Varð margfaldur meistari í tveimur íþróttagreinum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 11:31 Ísold Sævarsdóttir með verðlaun sín fyrir að vera besti leikmaður bikarúrslitaleiks 10. flokks kvenna. Hún vann alls átta önnur verðlaun um helgina. KKÍ/Bára Dröfn Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið að gera hjá Ísold Sævarsdóttur um helgina. Þessi fimmtán ára stelpa safnaði þá að sér titlum í tveimur íþróttagreinum. Ísold er nefnilega bráðefnileg bæði í körfubolta sem og í frjálsum íþróttum. Um helgina hitti svo á að það voru bæði bikarúrslit hjá yngri flokkum körfuboltans sem og Meistaramót Íslands hjá 15 til 22 ára. Ísold er í Stjörnunni í körfuboltanum en keppir með FH í frjálsum íþróttum. Hún varð tvöfaldur bikarmeistari með Stjörnunni í körfuboltanum, fyrst í 9. flokki á laugardeginum og svo í 10. flokknum á sunnudeginum. Í 9. flokks leiknum þar sem Stjarnan vann Keflavík í úrslitaleiknum var Ísold með 12 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta. Ísold var síðan kosin besti leikmaður leiksins í 10. flokknum þar sem Stjarnan vann KR í úrslitaleik. Hún var þá með 18 stig, 8 stolna bolta og 6 stoðsendingar á þeim rúmu 19 mínútum sem hún spilaði. Ísold hafði einnig spilað með stúlknaflokki á föstudagskvöldinu þegar Stjarnan tapaði naumlega á móti Fjölni. Í þeim leik var hún með 14 stig, 9 fráköst, 6 stolna bolta og 4 stoðsendingar. Ísold safnaði líka gullverðlaunum á meistaramótinu í frjálsum íþróttum í hennar aldursflokki. Ísold vann alls fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Hún varð Íslandsmeistari stúlkna í 60 metra grindahlaupi, stangarstökki, þrístökki og 300 metra hlaupi. Hún fékk einnig silfurverðlaun í hástökki. Í 300 metra hlaupinu kom Ísold í mark á nýju mótsmeti þegar hún hljóp á 42,12 sekúndum. Ísold vann því samtals átta verðlaun um helgina, sex gullverðlaun og tvö silfurverðlaun. HSK/Selfoss varð Íslandsmeistarar félagsliða á Meistaramót Íslands 15-22 ára. Þau hlutu samtals 277,5 stig, sigruðu einn aldursflokk og unnu tíu gullverðlaun. Í öðru sæti var FH með 199 stig og Ármann í því þriðja með 192,5 stig. Fimm mótsmet voru sett um helgina: Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) Hástökk / 2,08 m / 18-19 ára Daníel Ingi Egilsson (FH) Þrístökk / 14,51 m / 20-22 ára Thomas Ari Arnarsson (Ármann) 600m / 1:32,95 mín. / 15 ára Ásta Dís Ingimarsdóttir (HSK/Selfoss) 600m / 1:55,38 mín. / 15 ára Ísold Sævarsdóttir (FH) 300m / 42,12 sek. / 15 ára Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Ísold er nefnilega bráðefnileg bæði í körfubolta sem og í frjálsum íþróttum. Um helgina hitti svo á að það voru bæði bikarúrslit hjá yngri flokkum körfuboltans sem og Meistaramót Íslands hjá 15 til 22 ára. Ísold er í Stjörnunni í körfuboltanum en keppir með FH í frjálsum íþróttum. Hún varð tvöfaldur bikarmeistari með Stjörnunni í körfuboltanum, fyrst í 9. flokki á laugardeginum og svo í 10. flokknum á sunnudeginum. Í 9. flokks leiknum þar sem Stjarnan vann Keflavík í úrslitaleiknum var Ísold með 12 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta. Ísold var síðan kosin besti leikmaður leiksins í 10. flokknum þar sem Stjarnan vann KR í úrslitaleik. Hún var þá með 18 stig, 8 stolna bolta og 6 stoðsendingar á þeim rúmu 19 mínútum sem hún spilaði. Ísold hafði einnig spilað með stúlknaflokki á föstudagskvöldinu þegar Stjarnan tapaði naumlega á móti Fjölni. Í þeim leik var hún með 14 stig, 9 fráköst, 6 stolna bolta og 4 stoðsendingar. Ísold safnaði líka gullverðlaunum á meistaramótinu í frjálsum íþróttum í hennar aldursflokki. Ísold vann alls fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Hún varð Íslandsmeistari stúlkna í 60 metra grindahlaupi, stangarstökki, þrístökki og 300 metra hlaupi. Hún fékk einnig silfurverðlaun í hástökki. Í 300 metra hlaupinu kom Ísold í mark á nýju mótsmeti þegar hún hljóp á 42,12 sekúndum. Ísold vann því samtals átta verðlaun um helgina, sex gullverðlaun og tvö silfurverðlaun. HSK/Selfoss varð Íslandsmeistarar félagsliða á Meistaramót Íslands 15-22 ára. Þau hlutu samtals 277,5 stig, sigruðu einn aldursflokk og unnu tíu gullverðlaun. Í öðru sæti var FH með 199 stig og Ármann í því þriðja með 192,5 stig. Fimm mótsmet voru sett um helgina: Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) Hástökk / 2,08 m / 18-19 ára Daníel Ingi Egilsson (FH) Þrístökk / 14,51 m / 20-22 ára Thomas Ari Arnarsson (Ármann) 600m / 1:32,95 mín. / 15 ára Ásta Dís Ingimarsdóttir (HSK/Selfoss) 600m / 1:55,38 mín. / 15 ára Ísold Sævarsdóttir (FH) 300m / 42,12 sek. / 15 ára
HSK/Selfoss varð Íslandsmeistarar félagsliða á Meistaramót Íslands 15-22 ára. Þau hlutu samtals 277,5 stig, sigruðu einn aldursflokk og unnu tíu gullverðlaun. Í öðru sæti var FH með 199 stig og Ármann í því þriðja með 192,5 stig. Fimm mótsmet voru sett um helgina: Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) Hástökk / 2,08 m / 18-19 ára Daníel Ingi Egilsson (FH) Þrístökk / 14,51 m / 20-22 ára Thomas Ari Arnarsson (Ármann) 600m / 1:32,95 mín. / 15 ára Ásta Dís Ingimarsdóttir (HSK/Selfoss) 600m / 1:55,38 mín. / 15 ára Ísold Sævarsdóttir (FH) 300m / 42,12 sek. / 15 ára
Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira