Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2022 12:53 Katrín Jakobsdóttir segir að alltaf hafi ríkt skilningur á því meðal bandalagsþjóða NATO að ekki væru gerðar sömu kröfur til Íslands sem einu herlausu þjóðarinnar innan bandalagsins um framlög og til hinna ríkjanna. Hér er forsætisráðherra á fundi með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í Brussel 2018. Getty Images/Dursun Aydemir Forsætis- og utanríkisráðherra segja koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum. Alltaf hafi ríkt skilningur á því innan NATO að framlög Íslendinga taki mið af því að þjóðin hafi engan her. Undanfarin misseri hefur verið þrýstingur á aðbandalagsþjóðir Atlantshafsbandalagsins auki framlög sín til hernaðarmála og hefur sá þrýstingur aukist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þjóðverjar hafa til að mynda ákveðið að verða við kröfunni um að auka framlögin upp í 2 prósent af landsframleiðslu sem verða þá mestu útgjöld þeirra til hermála frá því eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta hafa verið rætt lauslega í ríkisstjórn. „Við erum í raun og veru eina landið þar sem þetta á ekki við. Vegna þess að við erum eina landið (innan NATO) sem er herlaust. En það breytir ekki því að það kann að vera pólitísk ákvörðun að leggja meira í varnartengd verkefni. Sem gætu til að mynda verið netöryggismál, svona nýrri verkefni sem samrýmast því þar sem við höfum eitthvað fram að færa,“ segir Þórdís Kolbrún. Enda væru Íslendingar hvorki að framleiða vopn né fjölga hermönnum. Síðan gætu ýmis verefni eins og viðhaldsverkefni á vegum NATO ratað til Íslands í ljósi aukinna umsvifa bandalagsins sem væri þá ýmist fjármagnað af bandalaginu eða Bandaríkjunum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa ríki NATO ákveðið að auka enn frekar framlög sín til bandalagsins og til aðstoðar Úkraínumönnum.Vísir/AP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. „Innan Atlantshafsbandalagsins hefur alltaf ríkt mikill skilningur á okkar sérstöðu sem herlausrar þjóðar. Það hefur alltaf komið fram á öllum þeim fundum sem ég hef setið og átt með bæði forsvarsmönnum Atlantshafsbandalagsins og á leiðtogafundum. Það ríkir fullur skilningur á þeirri sérstöðu,“ segir forsætisráðherra. Hins vegar hafi Íslendingar lagt sitt að mörkum til bandalagsins en þá alltaf á borgaralegum forsendum. Hún og utanríkisráðherra hafi aftur á móti rætt hvernig mæta mætti því sem kallað væri fjölþátta ógnir. „Þar bera netöryggismálin kannski hæst til að mynda um þessar mundir.Þar sem við höfum aðeins verið að gefa í og höfum áhuga á að gera betur og auka okkar framlög til þessa málaflokks. Væri það í samstarfi við NATO, værum við að leggja eitthvað inn ísambandið sjálft eða erum við bara að hugsa um okkur í þessu samhengi? „Hluti af því væri ísamstarfi við Atlantshafsbandalagið því það rekur auðvitað miðlægar miðstöðvar í netöryggismálum. Þar sem við höfum verið að taka aukinn þátt á síðustu árum og höfum hug á að gera meira af því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið þrýstingur á aðbandalagsþjóðir Atlantshafsbandalagsins auki framlög sín til hernaðarmála og hefur sá þrýstingur aukist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þjóðverjar hafa til að mynda ákveðið að verða við kröfunni um að auka framlögin upp í 2 prósent af landsframleiðslu sem verða þá mestu útgjöld þeirra til hermála frá því eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir þetta hafa verið rætt lauslega í ríkisstjórn. „Við erum í raun og veru eina landið þar sem þetta á ekki við. Vegna þess að við erum eina landið (innan NATO) sem er herlaust. En það breytir ekki því að það kann að vera pólitísk ákvörðun að leggja meira í varnartengd verkefni. Sem gætu til að mynda verið netöryggismál, svona nýrri verkefni sem samrýmast því þar sem við höfum eitthvað fram að færa,“ segir Þórdís Kolbrún. Enda væru Íslendingar hvorki að framleiða vopn né fjölga hermönnum. Síðan gætu ýmis verefni eins og viðhaldsverkefni á vegum NATO ratað til Íslands í ljósi aukinna umsvifa bandalagsins sem væri þá ýmist fjármagnað af bandalaginu eða Bandaríkjunum. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa ríki NATO ákveðið að auka enn frekar framlög sín til bandalagsins og til aðstoðar Úkraínumönnum.Vísir/AP Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. „Innan Atlantshafsbandalagsins hefur alltaf ríkt mikill skilningur á okkar sérstöðu sem herlausrar þjóðar. Það hefur alltaf komið fram á öllum þeim fundum sem ég hef setið og átt með bæði forsvarsmönnum Atlantshafsbandalagsins og á leiðtogafundum. Það ríkir fullur skilningur á þeirri sérstöðu,“ segir forsætisráðherra. Hins vegar hafi Íslendingar lagt sitt að mörkum til bandalagsins en þá alltaf á borgaralegum forsendum. Hún og utanríkisráðherra hafi aftur á móti rætt hvernig mæta mætti því sem kallað væri fjölþátta ógnir. „Þar bera netöryggismálin kannski hæst til að mynda um þessar mundir.Þar sem við höfum aðeins verið að gefa í og höfum áhuga á að gera betur og auka okkar framlög til þessa málaflokks. Væri það í samstarfi við NATO, værum við að leggja eitthvað inn ísambandið sjálft eða erum við bara að hugsa um okkur í þessu samhengi? „Hluti af því væri ísamstarfi við Atlantshafsbandalagið því það rekur auðvitað miðlægar miðstöðvar í netöryggismálum. Þar sem við höfum verið að taka aukinn þátt á síðustu árum og höfum hug á að gera meira af því,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Netöryggi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Sjá meira