Töpuðu fyrir vængbrotnum Stríðsmönnum og rifust á hliðarlínunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2022 08:31 Erik Spoelstra og Jimmy Butler öskruðu á hvorn annan í leikhléi. getty/Eric Espada Þrátt fyrir að vera án fjölmargra lykilmanna vann Golden State Warriors efsta lið Austurdeildarinnar, Miami Heat, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 104-118. Stephen Curry er meiddur og Steve Kerr hvíldi einnig Klay Thompson, Draymond Green og Otto Porter gegn Miami í nótt. En það kom ekki að sök. Mótlætið fór í taugarnar á Miami-mönnum sem rifust í leikhléi eftir 19-0 byrjun Golden State í seinni hálfleik. Jimmy Butler og þjálfarinn Erik Spoelstra áttu í orðaskiptum og Butler reifst svo við Udonis Haslem. Jordan Poole skoraði þrjátíu stig fyrir Golden State og þeir Jonathan Kuminga, Andrew Wiggins og Damion Lee 22 stig hver. Kyle Lowry skoraði 26 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 25 stig. Jordan Poole's 11th straight game with 20+ points powers the @warriors to victory! 30 PTS | 9 AST (career high) | 7 3PM pic.twitter.com/yU84H18Ah7— NBA (@NBA) March 24, 2022 LeBron James lék ekki með Los Angeles Lakers þegar liðið tapaði fyrir Philadelphia 76ers á heimavelli, 121-126. Joel Embiid skoraði þrjátíu stig fyrir Sixers og James Harden 24. Philadelphia er í 2. sæti Austurdeildarinnar og er aðeins tveimur sigrum frá efsta sætinu. @JoelEmbiid does it on both ends in the @sixers win!30 points10 rebounds3 steals3 blocks pic.twitter.com/0zWHncuWFe— NBA (@NBA) March 24, 2022 Gott gengi Boston Celtics hélt áfram þegar liðið sigraði Utah Jazz, 125-97. Þetta var fimmti sigur Boston í röð og níundi sigurinn í síðustu tíu leikjum. Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 26 stig hvor fyrir Boston. Donovan Mitchell var langstigahæstur í liði Utah með 37 stig. Another great game for @FCHWPO Check out our @gatorade Player of the Game pic.twitter.com/pngNhQt4nj— Boston Celtics (@celtics) March 24, 2022 Úrslitin í nótt Miami 104-118 Golden State LA Lakers 121-126 Philadelphia Boston 125-97 Utah Charlotte 106-121 NY Knicks Detroit 122-101 Atlanta Indiana 109-110 Sacramento Memphis 132-120 Brooklyn Minnesota 116-125 Phoenix Oklahoma 118-102 Orlando Dallas 110-91 Houston Portland 96-133 San Antonio NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Stephen Curry er meiddur og Steve Kerr hvíldi einnig Klay Thompson, Draymond Green og Otto Porter gegn Miami í nótt. En það kom ekki að sök. Mótlætið fór í taugarnar á Miami-mönnum sem rifust í leikhléi eftir 19-0 byrjun Golden State í seinni hálfleik. Jimmy Butler og þjálfarinn Erik Spoelstra áttu í orðaskiptum og Butler reifst svo við Udonis Haslem. Jordan Poole skoraði þrjátíu stig fyrir Golden State og þeir Jonathan Kuminga, Andrew Wiggins og Damion Lee 22 stig hver. Kyle Lowry skoraði 26 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 25 stig. Jordan Poole's 11th straight game with 20+ points powers the @warriors to victory! 30 PTS | 9 AST (career high) | 7 3PM pic.twitter.com/yU84H18Ah7— NBA (@NBA) March 24, 2022 LeBron James lék ekki með Los Angeles Lakers þegar liðið tapaði fyrir Philadelphia 76ers á heimavelli, 121-126. Joel Embiid skoraði þrjátíu stig fyrir Sixers og James Harden 24. Philadelphia er í 2. sæti Austurdeildarinnar og er aðeins tveimur sigrum frá efsta sætinu. @JoelEmbiid does it on both ends in the @sixers win!30 points10 rebounds3 steals3 blocks pic.twitter.com/0zWHncuWFe— NBA (@NBA) March 24, 2022 Gott gengi Boston Celtics hélt áfram þegar liðið sigraði Utah Jazz, 125-97. Þetta var fimmti sigur Boston í röð og níundi sigurinn í síðustu tíu leikjum. Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 26 stig hvor fyrir Boston. Donovan Mitchell var langstigahæstur í liði Utah með 37 stig. Another great game for @FCHWPO Check out our @gatorade Player of the Game pic.twitter.com/pngNhQt4nj— Boston Celtics (@celtics) March 24, 2022 Úrslitin í nótt Miami 104-118 Golden State LA Lakers 121-126 Philadelphia Boston 125-97 Utah Charlotte 106-121 NY Knicks Detroit 122-101 Atlanta Indiana 109-110 Sacramento Memphis 132-120 Brooklyn Minnesota 116-125 Phoenix Oklahoma 118-102 Orlando Dallas 110-91 Houston Portland 96-133 San Antonio
Miami 104-118 Golden State LA Lakers 121-126 Philadelphia Boston 125-97 Utah Charlotte 106-121 NY Knicks Detroit 122-101 Atlanta Indiana 109-110 Sacramento Memphis 132-120 Brooklyn Minnesota 116-125 Phoenix Oklahoma 118-102 Orlando Dallas 110-91 Houston Portland 96-133 San Antonio
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira