Sauð upp úr á Alþingi þegar Birgir neitaði að endurtaka atkvæðagreiðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:50 Birgir Ármannsson forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm „Forseti alls Alþingis á að standa með öllu Alþingi, ekki stjórnarliðum sem geta ekki einu sinni setið á rassinum í gegn um eina einustu atkvæðagreiðslu.“ Þetta sagði Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata í ræðustól Alþingis nú eftir hádegi eftir að Birgir Ármannsson forseti Alþingis neitaði að endurtaka atkvæðagreiðslu þingmanna um tillögu hans um að þingfundur verði lengdur í dag. Fram hafði farið mikil umræða meðal þingmanna í þingsal um tillögu Birgis og öll stjórnarandstaðan verið mótfallin því að halda lengri þingfund. 29 þingmenn greiddu atkvæði með tillögu Birgis og 21 gegn henni en einhverjir þingmenn kölluðu eftir því að atkvæðagreiðsla yrði endurtekin, sem er viðtekin venja í þingsal. Uppfært klukkan 14:30 Eftir atkvæðagreiðsluna og fundarstjórnina í framhaldinu var gert hlé á þingfundi meðan Birgir ræddi við þingflokksformenn. Niðurstaða þess fundar hefur verið að ógilda atkvæðagreiðsluna, hafa þingfund til klukkan 20 í kvöld og eiga fundi með þingflokksformönnum á næstu dögum um hvernig þingstörfunum skuli háttað Ekki ástæða til að endurtaka talningu að sögn Birgis „Það er ekki ástæða til að fara fram á endurtalningu bara af einhverjum geðþótta háttvirts þingmanns,“ sagði Birgir eftir fyrstu beiðni um endurtalningu. Andrés Ingi svaraði því úr salnum að hann myndi ekki eftir því að rökstyðja þyrfti beiðni um slíkt og svaraði Birgir því til að engin gild sjónarmið hafi komið fram um að þörf væri á endurtalningu. Fyrsta atkvæðagreiðsla stæði því. Segir stjórnarliða hafa sprottið úr þingsal að lokinni atkvæðagreiðslu Strax á eftir fór Andrés Ingi í pontu og minnti Birgi á að hefð væri fyrir því að forsetar yrðu við því þegar beðið væri um endurtalningu. „Nema forseti vilji fela þá staðreynd að stjórnarliðar spruttu hér úr sætum um leið og þeir gátu til að þurfa ekki að horfa framan í fólkið sem það ætlar að láta eitt um lýðræðislega umræðu í þessum sal. Stjórnarliðarnir sem segja okkur að hætta að væla og mæta bara í vinnuna eru öll horfin í mat eða út í bæ eða hvert sem er,“ sagði Andrés. „Hér er tómur ráðherrabekkur fyrir utan umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og forseti stendur með þessu. Forseti alls Alþingis á að standa með öllu Alþingi ekki stjórnarliðum sem geta ekki einu sinni setið á rassinum í gegn um eina einustu atkvæðagreiðslu. Það var ekki meira sem við vorum að biðja um en að þeir myndu sitja hér í sætum sínum og greiða atkvæði um lengda þingfundinn sem er ekki þörf á nema vegna skipulagsleysis forseta og ríkisstjórnar,“ bætti Andrés Ingi við og þingmenn tóku undir. Samkvæmt lögum um þingsköp má endurtaka atkvæðagreiðslu þó úrslitum hennar hafi verið lýst ef forseti telur ástæðu til eða ósk berst um það frá þingmanni. Hin nýja atkvæðagreiðsla skal þá fara fram þegar í stað og áður en nokkur önnur ályktun er gerð eða nýtt mál tekið fyrir. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram höfðu umræður um tillögu Birgis um lengdan þingfund staðið yfir í rúman klukkutíma. Stjórnarandstæðingar voru síður en svo sáttir við að lengja ætti þingfund og gagnrýndu ríkisstjórn og forseta harðlega. „Nú er ég sérstakur áhugamaður um langa fundi, jafnvel næturfundi“ „Það virðist sem tímastjórnun sé mjög ábótavant hjá forseta, það ríkir stjórnleysi hjá ríkisstjórn sem kemur hér með endurskoðaða þingmálaskrá með nýjum þingmálum og ráðherra kemur svo daginn eftir með eitthvað nýtt og óboðað þingmál. Það virðist vera sem það skipti engu máli að þingfundardögum sé fjölgað, í síðustu viku um einn og í þessari viku um tvo. Háttvirtur forseti telur sig samt þurfa að hafa lengri þingfund á degi sem áður hafði verið ætlaður og samþykktur af forsætisnefnd sem nefndardagur,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í upphafi umræðunnar og lagði til að hlé yrði gert á þingfundi svo forseti gæti fundað með ríkisstjórn til að koma skipulagi á þingstörf. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins velti þá upp þeirri spurningu hvað það væri sem kallaði á lengri þingfund. „Nú er ég sérstakur áhugamaður um langa fundi, jafnvel næturfundi þannig að það getur verið hin mesta skemmtun að sinna þeim en þeir eru því marki brenndir að fulltrúar stjórnarflokkanna taka engan þátt í umræðum. Ég ætla hér með að spá því að það verður fátt um fína drætti hvað ræður stjórnarliða varðar þegar líða tekur á þingdaginn í dag,“ sagði Bergþór. Gagnrýna stjórnarliða að mæta ekki til umræðu í þinginu Bergþór bað Birgi að útskýra hvers vegna þörf væri á lengdum fundi og svaraði Birgir því til að dregist hefði á undanförnum dögum að afgreiða þingmál og þingstörf á eftir áætlun. Því væri þörf á að lengja þingfund í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar svöruðu því til að undanfarnar vikur hefði vantað marga stjórnarliða í þingsalinn og vantaði í dag um helming allra stjórnarliða í þingsalinn, þegar umræður um lengdan þingfund fóru fram í það minnsta. Þá sagðist minnihlutinn hafa beðið vikum saman eftir að þau þingmál sem ríkisstjórn hafði boðað að yrðu rædd kæmu til umræðu á Alþingi. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata sagði ljóst að ríkisstjórn ætlaðist til að þingmál þeirra yrðu afgreidd án nokkurar umræðu og án þátttöku stjórnarliða í umræðunum. Fleiri tóku undir þá gagnrýni að ríkisstjórnin tæki ekki þátt í umræðum um mál sem hún sjálf legði fram. Andrés Ingi nefndi sem dæmi rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra sem var til umræðu á þriðjudag og tók fjóra klukkutíma í fyrstu umræðu og Andrés sagði nánast engan stjórnarliða hafa tekið þátt í. Auk þess nefndi hann Skimanamálið sem var til umræðu í rúma tvo tíma. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu þá á að fyrstu umræður þingmála, sem stjórnarliðar segja hafa dregist verulega á langinn undanfarna daga, séu virkilega mikilvægar stjórnarandstöðuflokkum. Sérstaklega þeim flokkum sem ættu ekki fulltrúa í þeim þingnefndum sem málin færu svo til eftir fyrstu umræðu í þinginu. Þeir hefðu því ekki tækifæri til að leggja fram álit í nefnd og þeirra eina tækifæri væri að koma með athugasemdir í fyrstu umræðu. „Hættum að væla og förum að vinna“ Þá sauð allt upp úr þegar Bryndís Haralsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins fór í ræðustól og sagðist spennt fyrir lengdum þingfundi. „Ég segi já við lengdum þingfundi. Hættum að væla og förum að vinna,“ sagði Bryndís. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar svaraði því til að ljóst væri að athugasemdir stjórnarandstöðu við vinnubrögð ríkisstjórnar væru kallaðar væl. „Að upplifa það að það sé verið að troða málum inn sem áttu að vera komin með miklu meiri fyrirvara skil ég ekki og við hljótum að hafa rétt til að gera athugasemdir þegar verið er að troða málum niður í kokið á okkur og við eigum ekki að hafa neinar skoðanir á því,“ sagði Guðbrandur. Andrés Ingi tók undir gagnrýnina: „Hættum að væla og förum að vinna sagði háttvirtur þingmaður hér áðan. Mig langar að svara því á svipuðu plani og segja: Spegill! Hér eru rúmar tvær vikur síðan þingmaður Vinstri grænna eða þingmaður Framsóknar mætti í pontu til að lýsa skoðun sinni á stjórnarmáli. Mætið og farið að vinna kæru stjórnarliðar.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Braut ítrekað kynferðislega á andlega fatlaðri konu og syni hennar Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira
Þetta sagði Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata í ræðustól Alþingis nú eftir hádegi eftir að Birgir Ármannsson forseti Alþingis neitaði að endurtaka atkvæðagreiðslu þingmanna um tillögu hans um að þingfundur verði lengdur í dag. Fram hafði farið mikil umræða meðal þingmanna í þingsal um tillögu Birgis og öll stjórnarandstaðan verið mótfallin því að halda lengri þingfund. 29 þingmenn greiddu atkvæði með tillögu Birgis og 21 gegn henni en einhverjir þingmenn kölluðu eftir því að atkvæðagreiðsla yrði endurtekin, sem er viðtekin venja í þingsal. Uppfært klukkan 14:30 Eftir atkvæðagreiðsluna og fundarstjórnina í framhaldinu var gert hlé á þingfundi meðan Birgir ræddi við þingflokksformenn. Niðurstaða þess fundar hefur verið að ógilda atkvæðagreiðsluna, hafa þingfund til klukkan 20 í kvöld og eiga fundi með þingflokksformönnum á næstu dögum um hvernig þingstörfunum skuli háttað Ekki ástæða til að endurtaka talningu að sögn Birgis „Það er ekki ástæða til að fara fram á endurtalningu bara af einhverjum geðþótta háttvirts þingmanns,“ sagði Birgir eftir fyrstu beiðni um endurtalningu. Andrés Ingi svaraði því úr salnum að hann myndi ekki eftir því að rökstyðja þyrfti beiðni um slíkt og svaraði Birgir því til að engin gild sjónarmið hafi komið fram um að þörf væri á endurtalningu. Fyrsta atkvæðagreiðsla stæði því. Segir stjórnarliða hafa sprottið úr þingsal að lokinni atkvæðagreiðslu Strax á eftir fór Andrés Ingi í pontu og minnti Birgi á að hefð væri fyrir því að forsetar yrðu við því þegar beðið væri um endurtalningu. „Nema forseti vilji fela þá staðreynd að stjórnarliðar spruttu hér úr sætum um leið og þeir gátu til að þurfa ekki að horfa framan í fólkið sem það ætlar að láta eitt um lýðræðislega umræðu í þessum sal. Stjórnarliðarnir sem segja okkur að hætta að væla og mæta bara í vinnuna eru öll horfin í mat eða út í bæ eða hvert sem er,“ sagði Andrés. „Hér er tómur ráðherrabekkur fyrir utan umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og forseti stendur með þessu. Forseti alls Alþingis á að standa með öllu Alþingi ekki stjórnarliðum sem geta ekki einu sinni setið á rassinum í gegn um eina einustu atkvæðagreiðslu. Það var ekki meira sem við vorum að biðja um en að þeir myndu sitja hér í sætum sínum og greiða atkvæði um lengda þingfundinn sem er ekki þörf á nema vegna skipulagsleysis forseta og ríkisstjórnar,“ bætti Andrés Ingi við og þingmenn tóku undir. Samkvæmt lögum um þingsköp má endurtaka atkvæðagreiðslu þó úrslitum hennar hafi verið lýst ef forseti telur ástæðu til eða ósk berst um það frá þingmanni. Hin nýja atkvæðagreiðsla skal þá fara fram þegar í stað og áður en nokkur önnur ályktun er gerð eða nýtt mál tekið fyrir. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram höfðu umræður um tillögu Birgis um lengdan þingfund staðið yfir í rúman klukkutíma. Stjórnarandstæðingar voru síður en svo sáttir við að lengja ætti þingfund og gagnrýndu ríkisstjórn og forseta harðlega. „Nú er ég sérstakur áhugamaður um langa fundi, jafnvel næturfundi“ „Það virðist sem tímastjórnun sé mjög ábótavant hjá forseta, það ríkir stjórnleysi hjá ríkisstjórn sem kemur hér með endurskoðaða þingmálaskrá með nýjum þingmálum og ráðherra kemur svo daginn eftir með eitthvað nýtt og óboðað þingmál. Það virðist vera sem það skipti engu máli að þingfundardögum sé fjölgað, í síðustu viku um einn og í þessari viku um tvo. Háttvirtur forseti telur sig samt þurfa að hafa lengri þingfund á degi sem áður hafði verið ætlaður og samþykktur af forsætisnefnd sem nefndardagur,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í upphafi umræðunnar og lagði til að hlé yrði gert á þingfundi svo forseti gæti fundað með ríkisstjórn til að koma skipulagi á þingstörf. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins velti þá upp þeirri spurningu hvað það væri sem kallaði á lengri þingfund. „Nú er ég sérstakur áhugamaður um langa fundi, jafnvel næturfundi þannig að það getur verið hin mesta skemmtun að sinna þeim en þeir eru því marki brenndir að fulltrúar stjórnarflokkanna taka engan þátt í umræðum. Ég ætla hér með að spá því að það verður fátt um fína drætti hvað ræður stjórnarliða varðar þegar líða tekur á þingdaginn í dag,“ sagði Bergþór. Gagnrýna stjórnarliða að mæta ekki til umræðu í þinginu Bergþór bað Birgi að útskýra hvers vegna þörf væri á lengdum fundi og svaraði Birgir því til að dregist hefði á undanförnum dögum að afgreiða þingmál og þingstörf á eftir áætlun. Því væri þörf á að lengja þingfund í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar svöruðu því til að undanfarnar vikur hefði vantað marga stjórnarliða í þingsalinn og vantaði í dag um helming allra stjórnarliða í þingsalinn, þegar umræður um lengdan þingfund fóru fram í það minnsta. Þá sagðist minnihlutinn hafa beðið vikum saman eftir að þau þingmál sem ríkisstjórn hafði boðað að yrðu rædd kæmu til umræðu á Alþingi. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata sagði ljóst að ríkisstjórn ætlaðist til að þingmál þeirra yrðu afgreidd án nokkurar umræðu og án þátttöku stjórnarliða í umræðunum. Fleiri tóku undir þá gagnrýni að ríkisstjórnin tæki ekki þátt í umræðum um mál sem hún sjálf legði fram. Andrés Ingi nefndi sem dæmi rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra sem var til umræðu á þriðjudag og tók fjóra klukkutíma í fyrstu umræðu og Andrés sagði nánast engan stjórnarliða hafa tekið þátt í. Auk þess nefndi hann Skimanamálið sem var til umræðu í rúma tvo tíma. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu þá á að fyrstu umræður þingmála, sem stjórnarliðar segja hafa dregist verulega á langinn undanfarna daga, séu virkilega mikilvægar stjórnarandstöðuflokkum. Sérstaklega þeim flokkum sem ættu ekki fulltrúa í þeim þingnefndum sem málin færu svo til eftir fyrstu umræðu í þinginu. Þeir hefðu því ekki tækifæri til að leggja fram álit í nefnd og þeirra eina tækifæri væri að koma með athugasemdir í fyrstu umræðu. „Hættum að væla og förum að vinna“ Þá sauð allt upp úr þegar Bryndís Haralsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins fór í ræðustól og sagðist spennt fyrir lengdum þingfundi. „Ég segi já við lengdum þingfundi. Hættum að væla og förum að vinna,“ sagði Bryndís. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar svaraði því til að ljóst væri að athugasemdir stjórnarandstöðu við vinnubrögð ríkisstjórnar væru kallaðar væl. „Að upplifa það að það sé verið að troða málum inn sem áttu að vera komin með miklu meiri fyrirvara skil ég ekki og við hljótum að hafa rétt til að gera athugasemdir þegar verið er að troða málum niður í kokið á okkur og við eigum ekki að hafa neinar skoðanir á því,“ sagði Guðbrandur. Andrés Ingi tók undir gagnrýnina: „Hættum að væla og förum að vinna sagði háttvirtur þingmaður hér áðan. Mig langar að svara því á svipuðu plani og segja: Spegill! Hér eru rúmar tvær vikur síðan þingmaður Vinstri grænna eða þingmaður Framsóknar mætti í pontu til að lýsa skoðun sinni á stjórnarmáli. Mætið og farið að vinna kæru stjórnarliðar.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Braut ítrekað kynferðislega á andlega fatlaðri konu og syni hennar Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira