Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2022 20:05 Óskar Reykdalsson forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir fólk smita mest þegar það er lasið. Vísir/Vilhelm Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að mikið hafi verið haft samband við heilsugæsluna síðustu daga og árlega inflúensan virðist ganga yfir samfélagið af fullum krafti. „Inflúensan er svolítið svona hröð veikindi, maður fær háan hita, höfuðverk, vöðvaverki og beinverki sem að koma tiltölulega snögglega. Á meðan að flestar öndunarsýkingar aðrar koma svona hægar inn,“ segir Óskar. Best að halda sig heima Óskar segir að bólusetningar gegn inflúensu hafi hafist í haust en keyptir voru 95 þúsund skammtar til landsins. Bólusettir séu nú um 68 þúsund manns og Óskar segir að nóg sé til af bóluefni: „Maður er í sjálfu sér ekkert of seinn að fara í inflúensubólusetningu á meðan maður er ekki útsettur fyrir smiti.“ Óskar mælir með því að fólk haldi sig heima ef það er veikt, sama hver ástæðan sé. Ef veikindin eru hefðbundin, og fólk finnur ekki fyrir alvarlegum veikindaeinkennum, er einfaldlega best að halda sig til hlés og hvílast. Inflúensan smitist með úðasmiti og snertismiti, líkt og kórónuveiran, og fólk sé mest smitandi á meðan það er lasið. „Langoftast er þetta bara þannig að maður lætur þetta ganga yfir. Fólk er svona meðvitaðra um sýkingar núna, þannig að við sjáum að það er mjög mikið álag á öllum vaktstöðvum og þá sérstaklega held ég vegna þess að fólk er bara svo meðvitað um sýkingar. Það er oft að leita álits á einkennum, hvort þetta sé eitthvað alvarlegt,“ segir Óskar. Með alvarlegum veikindum á hann við meðvitundarskerðingu, mikla erfiðleika við öndun eða önnur óhefðbundin flensueinkenni. Milli tvö og þrjú þúsund hafi samband Óskar segir að heilbrigðiskerfið finni vel fyrir inflúensunni. „Við erum að taka bara á upplýsingamiðstöðinni að afgreiða 1300-1500 manns á dag og það er fyrir utan allar heilsugæslustöðvar á landinu og 1700 númerið. Þannig að fólk með öndunarfærasýkingar er að hringja til okkar og hafa samband við heilsugæsluna í landinu - örugglega tvö eða þrjú þúsund manns á dag,“ segir Óskar. Ráðin til almennings eru einföld: „Fara varlega, fara vel með sig þegar maður veikist. Maður drekkur vatn og hvílir sig og það þýðir ekkert að reyna á sig eða pína sig í vinnu þegar maður er lasinn. Það er bara að jafna sig og þá gengur þetta yfir í langflestum tilvikum.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar Reykdal. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að mikið hafi verið haft samband við heilsugæsluna síðustu daga og árlega inflúensan virðist ganga yfir samfélagið af fullum krafti. „Inflúensan er svolítið svona hröð veikindi, maður fær háan hita, höfuðverk, vöðvaverki og beinverki sem að koma tiltölulega snögglega. Á meðan að flestar öndunarsýkingar aðrar koma svona hægar inn,“ segir Óskar. Best að halda sig heima Óskar segir að bólusetningar gegn inflúensu hafi hafist í haust en keyptir voru 95 þúsund skammtar til landsins. Bólusettir séu nú um 68 þúsund manns og Óskar segir að nóg sé til af bóluefni: „Maður er í sjálfu sér ekkert of seinn að fara í inflúensubólusetningu á meðan maður er ekki útsettur fyrir smiti.“ Óskar mælir með því að fólk haldi sig heima ef það er veikt, sama hver ástæðan sé. Ef veikindin eru hefðbundin, og fólk finnur ekki fyrir alvarlegum veikindaeinkennum, er einfaldlega best að halda sig til hlés og hvílast. Inflúensan smitist með úðasmiti og snertismiti, líkt og kórónuveiran, og fólk sé mest smitandi á meðan það er lasið. „Langoftast er þetta bara þannig að maður lætur þetta ganga yfir. Fólk er svona meðvitaðra um sýkingar núna, þannig að við sjáum að það er mjög mikið álag á öllum vaktstöðvum og þá sérstaklega held ég vegna þess að fólk er bara svo meðvitað um sýkingar. Það er oft að leita álits á einkennum, hvort þetta sé eitthvað alvarlegt,“ segir Óskar. Með alvarlegum veikindum á hann við meðvitundarskerðingu, mikla erfiðleika við öndun eða önnur óhefðbundin flensueinkenni. Milli tvö og þrjú þúsund hafi samband Óskar segir að heilbrigðiskerfið finni vel fyrir inflúensunni. „Við erum að taka bara á upplýsingamiðstöðinni að afgreiða 1300-1500 manns á dag og það er fyrir utan allar heilsugæslustöðvar á landinu og 1700 númerið. Þannig að fólk með öndunarfærasýkingar er að hringja til okkar og hafa samband við heilsugæsluna í landinu - örugglega tvö eða þrjú þúsund manns á dag,“ segir Óskar. Ráðin til almennings eru einföld: „Fara varlega, fara vel með sig þegar maður veikist. Maður drekkur vatn og hvílir sig og það þýðir ekkert að reyna á sig eða pína sig í vinnu þegar maður er lasinn. Það er bara að jafna sig og þá gengur þetta yfir í langflestum tilvikum.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar Reykdal.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?