Boston á toppinn en snemmbúið sumarfrí blasir við Lakers Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 08:01 Jayson Tatum og Taurean Prince fylgjast með skoti Tatums í gærkvöld í sigri Boston Celtics á Minnesota Timberwolves. Getty/Kathryn Riley Með sjötta sigri sínum í röð í gærkvöld eru Boston Celtics komnir á topp austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. LA Lakers er hins vegar í mikilli hættu á að missa algjörlega af úrslitakeppninni. Stórleikur gærdagsins var hins vegar leikur Phoenix Suns og Philadelphia 76ers en hreinlega ekkert virðist geta stöðvað Phoenix sem vann 114-104. Devin Booker skoraði 35 stig og Phoenix, sem hefur þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar, vann sinn áttunda sigur í röð. Spennan er mikið, mikið meiri á toppi austurdeildarinnar þar sem Philadelphia er nú ekki lengur efst. Fjögur efstu liðin hafa hvert um sig tapað 28 leikjum en Boston og Miami Heat unnið 47, og Milwaukee Bucks og Philadelphia unnið 46. Staðan í deildunum þegar liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir.NBA Spennan verður því mikil í síðustu umferðunum fram að úrslitakeppni en liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir hvert. Fram undan er stórleikur því Boston og Miami mætast á miðvikudaginn. Boston hefur unnið tvo leiki gegn Miami í vetur. Jayson Tatum skoraði 34 stig og Jaylen Brown 31 og tók 10 fráköst þegar Boston vann 134-112 sigur gegn Minnesota Timberwolves í gær. Enn aukast vandræði Lakers LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aftur á móti í afar slæmum málum og sitja í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 116-108 tap gegn New Orleans Pelicans sem þar með komst upp í 9. sætið. Það er því raunveruleg hætta á því að Lakers fari hreinlega í sumarfrí strax og deildarkeppninni lýkur því liðið hefur naumt forskot á San Antonio Spurs sem er í 11. sæti. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. James setti niður sjö þrista í gær og skoraði 39 stig en það dugði skammt og hann hitti aðeins úr tveimur af átta skotum sínum í fjórða leikhluta, sárþjáður eftir að hafa snúið sig á ökkla. Brandon Ingram sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 26 stig fyrir New Orleans. Úrslit gærdagsins: Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
Stórleikur gærdagsins var hins vegar leikur Phoenix Suns og Philadelphia 76ers en hreinlega ekkert virðist geta stöðvað Phoenix sem vann 114-104. Devin Booker skoraði 35 stig og Phoenix, sem hefur þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar, vann sinn áttunda sigur í röð. Spennan er mikið, mikið meiri á toppi austurdeildarinnar þar sem Philadelphia er nú ekki lengur efst. Fjögur efstu liðin hafa hvert um sig tapað 28 leikjum en Boston og Miami Heat unnið 47, og Milwaukee Bucks og Philadelphia unnið 46. Staðan í deildunum þegar liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir.NBA Spennan verður því mikil í síðustu umferðunum fram að úrslitakeppni en liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir hvert. Fram undan er stórleikur því Boston og Miami mætast á miðvikudaginn. Boston hefur unnið tvo leiki gegn Miami í vetur. Jayson Tatum skoraði 34 stig og Jaylen Brown 31 og tók 10 fráköst þegar Boston vann 134-112 sigur gegn Minnesota Timberwolves í gær. Enn aukast vandræði Lakers LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aftur á móti í afar slæmum málum og sitja í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 116-108 tap gegn New Orleans Pelicans sem þar með komst upp í 9. sætið. Það er því raunveruleg hætta á því að Lakers fari hreinlega í sumarfrí strax og deildarkeppninni lýkur því liðið hefur naumt forskot á San Antonio Spurs sem er í 11. sæti. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. James setti niður sjö þrista í gær og skoraði 39 stig en það dugði skammt og hann hitti aðeins úr tveimur af átta skotum sínum í fjórða leikhluta, sárþjáður eftir að hafa snúið sig á ökkla. Brandon Ingram sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 26 stig fyrir New Orleans. Úrslit gærdagsins: Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira