Börsungar unnu þrjá El Clásico á aðeins tíu dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 16:01 Börsungar fögnuðu þremur sigrum á erkifjendunum í Real Madrid á rúmri viku. getty/Quality Sport Images/MANU REINO/Anadolu Agency Síðustu dagar hafa verið góðir hjá Barcelona, bæði karla- og kvennaliðum félagsins í fótbolta. Þau unnu meðal annars þrjá sigra á erkifjendunum í Real Madrid. Barcelona vann 1-3 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Madrídingar náðu forystunni með marki Olgu García Carmona á 8. mínútu og voru yfir í hálfleik. En í seinni hálfleik tóku Börsungar öll völd á vellinum. Alexia Putellas, besta fótboltakona heims, jafnaði með marki úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og þegar tíu mínútur voru eftir kom Claudia Pina gestunum yfir. Putellas skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Barcelona í uppbótartíma. Barcelona er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á Nývangi í næstu viku. Uppselt er á leikinn en búist er við því að 85 þúsund verði á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IKTsCRLt2x0">watch on YouTube</a> Þetta var annar sigur kvennaliðs Barcelona á Real Madrid á tíu dögum. Þann 13. mars rústuðu Börsungar Madrídingum á heimavelli, 5-0. Á sunudaginn vann karlalið Barcelona svo Real Madrid, 0-4, á Santiago Bernabéu. Þetta var fyrsti sigur Barcelona á Real Madrid í sex leikjum. Börsungar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og virðast svo sannarlega vera komnir til baka undir stjórn Xavis. Barcelona hefur því unnið þrjá leiki gegn Real Madrid á tíu dögum með markatölunni 12-1. Kvennalið Barcelona hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu, 24 í deild, tvo í bikar, tvo í ofurbikar og sjö í Meistaradeild. Barcelona vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili og þykir líklegt til að endurtaka leikinn í ár. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Barcelona vann 1-3 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Madrídingar náðu forystunni með marki Olgu García Carmona á 8. mínútu og voru yfir í hálfleik. En í seinni hálfleik tóku Börsungar öll völd á vellinum. Alexia Putellas, besta fótboltakona heims, jafnaði með marki úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og þegar tíu mínútur voru eftir kom Claudia Pina gestunum yfir. Putellas skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Barcelona í uppbótartíma. Barcelona er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á Nývangi í næstu viku. Uppselt er á leikinn en búist er við því að 85 þúsund verði á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IKTsCRLt2x0">watch on YouTube</a> Þetta var annar sigur kvennaliðs Barcelona á Real Madrid á tíu dögum. Þann 13. mars rústuðu Börsungar Madrídingum á heimavelli, 5-0. Á sunudaginn vann karlalið Barcelona svo Real Madrid, 0-4, á Santiago Bernabéu. Þetta var fyrsti sigur Barcelona á Real Madrid í sex leikjum. Börsungar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og virðast svo sannarlega vera komnir til baka undir stjórn Xavis. Barcelona hefur því unnið þrjá leiki gegn Real Madrid á tíu dögum með markatölunni 12-1. Kvennalið Barcelona hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu, 24 í deild, tvo í bikar, tvo í ofurbikar og sjö í Meistaradeild. Barcelona vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili og þykir líklegt til að endurtaka leikinn í ár.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira