Herkastalinn var byggður árið 1916 og eru rúmir 1400 fermetrar að stærð. Í kaupsamningi er húsinu lýst sem steinsteyptu gistihúsi á fjórum hæðum auk kjallara og rislofts.
Seljandi Herkastalans er félagið Kastali fasteignafélag ehf. sem er í eigu sjóðs í rekstri hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA. Fasteignafélagið keypti húsið á 630 milljónir árið 2016.
Hinir nýju eigendur hyggjast reka hótel og veitingastað í Herkastalanum. Húsið verður endurnýjað „í samræmi við nútímakröfur“ en haldið í upprunalegt útlit og skipulag.
Í tilkynningu frá kaupanda segir að á jarðhæð verði móttaka og veitingasala auk þess sem veislusalur hússins verði notaður undir veitingastarfsemi, viðburði og þjónustu.