Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. mars 2022 07:02 Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. Þau áhrif eru ekki minni á skólagöngu ungra stúlkna, kvenna og annarra einstaklinga sem þjást af endó. Alvarleg endómetríósa hefur gríðarlega neikvæð áhrif á lífsgæði og virkni þeirra sem hana fá. Það er enn alvarlegra í ljósi þess að það tekur langan tíma að greina sjúkdóminn, 5 til 7 ár, og þó greining fáist er algerlega óvíst að endókonur geti fengið lækningu með skurðaðgerð og/eða lyfjagjöf. Lífshlaup Elsu Guðmundsdóttur var markað af glímunni við endómetríósis. Hún ritaði einu sinni um reynslu sína og lýsti lífi sínu sem slitróttu en glíman við endó hafði mikil áhrif á tækifæri hennar til náms og þátttöku á vinnumarkaði. Í grein árið 2014 skrifaði Elsa, m.a.: ,,Drífa sig, fara í vinnuna, brosa, vera hress. Taka meiri verkjalyf, loka skrifstofunni á meðan verstu verkirnir ganga yfir, leggjast fram á borðið, lúta líkamanum og bíða. Nú bankar einhver, rísa upp og brosa, ekki láta á sjá, ekki taka of marga veikindadaga, verð að standa mig, klára verkefnið, klára skýrsluna, bíta á jaxlinn og vinna í gegnum verkina. Alltaf veik, „hún er alltaf veik“, heyrist pískrað, líkaminn veikburða, veigalítill, „drífðu þig í líkamsrækt“, „farðu í göngutúra, það er svo hressandi“, sem í lauslegri þýðingu þýðir; hættu að væla, vertu ekki svona mikill aumingi, rífðu þig upp úr þessum vesaldóm.” Elsa féll frá árið 2019. Í hennar nafni hefur Elsusjóður - menntasjóður endókvenna verið stofnaður. Stofnframlag sjóðsins er dánargjöf hennar og stofnandi sjóðsins er Björgólfur Thorsteinsson eftirlifandi maki Elsu. Tilgangur Elsusjóðs er að veita námsstyrki til háskólanema sem eru með endómetríósu, til að draga úr hindrunum þeirra í námi vegna sjúkdómsins. Mig langar að nota þetta tækifæri og hvetja þau sem eru aflögufær, fólk og fyrirtæki, til að leggja þessu mikilvæga málefni lið. Samtök um endómetríósu, stofnandi sjóðsins og stjórnarkonur vona að Elsusjóður haldi minningu Elsu Guðmundsdóttur á lofti og bæti um leið lífsgæði háskólanema sem glíma við þennan illvíga sjúkdóm. Höfundur situr í stjórn Elsusjóðs – menntasjóðs endókvenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. Þau áhrif eru ekki minni á skólagöngu ungra stúlkna, kvenna og annarra einstaklinga sem þjást af endó. Alvarleg endómetríósa hefur gríðarlega neikvæð áhrif á lífsgæði og virkni þeirra sem hana fá. Það er enn alvarlegra í ljósi þess að það tekur langan tíma að greina sjúkdóminn, 5 til 7 ár, og þó greining fáist er algerlega óvíst að endókonur geti fengið lækningu með skurðaðgerð og/eða lyfjagjöf. Lífshlaup Elsu Guðmundsdóttur var markað af glímunni við endómetríósis. Hún ritaði einu sinni um reynslu sína og lýsti lífi sínu sem slitróttu en glíman við endó hafði mikil áhrif á tækifæri hennar til náms og þátttöku á vinnumarkaði. Í grein árið 2014 skrifaði Elsa, m.a.: ,,Drífa sig, fara í vinnuna, brosa, vera hress. Taka meiri verkjalyf, loka skrifstofunni á meðan verstu verkirnir ganga yfir, leggjast fram á borðið, lúta líkamanum og bíða. Nú bankar einhver, rísa upp og brosa, ekki láta á sjá, ekki taka of marga veikindadaga, verð að standa mig, klára verkefnið, klára skýrsluna, bíta á jaxlinn og vinna í gegnum verkina. Alltaf veik, „hún er alltaf veik“, heyrist pískrað, líkaminn veikburða, veigalítill, „drífðu þig í líkamsrækt“, „farðu í göngutúra, það er svo hressandi“, sem í lauslegri þýðingu þýðir; hættu að væla, vertu ekki svona mikill aumingi, rífðu þig upp úr þessum vesaldóm.” Elsa féll frá árið 2019. Í hennar nafni hefur Elsusjóður - menntasjóður endókvenna verið stofnaður. Stofnframlag sjóðsins er dánargjöf hennar og stofnandi sjóðsins er Björgólfur Thorsteinsson eftirlifandi maki Elsu. Tilgangur Elsusjóðs er að veita námsstyrki til háskólanema sem eru með endómetríósu, til að draga úr hindrunum þeirra í námi vegna sjúkdómsins. Mig langar að nota þetta tækifæri og hvetja þau sem eru aflögufær, fólk og fyrirtæki, til að leggja þessu mikilvæga málefni lið. Samtök um endómetríósu, stofnandi sjóðsins og stjórnarkonur vona að Elsusjóður haldi minningu Elsu Guðmundsdóttur á lofti og bæti um leið lífsgæði háskólanema sem glíma við þennan illvíga sjúkdóm. Höfundur situr í stjórn Elsusjóðs – menntasjóðs endókvenna
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar