Unga fólkið og framtíðin Ómar Már Jónsson skrifar 20. mars 2022 12:00 Árið er 1981, leiðin lá til Reykjavíkur í helgarfrí frá Héraðsskólanum Reykjum í Hrútafirði. Ungir, 15 ára óharðnaðir vinir utan af landi voru komnir í langþráð helgarfrí til að skemmta sér á Hallærisplaninu í 101 Reykjavík. Við höfðum verið fyrirhyggjusamir og útvegað okkur eina flösku af íslensku brennivíni fyrir gleðina sem framundan var. Eftir tíðindalitla en skemmtilega nótt þegar unga fólkið fór að týnast í burtu áttuðum við okkur á því að það hafði gleymst að skipuleggja næturgistingu og farið að kólna. Ráðalausir vorum við ekki og lögðum leið okkar á lögreglustöðina við Hlemm. Eftir strangar samningaviðræðum við vaktstjóra fengum við að sofa úr okkur í anddyri lögreglustöðvarinnar. Var beiðni okkar um að fá að gista í fangaklefum ekki samþykkt. Um morgunin við vaktaskipti á lögreglustöðinni vakna ég við að þrír lögregluþjónar í fullum skrúða eru sturmandi yfir okkur, þar á meðal kona um fimmtugt sem með forundrunarsvip spurði félaga sína er hún starði á okkur: „Er þetta kynslóðin sem á að taka við af okkur?“ Það var áhyggjutónn í röddinni. Ég hef aldrei gleymt tilfinningunni sem spurning hennar hafði á mig. Ég hafði hreinlega ekki hugsað út í að við sem þarna lágum ættum eftir að taka við af þeim, að við værum unga kynslóðin sem horft væri á sem arftaka. Breyttir tímar Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð. En hvernig erum við að búa þeim í haginn? Hvernig skilyrði erum við að skapa kynslóðinni sem erfa skal landið til að flytja úr foreldrahúsum, fara inn á fasteignamarkaðinn, kaupa sína fyrstu eign eða leigja meðan sparað er fyrir útborgun í íbúð? Við höfum nefnilega skyldum að gegna gagnvart þeim hópi. Að þau hafi aðgengi að réttlátum íbúðamarkaði, hvort sem það er til kaupa eða leigja og þar er augljóslega pottur brotinn. Vegna brests milli framboðs og eftirspurnar á lóðum, lóðaskorti og þar með skorti á íbúðarhúsnæði hefur verð á húsnæði farið í hæstu hæðir, langt út fyrir eðlilega verðþróun og leiguverð húsnæðis fylgir þar með. Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna á síðustu tveimur mánuðum og leiga á 60 fermetra íbúð er búið að rjúfa 250 þús. kr. múrinn. Sú þróun er mannana verk og það er staðreynd að hvergi á byggðu bóli hefur íbúðaverð hækkað jafn gengdarlaust og í Reykjavík og er það okkar samfélagsleg skylda að vinda ofan af því. Ég ætla að beita mér fyrir því að stórauka framboð á lóðum til bygginga, bæði fyrir verktaka og einnig skapa aðgengi að lóðum til þeirra sem vilja byggja sjálfir. Reiknast mér til að það þurfi að lágmarki að byggja 10.000 íbúðir í Reykjavík á næstu 5 árum. Ég ætla einnig að beita mér fyrir því að stórauka framboð á leiguhúsnæði í gegn um fasteignafélög sem eru ekki hagnaðardrifin. Við höfum allar forsendur til þess og það er ekki eftir neinu að bíða. Hefjum umbreytingaferli eftir kosningar til borgarstjórnar í maí nk. Sköpum aðgengi fyrir unga fólkið inn á sanngjarnan og eðlilegan fasteigna- og leigumarkað. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 1981, leiðin lá til Reykjavíkur í helgarfrí frá Héraðsskólanum Reykjum í Hrútafirði. Ungir, 15 ára óharðnaðir vinir utan af landi voru komnir í langþráð helgarfrí til að skemmta sér á Hallærisplaninu í 101 Reykjavík. Við höfðum verið fyrirhyggjusamir og útvegað okkur eina flösku af íslensku brennivíni fyrir gleðina sem framundan var. Eftir tíðindalitla en skemmtilega nótt þegar unga fólkið fór að týnast í burtu áttuðum við okkur á því að það hafði gleymst að skipuleggja næturgistingu og farið að kólna. Ráðalausir vorum við ekki og lögðum leið okkar á lögreglustöðina við Hlemm. Eftir strangar samningaviðræðum við vaktstjóra fengum við að sofa úr okkur í anddyri lögreglustöðvarinnar. Var beiðni okkar um að fá að gista í fangaklefum ekki samþykkt. Um morgunin við vaktaskipti á lögreglustöðinni vakna ég við að þrír lögregluþjónar í fullum skrúða eru sturmandi yfir okkur, þar á meðal kona um fimmtugt sem með forundrunarsvip spurði félaga sína er hún starði á okkur: „Er þetta kynslóðin sem á að taka við af okkur?“ Það var áhyggjutónn í röddinni. Ég hef aldrei gleymt tilfinningunni sem spurning hennar hafði á mig. Ég hafði hreinlega ekki hugsað út í að við sem þarna lágum ættum eftir að taka við af þeim, að við værum unga kynslóðin sem horft væri á sem arftaka. Breyttir tímar Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð. En hvernig erum við að búa þeim í haginn? Hvernig skilyrði erum við að skapa kynslóðinni sem erfa skal landið til að flytja úr foreldrahúsum, fara inn á fasteignamarkaðinn, kaupa sína fyrstu eign eða leigja meðan sparað er fyrir útborgun í íbúð? Við höfum nefnilega skyldum að gegna gagnvart þeim hópi. Að þau hafi aðgengi að réttlátum íbúðamarkaði, hvort sem það er til kaupa eða leigja og þar er augljóslega pottur brotinn. Vegna brests milli framboðs og eftirspurnar á lóðum, lóðaskorti og þar með skorti á íbúðarhúsnæði hefur verð á húsnæði farið í hæstu hæðir, langt út fyrir eðlilega verðþróun og leiguverð húsnæðis fylgir þar með. Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna á síðustu tveimur mánuðum og leiga á 60 fermetra íbúð er búið að rjúfa 250 þús. kr. múrinn. Sú þróun er mannana verk og það er staðreynd að hvergi á byggðu bóli hefur íbúðaverð hækkað jafn gengdarlaust og í Reykjavík og er það okkar samfélagsleg skylda að vinda ofan af því. Ég ætla að beita mér fyrir því að stórauka framboð á lóðum til bygginga, bæði fyrir verktaka og einnig skapa aðgengi að lóðum til þeirra sem vilja byggja sjálfir. Reiknast mér til að það þurfi að lágmarki að byggja 10.000 íbúðir í Reykjavík á næstu 5 árum. Ég ætla einnig að beita mér fyrir því að stórauka framboð á leiguhúsnæði í gegn um fasteignafélög sem eru ekki hagnaðardrifin. Við höfum allar forsendur til þess og það er ekki eftir neinu að bíða. Hefjum umbreytingaferli eftir kosningar til borgarstjórnar í maí nk. Sköpum aðgengi fyrir unga fólkið inn á sanngjarnan og eðlilegan fasteigna- og leigumarkað. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun