ESA vísar þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 12:46 Skrifstofur EFTA eru til húsa í Brussel. EFTA Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ætlar að vísa þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins vegna tafa á innleiðingu 37 gerða á sviði fjármálaþjónustu. Gerðirnar eru hluti regluverks á sviði banka- og verðbréfamarkaðar. Fram kemur í tilkynningu frá ESA að gerðirnar séu hluti regluverðs innri markaðar fyrir fjármálaþjónustu sem Íslandi bar skylda til að innleiða í lög innan tilskilinna tímamarka til að tryggja að sömu reglur gildu á öllu EES-svæðinu. Frestir Íslands til að tryggja að gerðirnar yrðu hluti íslensks réttar runnu út 3. desember 2019, 1. janúar 2020 og 7. febrúar 2020. Um er að ræða 22 gerðir á sviði regluverks fyrir markaði fyrir fjármálagerninga, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka. Sendu álit síðasta sumar Að sögn ESA sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstudd álit sumarið 2021 þar sem farið var fram á að Ísland innleiddi viðkomandi gerðir. Ákveðið hafi verið að vísa þremur málum vegna þeirra til EFTA-dómstólsins í ljósi þess að innleiðing þeirra hafi ekki enn átt sér stað. „Innleiðing EES-reglna í landsrétt innan tímamarka skiptir miklu máli fyrir innri markaðinn og stuðlar að traustari, gagnsærri og skilvirkari fjármálaþjónustu. Það er hlutverk ESA að tryggja að EES EFTA ríkin sinni þessari skyldu svo að fólk og fyrirtæki geti notið þess ávinnings sem fylgir Evrópska efnahagssvæðinu,“ er haft eftir Stefan Barriga, stjórnarmanni ESA. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að áætlanir séu um að búið verði að ljúka innleiðingu gerðanna um mitt þetta ár. Íslensk stjórnvöld hafi ekki efnislegar athugasemdir við Evrópugerðirnar en innleiðing hafi dregist af ólíkum ástæðum. Uppfært kl. 17.35 með tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Utanríkismál Íslenskir bankar EFTA Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ESA að gerðirnar séu hluti regluverðs innri markaðar fyrir fjármálaþjónustu sem Íslandi bar skylda til að innleiða í lög innan tilskilinna tímamarka til að tryggja að sömu reglur gildu á öllu EES-svæðinu. Frestir Íslands til að tryggja að gerðirnar yrðu hluti íslensks réttar runnu út 3. desember 2019, 1. janúar 2020 og 7. febrúar 2020. Um er að ræða 22 gerðir á sviði regluverks fyrir markaði fyrir fjármálagerninga, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka. Sendu álit síðasta sumar Að sögn ESA sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstudd álit sumarið 2021 þar sem farið var fram á að Ísland innleiddi viðkomandi gerðir. Ákveðið hafi verið að vísa þremur málum vegna þeirra til EFTA-dómstólsins í ljósi þess að innleiðing þeirra hafi ekki enn átt sér stað. „Innleiðing EES-reglna í landsrétt innan tímamarka skiptir miklu máli fyrir innri markaðinn og stuðlar að traustari, gagnsærri og skilvirkari fjármálaþjónustu. Það er hlutverk ESA að tryggja að EES EFTA ríkin sinni þessari skyldu svo að fólk og fyrirtæki geti notið þess ávinnings sem fylgir Evrópska efnahagssvæðinu,“ er haft eftir Stefan Barriga, stjórnarmanni ESA. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að áætlanir séu um að búið verði að ljúka innleiðingu gerðanna um mitt þetta ár. Íslensk stjórnvöld hafi ekki efnislegar athugasemdir við Evrópugerðirnar en innleiðing hafi dregist af ólíkum ástæðum. Uppfært kl. 17.35 með tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Utanríkismál Íslenskir bankar EFTA Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira