Hansen hefur leikið sinn seinasta leik fyrir PSG | Fékk blóðtappa í lungun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. mars 2022 21:31 Mikkel Hansen hefur leikið sinn seinasta leik í treyju PSG. Mario Hommes/DeFodi Images via Getty Images Mikkel Hansen, einn af bestu handboltamönnum heims, hefur leikið sinn seinasta leik fyrir franska stórveldið PSG. Frá þessu er meðal annars greint á heimasíðu PSG, en Hansen gekkst undir aðgerð í Kaupmannahöfn í seinustu vegna brjóskskemmda í hné. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hansen gengst undir slíka aðgerð, en í þetta skipti fékk kappinn blóðtappa í lungun við aðgerðina. Upprunalega átti Hansen að vera frá keppni í fjórar til sex vikur eftir aðgerðina, en nú er ljóst að bataferlið verður eitthvað lengra en það. Hansen þarf að vera á blóðþynnandi lyfjum í allt að hálft ár. Hann mun því ekki geta snúið til baka áður en yfirstandandi tímabili lýkur og hefur því leikið sinn seinasta leik fyrir PSG. Hansen hefur verið hjá félaginu í tíu ár og með því hefur Hansen orðið franskur meistari átta sinnum, bikarmeistari fjórum sinnum og deildarbikarmeistari í þrígang. 🚨On aurait préféré vous annoncer autre chose ce soir 😔! https://t.co/qLWjoosRYF— PSG Handball (@psghand) March 22, 2022 Hansen heldur aftur til heimalandsins næsta haust, en hann gengur til liðs við Aron Pálmarsson og félaga í Álaborg fyrir næsta tímabil. Hann mun þó bíða með að hefja störf hjá Álaborgarliðinu þangað til 20. ágúst, en þá eru nákvæmlega tíu ár síðan hann gekk til liðs við PSG. Það mun gera það að verkum að Hansen fær vænan skattaafslátt við flutninginn heim. Franski handboltinn Danmörk Danski handboltinn Tengdar fréttir Hansen í aðgerð og eiginkonan heima þegar þjófar stálu gullúri Segja má að danska handboltastjarnan Mikkel Hansen og eiginkona hans, Stephanie Gundelach, hafi orðið fyrir tvöföldu áfalli á síðustu dögum. 15. mars 2022 16:31 Mikkel Hansen lengur í sumarfríinu sínu í ár til að fá skattaafslátt Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen fær vel borgað frá nýja félaginu sínu í Danmörku en það gerir honum líka greiða þegar kemur að því að kemur að því að gera upp við dönsk yfirvöld. 14. mars 2022 11:10 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Frá þessu er meðal annars greint á heimasíðu PSG, en Hansen gekkst undir aðgerð í Kaupmannahöfn í seinustu vegna brjóskskemmda í hné. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hansen gengst undir slíka aðgerð, en í þetta skipti fékk kappinn blóðtappa í lungun við aðgerðina. Upprunalega átti Hansen að vera frá keppni í fjórar til sex vikur eftir aðgerðina, en nú er ljóst að bataferlið verður eitthvað lengra en það. Hansen þarf að vera á blóðþynnandi lyfjum í allt að hálft ár. Hann mun því ekki geta snúið til baka áður en yfirstandandi tímabili lýkur og hefur því leikið sinn seinasta leik fyrir PSG. Hansen hefur verið hjá félaginu í tíu ár og með því hefur Hansen orðið franskur meistari átta sinnum, bikarmeistari fjórum sinnum og deildarbikarmeistari í þrígang. 🚨On aurait préféré vous annoncer autre chose ce soir 😔! https://t.co/qLWjoosRYF— PSG Handball (@psghand) March 22, 2022 Hansen heldur aftur til heimalandsins næsta haust, en hann gengur til liðs við Aron Pálmarsson og félaga í Álaborg fyrir næsta tímabil. Hann mun þó bíða með að hefja störf hjá Álaborgarliðinu þangað til 20. ágúst, en þá eru nákvæmlega tíu ár síðan hann gekk til liðs við PSG. Það mun gera það að verkum að Hansen fær vænan skattaafslátt við flutninginn heim.
Franski handboltinn Danmörk Danski handboltinn Tengdar fréttir Hansen í aðgerð og eiginkonan heima þegar þjófar stálu gullúri Segja má að danska handboltastjarnan Mikkel Hansen og eiginkona hans, Stephanie Gundelach, hafi orðið fyrir tvöföldu áfalli á síðustu dögum. 15. mars 2022 16:31 Mikkel Hansen lengur í sumarfríinu sínu í ár til að fá skattaafslátt Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen fær vel borgað frá nýja félaginu sínu í Danmörku en það gerir honum líka greiða þegar kemur að því að kemur að því að gera upp við dönsk yfirvöld. 14. mars 2022 11:10 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Hansen í aðgerð og eiginkonan heima þegar þjófar stálu gullúri Segja má að danska handboltastjarnan Mikkel Hansen og eiginkona hans, Stephanie Gundelach, hafi orðið fyrir tvöföldu áfalli á síðustu dögum. 15. mars 2022 16:31
Mikkel Hansen lengur í sumarfríinu sínu í ár til að fá skattaafslátt Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen fær vel borgað frá nýja félaginu sínu í Danmörku en það gerir honum líka greiða þegar kemur að því að kemur að því að gera upp við dönsk yfirvöld. 14. mars 2022 11:10