LeBron með 38 stig á gamla heimavellinum og segist aldrei hafa notið þess meira að spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2022 08:00 Gengi Los Angeles Lakers hefur ekki verið upp á marga fiska í vetur en LeBron James nýtur þess samt í botn að spila. getty/Jason Miller Þrátt fyrir að Los Angeles Lakers geti lítið er LeBron James að spila vel og segist aldrei hafa notið þess jafn mikið að spila körfubolta. LeBron skoraði 38 stig þegar Lakers vann hans gamla lið, Cleveland Cavaliers, 120-131, á útivelli í nótt. „Ég hef aldrei haft það betra. Leikurinn er svo fallegur hlutur,“ sagði LeBron eftir leikinn á gamla heimavellinum. „Mér gæti ekki verið meira sama um það sem er sagt um liðið okkar. Á þessu stigi ferilsins skipti ég mér ekki af því og það skiptir ekki máli. Ég nýt þess í botn að spila.“ Auk þess að skora 38 stig tók LeBron ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Hann hefur nú unnið sautján af átján leikjum sínum gegn Cleveland á ferlinum. Russell Westbrook átti óvenju góðan leik fyrir Lakers; skoraði tuttugu stig, gaf ellefu stoðsendingar og tapaði boltanum bara einu sinni. LeBron was IN HIS BAG, he went off for 38 points for the second straight game and added a triple-double for good measure! @KingJames: 38 PTS, 11 REB, 12 AST#LakeShow WIN pic.twitter.com/BYpX3LT027— NBA (@NBA) March 22, 2022 Þrátt fyrir að vera án Joels Embiid og James Harden vann Philadelphia 76ers góðan sigur á Miami Heat, 113-106, í uppgjöri tveggja efstu liða Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey skoraði 28 stig fyrir Sixers og Shake Milton tuttugu. Jimmy Butler var með 27 stig hjá Miami. Tyrese Maxey started the 4th-quarter with 15 points before coming up HUGE in the CLUTCH with 13 Q4 points and the game-sealing block!@TyreseMaxey: 28 PTS, 5 REB, 4 AST, 1 BLK pic.twitter.com/OPRdLSwjmu— NBA (@NBA) March 22, 2022 Kevin Durant skoraði 37 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Brooklyn Nets sigraði Utah Jazz, 114-106. Bruce Brown bætti 22 stigum við fyrir Brooklyn. Kevin Durant made 37 points look easy! He dropped 22 points in the second-half on 8/12 FGM to power the @BrooklynNets to the victory! #NetsWorld@KDTrey5: 37 PTS, 9 REB, 8 AST, 4 3PM pic.twitter.com/GTKU2NGcD5— NBA (@NBA) March 22, 2022 Úrslitin í nótt Cleveland 120-131 LA Lakers Philadelphia 113-106 Miami Brooklyn 114-106 Utah Charlotte 106-103 New Orleans Detroit 115-119 Portland Chicago 113-99 Toronto Houston 115-97 Washington Oklahoma 123-132 Boston Dallas 110-108 Minnesota NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
LeBron skoraði 38 stig þegar Lakers vann hans gamla lið, Cleveland Cavaliers, 120-131, á útivelli í nótt. „Ég hef aldrei haft það betra. Leikurinn er svo fallegur hlutur,“ sagði LeBron eftir leikinn á gamla heimavellinum. „Mér gæti ekki verið meira sama um það sem er sagt um liðið okkar. Á þessu stigi ferilsins skipti ég mér ekki af því og það skiptir ekki máli. Ég nýt þess í botn að spila.“ Auk þess að skora 38 stig tók LeBron ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Hann hefur nú unnið sautján af átján leikjum sínum gegn Cleveland á ferlinum. Russell Westbrook átti óvenju góðan leik fyrir Lakers; skoraði tuttugu stig, gaf ellefu stoðsendingar og tapaði boltanum bara einu sinni. LeBron was IN HIS BAG, he went off for 38 points for the second straight game and added a triple-double for good measure! @KingJames: 38 PTS, 11 REB, 12 AST#LakeShow WIN pic.twitter.com/BYpX3LT027— NBA (@NBA) March 22, 2022 Þrátt fyrir að vera án Joels Embiid og James Harden vann Philadelphia 76ers góðan sigur á Miami Heat, 113-106, í uppgjöri tveggja efstu liða Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey skoraði 28 stig fyrir Sixers og Shake Milton tuttugu. Jimmy Butler var með 27 stig hjá Miami. Tyrese Maxey started the 4th-quarter with 15 points before coming up HUGE in the CLUTCH with 13 Q4 points and the game-sealing block!@TyreseMaxey: 28 PTS, 5 REB, 4 AST, 1 BLK pic.twitter.com/OPRdLSwjmu— NBA (@NBA) March 22, 2022 Kevin Durant skoraði 37 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Brooklyn Nets sigraði Utah Jazz, 114-106. Bruce Brown bætti 22 stigum við fyrir Brooklyn. Kevin Durant made 37 points look easy! He dropped 22 points in the second-half on 8/12 FGM to power the @BrooklynNets to the victory! #NetsWorld@KDTrey5: 37 PTS, 9 REB, 8 AST, 4 3PM pic.twitter.com/GTKU2NGcD5— NBA (@NBA) March 22, 2022 Úrslitin í nótt Cleveland 120-131 LA Lakers Philadelphia 113-106 Miami Brooklyn 114-106 Utah Charlotte 106-103 New Orleans Detroit 115-119 Portland Chicago 113-99 Toronto Houston 115-97 Washington Oklahoma 123-132 Boston Dallas 110-108 Minnesota
Cleveland 120-131 LA Lakers Philadelphia 113-106 Miami Brooklyn 114-106 Utah Charlotte 106-103 New Orleans Detroit 115-119 Portland Chicago 113-99 Toronto Houston 115-97 Washington Oklahoma 123-132 Boston Dallas 110-108 Minnesota
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira