Andri Snær: Allt liðið sýndi góða frammistöðu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. mars 2022 16:38 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét KA/Þór vann mikilvægan sigur á Haukum í KA heimilinu í dag, lokatölur 34-26 fyrir heimakonur og var Andri Snær Stefánsson þjálfari heimakvenna sáttur að leikslokum. „Ég er gríðarlega stolur af stelpunum, við vorum að koma úr tveimur tapleikjum í röð sem sviðu aðeins og við vorum mjög ákveðnar að mæta vel til leiks í dag og við gerðum það,“ sagði Andri að leik loknum. „Við mætum tilbúnar í slaginn, við spiluðum bara okkar bolta. Mér fannst vera mikil orka í liðinu. Vörnin var mjög þétt og við fengum góða markvörslu frá Mateu sem að gaf okkur sjálfstraust. Það vantaði aðeins upp á hlaupin upp völlinn í fyrri hálfleik þegar við fengum hraðaupphlaup þannig ég var ánægður í seinni hálfleik að við náðum að láta allt tikka, uppstilltur sóknarleikur var mjög góður allan leikinn. Þannig við vorum bara með mjög flottan leik hér í dag.“ Andri Snær gat rúllað vel á hópnum í leiknum í dag og virtust allir sem komu inn á skila góðri frammistöðu. „Allt liðið sýndi mjög góða frammistöðu í dag, ég gat rúllað vel á hópnum þannig það er hægt að segja að þetta hafi verið týpískur liðssigur. Vinnuframlagið var mjög gott hjá öllum sem komu inn á af bekknum og allir tilbúnir í slaginn. Við erum búinn að vera mikið saman síðustu daga og vikur, vorum til dæmis þrjá daga saman í eyjum. Það er mjög góður andi í hópnum og mér fannst það skína í gegn í dag.“ Unnur Ómarsdóttir sem er lykilmaður í liðið KA/Þór spilaði aðeins korter af leiknum í dag. „Unnur er bara búinn að vera að spila mikið í vetur, mikið álag á henni og hún fékk smá högg í síðasta leik. Síðan stóð María sig bara mjög vel þegar hún kom inn og það er bara þannig hjá okkur. Við erum bara með hörkulið. Kristín stóð sig til dæmis mjög vel en þurfti að fara meidd út af. Við erum bara mjög vel mannaðar í vinstra horninu.“ Kristín Aðalheiður Jónsdóttir meiddist illa á 20. mínútu fyrri hálfleiksins þegar Berta Rut Harðardóttir steig í veg fyrir hana þegar hún var að fara inn úr horninu. Berta fékk í kjölfarið rauða spjaldið fyrir og voru ekki allir á eitt sáttir með þann dóm. „Það verður bara að koma í ljós með Kristínu, þetta leitt ekki vel út því miður. Ökklin fór illa þarna, þetta var náttúrulega bara hræðilegt slys en ég sé hana allavega brosa núna eftir sigurinn en svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta lítur út.“ „Svona eru bara reglurnar í dag, það er talað um afleiðingar brotsins og svona. Þannig ég treysti dómurunum bara eins og venjulega.“ KA/Þór á Fram á útivelli í næsta leik. „Þær hafa verið algjörlega með okkur í síðustu leikjum og við ætlum klárlega að skoða það vel og sjá hvað við getum gert betur. Við ætlum að selja okkur dýrt á móti Fram, það er alveg klárt mál.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
„Ég er gríðarlega stolur af stelpunum, við vorum að koma úr tveimur tapleikjum í röð sem sviðu aðeins og við vorum mjög ákveðnar að mæta vel til leiks í dag og við gerðum það,“ sagði Andri að leik loknum. „Við mætum tilbúnar í slaginn, við spiluðum bara okkar bolta. Mér fannst vera mikil orka í liðinu. Vörnin var mjög þétt og við fengum góða markvörslu frá Mateu sem að gaf okkur sjálfstraust. Það vantaði aðeins upp á hlaupin upp völlinn í fyrri hálfleik þegar við fengum hraðaupphlaup þannig ég var ánægður í seinni hálfleik að við náðum að láta allt tikka, uppstilltur sóknarleikur var mjög góður allan leikinn. Þannig við vorum bara með mjög flottan leik hér í dag.“ Andri Snær gat rúllað vel á hópnum í leiknum í dag og virtust allir sem komu inn á skila góðri frammistöðu. „Allt liðið sýndi mjög góða frammistöðu í dag, ég gat rúllað vel á hópnum þannig það er hægt að segja að þetta hafi verið týpískur liðssigur. Vinnuframlagið var mjög gott hjá öllum sem komu inn á af bekknum og allir tilbúnir í slaginn. Við erum búinn að vera mikið saman síðustu daga og vikur, vorum til dæmis þrjá daga saman í eyjum. Það er mjög góður andi í hópnum og mér fannst það skína í gegn í dag.“ Unnur Ómarsdóttir sem er lykilmaður í liðið KA/Þór spilaði aðeins korter af leiknum í dag. „Unnur er bara búinn að vera að spila mikið í vetur, mikið álag á henni og hún fékk smá högg í síðasta leik. Síðan stóð María sig bara mjög vel þegar hún kom inn og það er bara þannig hjá okkur. Við erum bara með hörkulið. Kristín stóð sig til dæmis mjög vel en þurfti að fara meidd út af. Við erum bara mjög vel mannaðar í vinstra horninu.“ Kristín Aðalheiður Jónsdóttir meiddist illa á 20. mínútu fyrri hálfleiksins þegar Berta Rut Harðardóttir steig í veg fyrir hana þegar hún var að fara inn úr horninu. Berta fékk í kjölfarið rauða spjaldið fyrir og voru ekki allir á eitt sáttir með þann dóm. „Það verður bara að koma í ljós með Kristínu, þetta leitt ekki vel út því miður. Ökklin fór illa þarna, þetta var náttúrulega bara hræðilegt slys en ég sé hana allavega brosa núna eftir sigurinn en svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta lítur út.“ „Svona eru bara reglurnar í dag, það er talað um afleiðingar brotsins og svona. Þannig ég treysti dómurunum bara eins og venjulega.“ KA/Þór á Fram á útivelli í næsta leik. „Þær hafa verið algjörlega með okkur í síðustu leikjum og við ætlum klárlega að skoða það vel og sjá hvað við getum gert betur. Við ætlum að selja okkur dýrt á móti Fram, það er alveg klárt mál.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira