Af afglæpavæðingu og mismunun Kristín Davíðsdóttir skrifar 21. mars 2022 19:31 Afglæpavæðing neysluskammta hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið og það ekki að ástæðulausu. Gerðar hafa verið endurteknar tilraunir til að koma í gegn lagabreytingu sem felur í sér að varsla neysluskammta verði gerði refsilaus – vel að merkja þá hefur ekki verið rætt um lögleiðingu á einu eða neinu í þessu sambandi heldur er hér einungis um að ræða tilraun til að mæta einum veikasta hópi samfélagsins á mannúðlegri hátt en nú er gert. Því miður virðist gæta nokkurs misskilnings varðandi þetta all víða. Ég hef átt í samskiptum við ýmsa aðila innan og utan stjórnsýslunnar varðandi hvað geti talist sem neysluskammtur, hver áhrifin gætu mögulega orðið og fyrir hverja. Það sem ég skynja hvað sterkast í þeim samskiptum er ótti – hræðsla við það hvað kann að verða. Refsistefnan sem nú er við lýði hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með enda fyrst og fremst byggð á siðferðiskennd þeirra sem hana sömdu á sínum tíma. Hún felur ekki í sér fælingarmátt og ávinningur þess að ungt fólk sem tekið er með neysluskammt í fórum sínum fari á sakaskrá verður að teljast umdeilanlegur. Ef við skoðum þetta út frá heilbrigðissjónarmiði þá er það nú svo að flestir eru sammála um það að einstaklingar sem nota vímuefni að staðaldri séu veikir – þeir séu haldnir sjúkdómi og að meðferð við þeim sjúkdómi væri best komið innan heilbrigðiskerfisins. Við þeim frumvörpum sem sett hafa verið fram um afglæpavæðingu höfum við fjölda umsagna fagaðila á borð við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og félags geðhjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Embætti Landlæknis sem lýsa sig fylgjandi því að núverandi stefna í áfengis og vímuefnamálum verði endurskoðuð. Þau bjóða einnig fram ráðgjöf og samvinnu. Ég held að allir sem þekkja til geri sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag er ekki bara óásættanlegt heldur hreint og beint skaðlegt fyrir þá einstaklinga sem kerfið ætti að þjónusta og vernda. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig gefið út einróma yfirlýsingu þar sem kveðið er á um þörfina fyrir að endurskoða þá nálgun sem verið hefur til staðar varðandi vímuefnanotkun víðast hvar og hvatt þjóðir heims til að taka upp mannúðlegri nálgun við vímuefnavandanum sem felur m.a. í sér skaðaminnkandi nálgun. Í íslensku samfélagi höfum við nokkuð stóran hóp einstaklinga sem notar vímuefni að staðaldri. Í Frú Ragnheiði, sem þó þjónustar aðeins jaðarsettasta hópinn, leita um 600 einstaklingar árlega. Þetta eru einstaklingar sem eru heimilislausir og nota vímuefni í æð. Þetta er fólk sem stendur að mörgu leyti utan kerfis – fólk sem samkvæmt skilgreiningu löggjafans eru lögbrjótar – glæpamenn. Þetta kann að virðast léttvægt í eyrum einhverra en málið er hins vegar það að einstaklingur sem notar vímuefni að staðaldri upplifir stöðugan ótta. Ótta við að verið sé að fylgjast með honum, ótta við að löggan komi og taki af honum efnin, ótta við að hann sé að gera eitthvað rangt – alveg óháð því hvort svo er eða ekki. Þessi stöðugi ótti gerir það að verkum að einstaklingurinn upplifir sig aldrei öruggan – hann treystir ekki kerfinu. Einstaklingar í þessari stöðu leita ekki til viðbragðsaðila nema í fulla hnefana, þeir hringja ekki á lögregluna þegar þeir eru beittir ofbeldi, þeir hringja ekki á sjúkrabíl þegar eitthvað kemur upp á og þeir forðast það í lengstu lög að leita á heilbrigðisstofnanir. Ástæðan er einföld – þegar þú ert glæpamaður geturðu aldrei treyst á það hvaða viðbrögð þú færð frá viðbragðsaðilum – sumir eru skilningríkir en aðrir taka það alvarlega að refsa beri glæpamönnum, óháð aðstæðum. Þetta kann að hljóma kjánalega en eftir að hafa unnið bæði innan og utan kerfis í áratugi auk þess að hafa unnið mjög náið með einstaklingum með flókinn og þungan vímuefnavanda áttar maður sig fljótt á því hvert viðmótið sem mætir einstaklingum í þessari stöðu getur verið. Valdaójafnvægið er brjálæðislegt og mismununin allt um lykjandi jafnt innan stofnana sem utan. Þrátt fyrir jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, lög um réttindi sjúklinga og fleira og fleira þá er staðreyndin einfaldlega sú að einstaklingar í þessari stöðu fá ekki sömu þjónustu og þeir sem ekki nota vímuefni. Með því að afglæpavæða vörslu neysluskammta er vissulega ekki verið að leysa allan þann vanda sem vímuefnanotkun hefur í för með sér og að halda slíku fram er í besta falli kjánalegt. Það er hins vegar mikilvægt að hefjast handa – að leggja af stað í vegferð sem felur í sér bætt aðgengi að kerfinu og þjónustu þess, til handa einstaklingum sem eiga við þungan vímuefnavanda að stríða. Slíkt verður einungis gert með aukinni tiltrú hópsins á kerfið í heild sinni því þó svo að inni á milli séu vinaleg andlit hefur flestum þeirra verið mismunað frá fyrstu tíð af kerfinu í heild. Að lokum er vert að minnast á það að kallað hefur verið eftir skilgreiningum varðandi skammtastærðir við lagasetningu m.a. til að auðvelda lögreglu störf sín og hefur skortur á þessum skilgreiningum m.a. verið nefndur sem fyrirstaða þess að hægt sé að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtun. Í ljósi þess langar mig að benda á að í 3.mgr. 12.gr. V. Kafla í reglugerð no.170/2021 segir: „notanda er heimilit að hafa í vörslu sinni það magn ávana- og fíkniefna sem hann ætlar að neyta í neyslurýminu...“ Þetta er í hróplegu ósamræmi við það að ætla að taka málið af dagskrá og undirstrikar í raun mikilvægi þess að málið verði tekið fyrir, notendur fengnir að borðinu, skammtastærðir skilgreindar og lagabreytingu komið á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, og ríkisstjórnina alla, að láta sig málið varða – að þora að taka slaginn og berjast fyrir mannréttindum þeirra sem minnst mega sín. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri skaðaminnkunarteymis Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Afglæpavæðing neysluskammta hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið og það ekki að ástæðulausu. Gerðar hafa verið endurteknar tilraunir til að koma í gegn lagabreytingu sem felur í sér að varsla neysluskammta verði gerði refsilaus – vel að merkja þá hefur ekki verið rætt um lögleiðingu á einu eða neinu í þessu sambandi heldur er hér einungis um að ræða tilraun til að mæta einum veikasta hópi samfélagsins á mannúðlegri hátt en nú er gert. Því miður virðist gæta nokkurs misskilnings varðandi þetta all víða. Ég hef átt í samskiptum við ýmsa aðila innan og utan stjórnsýslunnar varðandi hvað geti talist sem neysluskammtur, hver áhrifin gætu mögulega orðið og fyrir hverja. Það sem ég skynja hvað sterkast í þeim samskiptum er ótti – hræðsla við það hvað kann að verða. Refsistefnan sem nú er við lýði hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með enda fyrst og fremst byggð á siðferðiskennd þeirra sem hana sömdu á sínum tíma. Hún felur ekki í sér fælingarmátt og ávinningur þess að ungt fólk sem tekið er með neysluskammt í fórum sínum fari á sakaskrá verður að teljast umdeilanlegur. Ef við skoðum þetta út frá heilbrigðissjónarmiði þá er það nú svo að flestir eru sammála um það að einstaklingar sem nota vímuefni að staðaldri séu veikir – þeir séu haldnir sjúkdómi og að meðferð við þeim sjúkdómi væri best komið innan heilbrigðiskerfisins. Við þeim frumvörpum sem sett hafa verið fram um afglæpavæðingu höfum við fjölda umsagna fagaðila á borð við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og félags geðhjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Embætti Landlæknis sem lýsa sig fylgjandi því að núverandi stefna í áfengis og vímuefnamálum verði endurskoðuð. Þau bjóða einnig fram ráðgjöf og samvinnu. Ég held að allir sem þekkja til geri sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag er ekki bara óásættanlegt heldur hreint og beint skaðlegt fyrir þá einstaklinga sem kerfið ætti að þjónusta og vernda. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig gefið út einróma yfirlýsingu þar sem kveðið er á um þörfina fyrir að endurskoða þá nálgun sem verið hefur til staðar varðandi vímuefnanotkun víðast hvar og hvatt þjóðir heims til að taka upp mannúðlegri nálgun við vímuefnavandanum sem felur m.a. í sér skaðaminnkandi nálgun. Í íslensku samfélagi höfum við nokkuð stóran hóp einstaklinga sem notar vímuefni að staðaldri. Í Frú Ragnheiði, sem þó þjónustar aðeins jaðarsettasta hópinn, leita um 600 einstaklingar árlega. Þetta eru einstaklingar sem eru heimilislausir og nota vímuefni í æð. Þetta er fólk sem stendur að mörgu leyti utan kerfis – fólk sem samkvæmt skilgreiningu löggjafans eru lögbrjótar – glæpamenn. Þetta kann að virðast léttvægt í eyrum einhverra en málið er hins vegar það að einstaklingur sem notar vímuefni að staðaldri upplifir stöðugan ótta. Ótta við að verið sé að fylgjast með honum, ótta við að löggan komi og taki af honum efnin, ótta við að hann sé að gera eitthvað rangt – alveg óháð því hvort svo er eða ekki. Þessi stöðugi ótti gerir það að verkum að einstaklingurinn upplifir sig aldrei öruggan – hann treystir ekki kerfinu. Einstaklingar í þessari stöðu leita ekki til viðbragðsaðila nema í fulla hnefana, þeir hringja ekki á lögregluna þegar þeir eru beittir ofbeldi, þeir hringja ekki á sjúkrabíl þegar eitthvað kemur upp á og þeir forðast það í lengstu lög að leita á heilbrigðisstofnanir. Ástæðan er einföld – þegar þú ert glæpamaður geturðu aldrei treyst á það hvaða viðbrögð þú færð frá viðbragðsaðilum – sumir eru skilningríkir en aðrir taka það alvarlega að refsa beri glæpamönnum, óháð aðstæðum. Þetta kann að hljóma kjánalega en eftir að hafa unnið bæði innan og utan kerfis í áratugi auk þess að hafa unnið mjög náið með einstaklingum með flókinn og þungan vímuefnavanda áttar maður sig fljótt á því hvert viðmótið sem mætir einstaklingum í þessari stöðu getur verið. Valdaójafnvægið er brjálæðislegt og mismununin allt um lykjandi jafnt innan stofnana sem utan. Þrátt fyrir jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, lög um réttindi sjúklinga og fleira og fleira þá er staðreyndin einfaldlega sú að einstaklingar í þessari stöðu fá ekki sömu þjónustu og þeir sem ekki nota vímuefni. Með því að afglæpavæða vörslu neysluskammta er vissulega ekki verið að leysa allan þann vanda sem vímuefnanotkun hefur í för með sér og að halda slíku fram er í besta falli kjánalegt. Það er hins vegar mikilvægt að hefjast handa – að leggja af stað í vegferð sem felur í sér bætt aðgengi að kerfinu og þjónustu þess, til handa einstaklingum sem eiga við þungan vímuefnavanda að stríða. Slíkt verður einungis gert með aukinni tiltrú hópsins á kerfið í heild sinni því þó svo að inni á milli séu vinaleg andlit hefur flestum þeirra verið mismunað frá fyrstu tíð af kerfinu í heild. Að lokum er vert að minnast á það að kallað hefur verið eftir skilgreiningum varðandi skammtastærðir við lagasetningu m.a. til að auðvelda lögreglu störf sín og hefur skortur á þessum skilgreiningum m.a. verið nefndur sem fyrirstaða þess að hægt sé að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtun. Í ljósi þess langar mig að benda á að í 3.mgr. 12.gr. V. Kafla í reglugerð no.170/2021 segir: „notanda er heimilit að hafa í vörslu sinni það magn ávana- og fíkniefna sem hann ætlar að neyta í neyslurýminu...“ Þetta er í hróplegu ósamræmi við það að ætla að taka málið af dagskrá og undirstrikar í raun mikilvægi þess að málið verði tekið fyrir, notendur fengnir að borðinu, skammtastærðir skilgreindar og lagabreytingu komið á. Ég skora á heilbrigðisráðherra, og ríkisstjórnina alla, að láta sig málið varða – að þora að taka slaginn og berjast fyrir mannréttindum þeirra sem minnst mega sín. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri skaðaminnkunarteymis Rauða krossins.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun