftirlitsaðila“ með mengangi iðnaði er óásættanleg. MAST á að hafa óháð eftirlit með þessari starfsemi sem er mjög umdeild og meirihluti þjóðarinnar lítur neikvæðum augum (könnun Gallup frá september, 2021). Það er löngu sannað að sjókvíaeldi hefur neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika, lúsameðferð hefur neikvæð áhrif á önnur skeldýr, laxalús drepur sjógönguseiði villtra fiska, eldislaxar sleppa og hrygna með villtum löxum og úrgangurinn streymir óhindrað út í hreina firði og drepur botnlífið. Hlutlaust og strangt eftirlit er nauðsynlegt og það er réttur fólks að fá að vita hvaða áhrif þetta hefur á náttúruna. Hlutverk MAST er ekki að vernda ímynd mengandi sjókvíaeldisfyrirtækja eða hlaupa undir bagga með þeim. Það er enginn annar iðnaður sem MAST hefur eftirlit með sem kemst upp með það að milljónir dýra í þeirra haldi drepist án þess að það hafi afleiðingar. Það versta er að þetta mun gerast aftur og aftur. Það er eðli sjókvíaeldis. Áður en við vitum verða firðir dauðir, margar milljónir eldislaxa dauðir og villtur lax kominn í útrýmingarhættu. Verður laxeldinu ekki heldur um að kenna þá? Eða verður kannski MAST bara kennt um? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Umhverfismál Lax Elvar Örn Friðriksson Tengdar fréttir Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í vikunni gaf Matvælastofnun (MAST) út yfirlýsingu þar sem taldar voru upp ástæður fyrir þeim gríðarlega laxadauða sem hefur átt sér stað í Dýrafirði undanfarið. Laxadauðinn er sá mesti frá upphafi á Íslandi og kemur hann í kjölfar ársins 2021 sem var metár í laxadauða í sjókvíaeldi. Þetta vafasama met hljóðaði upp á ríflega 3 milljónir eldislaxa. MAST hefur, eða á að hafa,eftirlit með starfsemi sjókvíaeldis en þrátt fyrir þessi gríðarlegu afföll, stóraukningu í laxalús, aukna eiturefnanotkun og myndefni af dauðum botni í Dýrafirði telur MAST að allt sé með felldu. Hvað þarf eiginlega að gerast til að MAST telji að ekki sé allt með felldu? Skoðum aðeins nokkur dæmi frá síðustu tveimur árum. Í febrúar 2020 drápust yfir 90.000 laxar hjá Arnarlaxi og þá kom MAST með þá yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hemil á ástandinu. Í júní 2021 drápust um 400.000 laxar í sjókvíum við Ísland, MAST hélt því fram að það væri engin ein skýring á þessu, heldur sitt lítið af hverju. Ekki var dauði dýranna flokkaður sem óeðlilegur eða eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar. Í ágúst 2021 birtist myndefni sem Veiga Grétarsdóttir tók af illa sködduðum löxum í íslenskum sjókvíum. MAST brást við með því að taka undir með sjókvíaeldisfyrirtækjum og saka Veigu um brot á sóttvarnarreglum. Enn þótt ekki ástæða til þess að athuga hvort allt væri með felldu. Nú seinast drápust um 500.000 laxar í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði og MAST bregst við á sama hátt og áður. Þetta er ekki fyrirtækjunum eða eldisaðferðinni að kenna. Þessi fullkomna meðvirkni „eftirlitsaðila“ með mengangi iðnaði er óásættanleg. MAST á að hafa óháð eftirlit með þessari starfsemi sem er mjög umdeild og meirihluti þjóðarinnar lítur neikvæðum augum (könnun Gallup frá september, 2021). Það er löngu sannað að sjókvíaeldi hefur neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika, lúsameðferð hefur neikvæð áhrif á önnur skeldýr, laxalús drepur sjógönguseiði villtra fiska, eldislaxar sleppa og hrygna með villtum löxum og úrgangurinn streymir óhindrað út í hreina firði og drepur botnlífið. Hlutlaust og strangt eftirlit er nauðsynlegt og það er réttur fólks að fá að vita hvaða áhrif þetta hefur á náttúruna. Hlutverk MAST er ekki að vernda ímynd mengandi sjókvíaeldisfyrirtækja eða hlaupa undir bagga með þeim. Það er enginn annar iðnaður sem MAST hefur eftirlit með sem kemst upp með það að milljónir dýra í þeirra haldi drepist án þess að það hafi afleiðingar. Það versta er að þetta mun gerast aftur og aftur. Það er eðli sjókvíaeldis. Áður en við vitum verða firðir dauðir, margar milljónir eldislaxa dauðir og villtur lax kominn í útrýmingarhættu. Verður laxeldinu ekki heldur um að kenna þá? Eða verður kannski MAST bara kennt um? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun