Tryggingafélagi gert að bæta Vegagerðinni tjón á vegi eftir að ekið var á kind Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2022 14:46 Frá Skagafirði. Slysið varð á F-vegi í Skagafirði þann 6. ágúst 2019 og lak þar olía úr bílnum á veginn eftir að ekið hafði verið á kind. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Sjóvá til að greiða Vegagerðinni um 173 þúsund krónur vegna tjóns á vegi sem varð í kjölfar bílslyss í Skagafirði. Deilt var um hvort að Sjóvá bæri að bæta Vegagerðinni tjón á þjóðvegi sem bíll, sem Sjóvá tryggði, olli í ágúst 2019. Bílnum hafði þar verið ekið á kind sem drapst, en við áreksturinn varð tjón á bílnum með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum og á veginn. Í dómnum segir að lögregla hafi óskað aðstoðar slökkviliðs við að hreinsa olíuna upp af veginum, en olía lak á veginn á fleiri en einum stað. Maðurinn sem átti bílinn var tryggður hjá Sjóvá. Grípa þurfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að mengun bærist út í umhverfið og hafði ákveðið að kalla til þar til bæra aðilar til þess að sjá um þrif á vettvangi. Sveitarfélagið Skagafjörður sendi Vegagerðinni svo reikning vegna hreinsunarinnar upp á rúmar 173 þúsund krónur, en Vegagerðin krafði Sjóvá svo um kostnaðinn með reikningi í desember 2019. Hafnaði að greiða reikninginn Sjóvá hafnaði þremur mánuðum síðan að greiða reikninginn með tölvupósti, sagði hreinsunarskylduna hvíla á Vegagerðinni, óháð því hver hefði séð um verkið og gæti því ekki komist hjá því að bera kostnaðinn. Vildi Sjóvá meina að skaðabótakrafa Vegagerðarinnar væri vegna almenns fjártjóns, en ekki munatjóns, og falli því ekki undir hlutlæga ábyrgðarreglu umferðarlaga. Það var hins vegar niðurstaða dómsins að tjón Vegagerðarinnar sem sem fólst í kostnaði við að hreinsa olíu og brak af þjóðveginum sé í raun munatjón. Á meðan olían væri á veginum sé hann skemmdur, ónothæfur, geti ekki gegnt hlutverki sínu þannig að vegfarendur séu öruggir. „Til þess að bæta úr þarf að hreinsa veginn. Kostnaður af því telst munatjón.“ Það falli því undir hlutlæga bótareglu umferðarlaga og þar sem bíllinn sem olli tjóninu sé tryggð hjá Sjóvá, bæri Sjóvá að bæta Vegagerðinni tjónið. Auk þess að greiða Vegagerðinni 173.577 krónur með dráttarvöxtum vegna hreinsunarinnar þá er Sjóvá einnig gert að greiða Vegagerðinni 700 þúsund krónur í málskostnað. Tryggingar Dómsmál Skagafjörður Vegagerð Dýr Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Deilt var um hvort að Sjóvá bæri að bæta Vegagerðinni tjón á þjóðvegi sem bíll, sem Sjóvá tryggði, olli í ágúst 2019. Bílnum hafði þar verið ekið á kind sem drapst, en við áreksturinn varð tjón á bílnum með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum og á veginn. Í dómnum segir að lögregla hafi óskað aðstoðar slökkviliðs við að hreinsa olíuna upp af veginum, en olía lak á veginn á fleiri en einum stað. Maðurinn sem átti bílinn var tryggður hjá Sjóvá. Grípa þurfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að mengun bærist út í umhverfið og hafði ákveðið að kalla til þar til bæra aðilar til þess að sjá um þrif á vettvangi. Sveitarfélagið Skagafjörður sendi Vegagerðinni svo reikning vegna hreinsunarinnar upp á rúmar 173 þúsund krónur, en Vegagerðin krafði Sjóvá svo um kostnaðinn með reikningi í desember 2019. Hafnaði að greiða reikninginn Sjóvá hafnaði þremur mánuðum síðan að greiða reikninginn með tölvupósti, sagði hreinsunarskylduna hvíla á Vegagerðinni, óháð því hver hefði séð um verkið og gæti því ekki komist hjá því að bera kostnaðinn. Vildi Sjóvá meina að skaðabótakrafa Vegagerðarinnar væri vegna almenns fjártjóns, en ekki munatjóns, og falli því ekki undir hlutlæga ábyrgðarreglu umferðarlaga. Það var hins vegar niðurstaða dómsins að tjón Vegagerðarinnar sem sem fólst í kostnaði við að hreinsa olíu og brak af þjóðveginum sé í raun munatjón. Á meðan olían væri á veginum sé hann skemmdur, ónothæfur, geti ekki gegnt hlutverki sínu þannig að vegfarendur séu öruggir. „Til þess að bæta úr þarf að hreinsa veginn. Kostnaður af því telst munatjón.“ Það falli því undir hlutlæga bótareglu umferðarlaga og þar sem bíllinn sem olli tjóninu sé tryggð hjá Sjóvá, bæri Sjóvá að bæta Vegagerðinni tjónið. Auk þess að greiða Vegagerðinni 173.577 krónur með dráttarvöxtum vegna hreinsunarinnar þá er Sjóvá einnig gert að greiða Vegagerðinni 700 þúsund krónur í málskostnað.
Tryggingar Dómsmál Skagafjörður Vegagerð Dýr Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira