Mannúð og friður Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2022 07:30 Ísland er um margt sérstæður staður, við eigum okkur enga eiginlega nágranna, engin landamæri að stærri þjóð sem ógnar öryggi okkar á þann hátt sem fólk á meginlandinu þarf að búa við. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt, þegar þjóðríki þessa heims taka upp vopn og ráðast inn í annað land, að við finnum okkur máttvana. Við eigum ekki sprengjur eða vopn, við erum ekki með her. Það er í mínum huga fagnaðarerindi að við viljum leggja okkar á vogaskálarnar og það er mikilvægt að við finnum kröftum okkar viðnám og beinum viljanum til að hjálpa í rétta átt. Fyrir herlausa þjóð þýðir það að veita mannúðaraðstoð, taka á móti flóttafólki og aðstoða á hvern þann hátt sem við best getum. Á þann hátt nýtum við styrkleika okkar eins og við best kunnum og höfum gert þegar hörmungar hafa dunið á víðsvegar um heiminn. Stríðið sem nú geisar í Úkraínu af hálfu Rússneskra stjórnvalda hefur verið vatn á myllu hernaðarsinna hér á landi, það hefur engum dulist. Umræðan er á alla vegu, um NATÓ, um netöryggisógnir og um þjóðaröryggisstefnu Íslendinga. Allt borið fram í einum graut og engu nær en að víglínan standi hér rétt við þröskuldinn hjá okkur. Það er þessi tilhneiging að finna lægsta samnefnara, finna punktinn sem að má ýta á sem að snertir okkur öll. Þannig má fjalla um netöryggismál vegna stríðsins í Úkraínu af því að það er snertiflötur Íslendinga við stríðið, það er möguleg þjóðarógn, eða hvað? Það var á síðasta kjörtímabili að öryggishugtakið í þjóðaröryggisstefnu Íslendinga var útvíkkað, kaldhæðnislega á vakt VG. Það er þó ekki gert til að koma hér upp varnarliði eða skjóta rakettum, það var til þess að ná utan um öryggisógnir sem þessar. Það er einmitt til stefna um netöryggismál, hvernig við komum vörnum við ef innviðum landsins er raunverulega ógnað. Ógnir sem við þurfum að vera meðvituð um og viðbúin öllum stundum snúa að veðri og vindum, að jarðskjálftum og hinum ýmsu sviðsmyndum loftslagsvár. Hræðsluáróður og útúrsnúningar á stöðu stríðs í Úkraínu til þess að rökstyðja aðildarviðræður við Evrópusambandið eða gefa eftir okkar herlausa landsvæði til uppbygginga fyrir NATO á ekki að viðgangast. Við ættum heldur að klára að friðlýsa íslenska landhelgi fyrir kjarnavopnum - og alltaf og alls staðar tala fyrir mannúð og friði. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er um margt sérstæður staður, við eigum okkur enga eiginlega nágranna, engin landamæri að stærri þjóð sem ógnar öryggi okkar á þann hátt sem fólk á meginlandinu þarf að búa við. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt, þegar þjóðríki þessa heims taka upp vopn og ráðast inn í annað land, að við finnum okkur máttvana. Við eigum ekki sprengjur eða vopn, við erum ekki með her. Það er í mínum huga fagnaðarerindi að við viljum leggja okkar á vogaskálarnar og það er mikilvægt að við finnum kröftum okkar viðnám og beinum viljanum til að hjálpa í rétta átt. Fyrir herlausa þjóð þýðir það að veita mannúðaraðstoð, taka á móti flóttafólki og aðstoða á hvern þann hátt sem við best getum. Á þann hátt nýtum við styrkleika okkar eins og við best kunnum og höfum gert þegar hörmungar hafa dunið á víðsvegar um heiminn. Stríðið sem nú geisar í Úkraínu af hálfu Rússneskra stjórnvalda hefur verið vatn á myllu hernaðarsinna hér á landi, það hefur engum dulist. Umræðan er á alla vegu, um NATÓ, um netöryggisógnir og um þjóðaröryggisstefnu Íslendinga. Allt borið fram í einum graut og engu nær en að víglínan standi hér rétt við þröskuldinn hjá okkur. Það er þessi tilhneiging að finna lægsta samnefnara, finna punktinn sem að má ýta á sem að snertir okkur öll. Þannig má fjalla um netöryggismál vegna stríðsins í Úkraínu af því að það er snertiflötur Íslendinga við stríðið, það er möguleg þjóðarógn, eða hvað? Það var á síðasta kjörtímabili að öryggishugtakið í þjóðaröryggisstefnu Íslendinga var útvíkkað, kaldhæðnislega á vakt VG. Það er þó ekki gert til að koma hér upp varnarliði eða skjóta rakettum, það var til þess að ná utan um öryggisógnir sem þessar. Það er einmitt til stefna um netöryggismál, hvernig við komum vörnum við ef innviðum landsins er raunverulega ógnað. Ógnir sem við þurfum að vera meðvituð um og viðbúin öllum stundum snúa að veðri og vindum, að jarðskjálftum og hinum ýmsu sviðsmyndum loftslagsvár. Hræðsluáróður og útúrsnúningar á stöðu stríðs í Úkraínu til þess að rökstyðja aðildarviðræður við Evrópusambandið eða gefa eftir okkar herlausa landsvæði til uppbygginga fyrir NATO á ekki að viðgangast. Við ættum heldur að klára að friðlýsa íslenska landhelgi fyrir kjarnavopnum - og alltaf og alls staðar tala fyrir mannúð og friði. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun