Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt Þorstenn Hjálmsson skrifar 23. mars 2022 23:10 Patrekur var langt í frá sáttur eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð þegar liðið tapaði 30-27 á heimavelli gegn Gróttu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar fannst lið sitt spila nokkuð vel í fyrri hálfleik en missa sjálfstraustið í þeim síðari. „Fyrri hálfleikur 18-18, sóknarleikurinn mjög góður. Gott flot, héldum skipulagi, markvarslan ekkert sérstök en varnarlega hefðum við getað verið fastari. Það breyttist aðeins eftir að Hrannar kom inn. Það sem náttúrulega gerist í byrjun seinni hálfleiks, fimm núll kafli eða eitthvað og þá er bara svolítið eins og menn fari inn í sig og ekki í fyrsta skipti núna að menn svona verði pínu litlir og það er vandamálið og síðan erum við að elta og prófum ýmislegt varnarlega. Fáum kannski aðeins betri markvörslu, en bara það er ekki nóg. Hrannar Bragi var sterkur í dag, var með mikið sjálfstraust og áræðni en aðrir, útilínan var bara týnd.“ „Við lágum svoleiðis yfir síðustu tveimur leikjum hjá Gróttu, við höfðum nægan tíma, það eru engar afsakanir. Andinn þannig séð, strákarnir hafa æft vel en auðvitað þegar þú ert inn á handboltavelli þá þarftu bara að vera klár í kollinum og það er ástæðan fyrir því að við gefum eftir. Að menn fara svolítið að hörfa, fara að fá einhver dripl og eitthvað svona kjaftæði og það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í. Ég ber ábyrgð á liðinu alltaf og þetta er bara pakki og maður verður að taka því þegar það er mótlæti og við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu. Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt.“ Aðspurður hvort Stjarnan fari í úrslitakeppnina svaraði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar því játandi. „Já, klárlega. Þetta snýst um hvar þú ert á endanum og við vorum með 24-25 stig í fyrra. Stjarnan hefur yfirleitt verið að enda í kringum 18-20 stig og við erum með 18 núna og við getum náð betra en það. Það er ekki eins og Stjarnan hafi alltaf verið í topp fjórum hérna síðustu árin. Ég veit það samt að það eru bara ákveðnir leikmenn sem ég geri kröfu um að þeir verði bara að vera meiri naglar og meiri kallar inn á vellinum. Þeir eru allir í fínu standi og æfa vel og eru að sinna þessu, en í handbolta þá þarftu bara að vera klár. Það eru vonbrigði hvernig við höfum verið að spila núna á þessu ári og ég man ekki eftir að hafa lent í svona tapseríu, en við getum alveg náð góðum úrslitum enn þá. Það eru fjórir leikir eftir og ég fer ekkert að skæla yfir þessu. Ég bara held áfram að greina andstæðingana, vera með góðar æfingar og styðja strákana og við snúum þessu við.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn FH. „Leggst vel í mig. Alltaf gaman að spila í Kaplakrika og þeir eru með hörku lið.“ „Ég þekki það að vinna og ætla ekkert að vera væla núna. Nú er bara að halda áfram og styðja strákana og finna lausnir. Við vitum allir að við getum gert betur. En þegar leikir eru þá ertu bara í prófi og þá þarftu bara að vera kúl og hafa trú á sjálfum þér og horfa á markið og skora og skjóta.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Sjá meira
„Fyrri hálfleikur 18-18, sóknarleikurinn mjög góður. Gott flot, héldum skipulagi, markvarslan ekkert sérstök en varnarlega hefðum við getað verið fastari. Það breyttist aðeins eftir að Hrannar kom inn. Það sem náttúrulega gerist í byrjun seinni hálfleiks, fimm núll kafli eða eitthvað og þá er bara svolítið eins og menn fari inn í sig og ekki í fyrsta skipti núna að menn svona verði pínu litlir og það er vandamálið og síðan erum við að elta og prófum ýmislegt varnarlega. Fáum kannski aðeins betri markvörslu, en bara það er ekki nóg. Hrannar Bragi var sterkur í dag, var með mikið sjálfstraust og áræðni en aðrir, útilínan var bara týnd.“ „Við lágum svoleiðis yfir síðustu tveimur leikjum hjá Gróttu, við höfðum nægan tíma, það eru engar afsakanir. Andinn þannig séð, strákarnir hafa æft vel en auðvitað þegar þú ert inn á handboltavelli þá þarftu bara að vera klár í kollinum og það er ástæðan fyrir því að við gefum eftir. Að menn fara svolítið að hörfa, fara að fá einhver dripl og eitthvað svona kjaftæði og það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í. Ég ber ábyrgð á liðinu alltaf og þetta er bara pakki og maður verður að taka því þegar það er mótlæti og við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu. Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt.“ Aðspurður hvort Stjarnan fari í úrslitakeppnina svaraði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar því játandi. „Já, klárlega. Þetta snýst um hvar þú ert á endanum og við vorum með 24-25 stig í fyrra. Stjarnan hefur yfirleitt verið að enda í kringum 18-20 stig og við erum með 18 núna og við getum náð betra en það. Það er ekki eins og Stjarnan hafi alltaf verið í topp fjórum hérna síðustu árin. Ég veit það samt að það eru bara ákveðnir leikmenn sem ég geri kröfu um að þeir verði bara að vera meiri naglar og meiri kallar inn á vellinum. Þeir eru allir í fínu standi og æfa vel og eru að sinna þessu, en í handbolta þá þarftu bara að vera klár. Það eru vonbrigði hvernig við höfum verið að spila núna á þessu ári og ég man ekki eftir að hafa lent í svona tapseríu, en við getum alveg náð góðum úrslitum enn þá. Það eru fjórir leikir eftir og ég fer ekkert að skæla yfir þessu. Ég bara held áfram að greina andstæðingana, vera með góðar æfingar og styðja strákana og við snúum þessu við.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn FH. „Leggst vel í mig. Alltaf gaman að spila í Kaplakrika og þeir eru með hörku lið.“ „Ég þekki það að vinna og ætla ekkert að vera væla núna. Nú er bara að halda áfram og styðja strákana og finna lausnir. Við vitum allir að við getum gert betur. En þegar leikir eru þá ertu bara í prófi og þá þarftu bara að vera kúl og hafa trú á sjálfum þér og horfa á markið og skora og skjóta.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Sjá meira