Endurreisn birkiskóga á Íslandi Hreinn Óskarsson skrifar 25. mars 2022 15:01 Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf. Undanfarin 120 ár hefur Skógræktin unnið að verndun, ræktun og endurheimt birkiskóga á Íslandi og þannig bjargað birkitorfum víða um land frá eyðingu. Þetta var gert með beitarfriðun, umfangsmiklum girðingum og síðast en ekki síst uppgræðslu á örfoka landi. Auk þessa hefur Skógræktin staðið fyrir gróðursetningu á tugum milljóna birkitrjáa og þannig lagt grunninn að stórum hluta þeirrar skógarþekju sem nú er til að dreifa. Frá árinu 1907 hefur Skógræktin markvisst safnað birkifræi til ræktunar, ýmist til að sá því beint á land sem er til þess fallið, eða til að rækta plöntur til gróðursetningar. Þannig hafa gróðursett birkitré, auk þeirra sem hlotið hafa vernd fyrir beit, myndað ógrynni fræja sem hafa dreift sér víða um land. Þannig er land sem áður var gróður- og skóglaust vaxið birkiskógi í dag, landi og þjóð til heilla. Þekktustu dæmin um birkiskóga sem friðaðir voru eru Þórsmerkursvæðið, skógar í Fnjóskadal, t.d. Vaglaskógur, og Hallormsstaðaskógur. Enn í dag er Skógræktin að friða land fyrir beit og stór þáttur í því starfi er að halda við hundruðum kílómetra af girðingum, oft við erfiðar aðstæður og utan alfaraleiðar. Starfsfólk Skógræktarinnar hefur frætt landsmenn um birkiskóga, skógarnytjar úr birkiskógum, boðið landsmönnum upp á gönguleiðir og tjaldsvæði í birkiskógum landsins og þannig stuðlað að þeirri velvild sem birkið nýtur ævinlega meðal landsmanna. Skógræktin hefur hvatt landsmenn til að breiða út birkiskóga og vinnur nú með á sjöunda hundruð bændum og landeigendum um allt land að því markmiði. Stór hluti þessara bænda gróðursetur hver um sig þúsundir birkitrjáa ár hvert. Skógræktin hefur síðustu ár gert samninga við gróðrarstöðvar um framleiðslu á birki og stefnt er á frekari aukningu enda eftirspurnin mikil. Margir vilja hjálpa til við að breiða út birkiskógaþekju landsins. Skógræktin hefur gert samninga við innlenda sem erlenda aðila um að fjármagna ræktun og gróðursetningu á nýjum birkiskógum, þar sem starfsfólk Skógræktarinnar hefur haldið utan um framkvæmdir við gróðursetningu birkiskóga, skipulagt lönd, séð um plöntuflutninga, útvegað verktaka til gróðursetningar eða séð sjálft um gróðursetningu. Skógræktin stefnir að því að auka enn gróðursetningu á birki á næstu árum. Hjá Skógræktinni hefur um áratuga skeið verið unnið að rannsóknum á ræktun birkis, gróðursetningu og áburðargjöf á nýgróðursettar birkiplöntur, kolefnisbindingu birkiskóga, skaðvöldum á birki, vistfræði birkiskóga og erfðum birkis, svo eitthvað sé nefnt. Skógræktin sér einnig um kortlagningu birkiskóga, heldur utan um skóglendisvefsjá birkiskóga og stuðlar þannig að markvissara starfi um land allt. Að þessum verkefnum hefur Skógræktin unnið með fjölda landeigenda, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga um allt land og nú allra síðustu árin í auknum mæli með Landgræðslunni. Í ljósi greinaskrifa undanfarna daga og vikur þótti mér rétt að benda á það mikla og óeigingjarna framlag sem samstarfsfólk mitt hjá Skógræktinni, bændur og landeigendur um allt land, skógræktarfélög og ýmis sjálfboðaliðasamtök hafa lagt til þess að endurheimta birkiskóga þessa lands. Mínu samstarfsfólki hjá Skógræktinni er misboðið að lesa þau skrif sem birst hafa undanfarið um endurheimt birkiskóga, og að alls þeirra ósérhlífna starfs eða forvera þeirra sé hvergi getið í þeim skrifum og árangurinn jafnvel eignaður öðrum. Í vor og haust mun Skógræktin með samstarfsaðilum sínum standa fyrir gróðursetningu á rúmlega 2,1 milljón birkiplantna sem duga til að þekja hátt í 1.500 hektara lands. Þessir skógar munu auka enn við þá blómlegu birkiskóga sem Skógræktin hefur komið að því að rækta og vernda með sínum góðu samstarfsaðilum undanfarin 120 ár. Höfundur er sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf. Undanfarin 120 ár hefur Skógræktin unnið að verndun, ræktun og endurheimt birkiskóga á Íslandi og þannig bjargað birkitorfum víða um land frá eyðingu. Þetta var gert með beitarfriðun, umfangsmiklum girðingum og síðast en ekki síst uppgræðslu á örfoka landi. Auk þessa hefur Skógræktin staðið fyrir gróðursetningu á tugum milljóna birkitrjáa og þannig lagt grunninn að stórum hluta þeirrar skógarþekju sem nú er til að dreifa. Frá árinu 1907 hefur Skógræktin markvisst safnað birkifræi til ræktunar, ýmist til að sá því beint á land sem er til þess fallið, eða til að rækta plöntur til gróðursetningar. Þannig hafa gróðursett birkitré, auk þeirra sem hlotið hafa vernd fyrir beit, myndað ógrynni fræja sem hafa dreift sér víða um land. Þannig er land sem áður var gróður- og skóglaust vaxið birkiskógi í dag, landi og þjóð til heilla. Þekktustu dæmin um birkiskóga sem friðaðir voru eru Þórsmerkursvæðið, skógar í Fnjóskadal, t.d. Vaglaskógur, og Hallormsstaðaskógur. Enn í dag er Skógræktin að friða land fyrir beit og stór þáttur í því starfi er að halda við hundruðum kílómetra af girðingum, oft við erfiðar aðstæður og utan alfaraleiðar. Starfsfólk Skógræktarinnar hefur frætt landsmenn um birkiskóga, skógarnytjar úr birkiskógum, boðið landsmönnum upp á gönguleiðir og tjaldsvæði í birkiskógum landsins og þannig stuðlað að þeirri velvild sem birkið nýtur ævinlega meðal landsmanna. Skógræktin hefur hvatt landsmenn til að breiða út birkiskóga og vinnur nú með á sjöunda hundruð bændum og landeigendum um allt land að því markmiði. Stór hluti þessara bænda gróðursetur hver um sig þúsundir birkitrjáa ár hvert. Skógræktin hefur síðustu ár gert samninga við gróðrarstöðvar um framleiðslu á birki og stefnt er á frekari aukningu enda eftirspurnin mikil. Margir vilja hjálpa til við að breiða út birkiskógaþekju landsins. Skógræktin hefur gert samninga við innlenda sem erlenda aðila um að fjármagna ræktun og gróðursetningu á nýjum birkiskógum, þar sem starfsfólk Skógræktarinnar hefur haldið utan um framkvæmdir við gróðursetningu birkiskóga, skipulagt lönd, séð um plöntuflutninga, útvegað verktaka til gróðursetningar eða séð sjálft um gróðursetningu. Skógræktin stefnir að því að auka enn gróðursetningu á birki á næstu árum. Hjá Skógræktinni hefur um áratuga skeið verið unnið að rannsóknum á ræktun birkis, gróðursetningu og áburðargjöf á nýgróðursettar birkiplöntur, kolefnisbindingu birkiskóga, skaðvöldum á birki, vistfræði birkiskóga og erfðum birkis, svo eitthvað sé nefnt. Skógræktin sér einnig um kortlagningu birkiskóga, heldur utan um skóglendisvefsjá birkiskóga og stuðlar þannig að markvissara starfi um land allt. Að þessum verkefnum hefur Skógræktin unnið með fjölda landeigenda, félagasamtaka, stofnana, sveitarfélaga um allt land og nú allra síðustu árin í auknum mæli með Landgræðslunni. Í ljósi greinaskrifa undanfarna daga og vikur þótti mér rétt að benda á það mikla og óeigingjarna framlag sem samstarfsfólk mitt hjá Skógræktinni, bændur og landeigendur um allt land, skógræktarfélög og ýmis sjálfboðaliðasamtök hafa lagt til þess að endurheimta birkiskóga þessa lands. Mínu samstarfsfólki hjá Skógræktinni er misboðið að lesa þau skrif sem birst hafa undanfarið um endurheimt birkiskóga, og að alls þeirra ósérhlífna starfs eða forvera þeirra sé hvergi getið í þeim skrifum og árangurinn jafnvel eignaður öðrum. Í vor og haust mun Skógræktin með samstarfsaðilum sínum standa fyrir gróðursetningu á rúmlega 2,1 milljón birkiplantna sem duga til að þekja hátt í 1.500 hektara lands. Þessir skógar munu auka enn við þá blómlegu birkiskóga sem Skógræktin hefur komið að því að rækta og vernda með sínum góðu samstarfsaðilum undanfarin 120 ár. Höfundur er sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun