Reynsluboltinn Ásbjörn: „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2022 08:01 Ásbjörn Friðriksson í leik gegn erkifjendunum í Haukum. vísir/vilhelm Hinn stórskemmtilegi liður „Eina“ með hinum eina sanna Guðjóni Guðmundssyni eða Gaupa eins og alþjóð þekkir hann betur sem var á sínum stað í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Þar var rætt við Ásbjörn Friðriksson, einn besta leikmann FH sem og Olís-deildar karla í handbolta. „Hann hefur verið á toppnum í Olís deild karla í níu ár, einn albesta leikmaður deildarinnar. Við erum að tala um eina foringjann í Hafnafirði,“ hóf Gaupi á að segja í innslaginu sem sjá má neðar í fréttinni. Þar er farið yfir víðan völl með Ásbirni. „Þakka þér fyrir,“ sagði Ásbjörn áður en hann svaraði spurningu Gaupa varðandi hvernig hann færi að því að vera meðal bestu manna ár eftir ár. „Ætli ég sé ekki bara duglegur að æfa, duglegur að skoða andstæðinginn áður en maður spilar á móti honum og þetta klassíska halda sér í standi og reyna að bæta leikinn af því maður verður slakari í einhverjum þáttum þegar maður eldist svo maður verður að vera klókari í hausnum og öðrum þáttum á móti.“ Unnið allt sem hægt er að vinna með FH Ásbjörn varð Íslandsmeistari með FH 2011 en hver er munurinn á því liði og FH-liðinu undanfarin ár? „Það er margt búið að breytast í taktík og svona en 2011 liðið væri rosalega gott í deildinni í dag, það er alveg ljóst. Það voru hörku leikmenn. Þetta var stórt lið, enda unnum við titilinn.“ „Aðallega taktískir hlutir sem eru búnir að breytast. Leikurinn orðinn aðeins hraðari, 7 á 6, taka markmanninn út. Að mínu viti góðar breytingar.“ „Ég held að heilt yfir séu þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp öðruvísi – tæknískari og lunknari – en var. Þeir eru lunknari en fleiri harðari og hraustari sem komu upp fyrir tíu árum.“ „Við erum með svo marga unga í liðinu, það heldur manni ungum,“ sagði Ásbjörn og glotti við tönn er Gaupi spurði hann hvort hann væri ekkert farinn að þreytast. Hann væri jú að verða 34 ára gamall í vor. „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum. Það heldur manni ferskum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar ræðir Ásbjörn meðal annars hversu lengi hann stefnir á að spila í Olís-deildinni, nýtt hlutverk sem spilandi aðstoðarþjálfari og breytingar á efstu deild. Klippa: Eina með Ásbirni Friðrikssyni Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan FH Olís-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
„Hann hefur verið á toppnum í Olís deild karla í níu ár, einn albesta leikmaður deildarinnar. Við erum að tala um eina foringjann í Hafnafirði,“ hóf Gaupi á að segja í innslaginu sem sjá má neðar í fréttinni. Þar er farið yfir víðan völl með Ásbirni. „Þakka þér fyrir,“ sagði Ásbjörn áður en hann svaraði spurningu Gaupa varðandi hvernig hann færi að því að vera meðal bestu manna ár eftir ár. „Ætli ég sé ekki bara duglegur að æfa, duglegur að skoða andstæðinginn áður en maður spilar á móti honum og þetta klassíska halda sér í standi og reyna að bæta leikinn af því maður verður slakari í einhverjum þáttum þegar maður eldist svo maður verður að vera klókari í hausnum og öðrum þáttum á móti.“ Unnið allt sem hægt er að vinna með FH Ásbjörn varð Íslandsmeistari með FH 2011 en hver er munurinn á því liði og FH-liðinu undanfarin ár? „Það er margt búið að breytast í taktík og svona en 2011 liðið væri rosalega gott í deildinni í dag, það er alveg ljóst. Það voru hörku leikmenn. Þetta var stórt lið, enda unnum við titilinn.“ „Aðallega taktískir hlutir sem eru búnir að breytast. Leikurinn orðinn aðeins hraðari, 7 á 6, taka markmanninn út. Að mínu viti góðar breytingar.“ „Ég held að heilt yfir séu þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp öðruvísi – tæknískari og lunknari – en var. Þeir eru lunknari en fleiri harðari og hraustari sem komu upp fyrir tíu árum.“ „Við erum með svo marga unga í liðinu, það heldur manni ungum,“ sagði Ásbjörn og glotti við tönn er Gaupi spurði hann hvort hann væri ekkert farinn að þreytast. Hann væri jú að verða 34 ára gamall í vor. „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum. Það heldur manni ferskum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar ræðir Ásbjörn meðal annars hversu lengi hann stefnir á að spila í Olís-deildinni, nýtt hlutverk sem spilandi aðstoðarþjálfari og breytingar á efstu deild. Klippa: Eina með Ásbirni Friðrikssyni Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan FH Olís-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira