Hafa skal það sem sannara reynist Þórsteinn Ragnarsson skrifar 28. mars 2022 09:30 Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. Fyrir nokkrum árum setti Sigríður Bylgja fram hugmynd um breytingar á greftrun duftkera sem fólst aðallega í því að jarðsetja tré með hverju duftkeri og nefndi hún framkvæmdina „að gróðursetja duftker”. Hugmyndafræðin var vissulega falleg en vart framkvæmanleg þar sem hvert tré sem vex upp tekur 8 til 10 fm sem er margfalt það landrými sem þarf undir venjulega gröf hvað þá hefðbundna duftgröf. Nú hefur Sigríður tekið málið lengra og vill setja á laggirnar bálstofu og lýsir hún í greininni þeim yfirburðum sem hennar bálstofa muni hafa umfram þá bálstofu sem kirkjugarðaráð hefur lagt til að byggð verði á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð að ekki sé talað um bálstofuna í Fossvogi. Í grein SB er því miður að finna endurteknar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta til að kaffistofugestir hennar fái rétta mynd af málinu. Hvað vakir fyrir SB með slíkum rangfærslum er ógjörningur að vita, því hún ætti að vita betur. Í upphafi greinarinnar segir SB:„Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist.“ Athugasemd: Þessi fullyrðing er röng. Lög um kirkjugarða snúast ekki um trúmálastarfsemi. Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) sem sjá um rúmlega 50% af jarðsetningum í landinu er stýrt af einstaklingum úr ýmsum áttum, frá Kirkjunni, fríkirkjum auk þess sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt á fulltrúa í stjórn KGRP. Í athafnarrýmum í Fossvogi fara einnig fram útfarir þeirra sem eru utan trúfélaga. Í grein sinni kynnir SB til sögunnar nýjan valkost: „Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi valkostur sé háður trúar- og lífsskoðun þeirra sem njóta þjónustunnar, en þannig er það alls ekki. SB segir einnig: „Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi athafnarými séu háð trúfélagaaðild.Af hverju er þessu haldið fram þegar SB veit betur? KGRP hafa um áratugaskeið þjónað öllum sem leita eftir þjónustu og það er alkunna að þeir sem eru utan trúfélaga velja athafnarými í Fossvogi enda stendur það öllum opið. Undir liðnum „Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum“ segir SB meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sjá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Athugasemd: Þessar staðhæfingar dæma sig sjálfar. Þær eru allar settar fram til að koma þeirri hugsun inn hjá lesendum að núverandi fyrirkomulag sé með allt öðrum hætti en það er í raun og veru. Þeim sem vilja kynna sér þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um nýja bálstofu bendi ég á skýrslu sem Kirkjugarðaráð hefur látið vinna fyrir dómsmálaráðuneytið og nálgast má á þessari vefslóð. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. Fyrir nokkrum árum setti Sigríður Bylgja fram hugmynd um breytingar á greftrun duftkera sem fólst aðallega í því að jarðsetja tré með hverju duftkeri og nefndi hún framkvæmdina „að gróðursetja duftker”. Hugmyndafræðin var vissulega falleg en vart framkvæmanleg þar sem hvert tré sem vex upp tekur 8 til 10 fm sem er margfalt það landrými sem þarf undir venjulega gröf hvað þá hefðbundna duftgröf. Nú hefur Sigríður tekið málið lengra og vill setja á laggirnar bálstofu og lýsir hún í greininni þeim yfirburðum sem hennar bálstofa muni hafa umfram þá bálstofu sem kirkjugarðaráð hefur lagt til að byggð verði á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð að ekki sé talað um bálstofuna í Fossvogi. Í grein SB er því miður að finna endurteknar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta til að kaffistofugestir hennar fái rétta mynd af málinu. Hvað vakir fyrir SB með slíkum rangfærslum er ógjörningur að vita, því hún ætti að vita betur. Í upphafi greinarinnar segir SB:„Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist.“ Athugasemd: Þessi fullyrðing er röng. Lög um kirkjugarða snúast ekki um trúmálastarfsemi. Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) sem sjá um rúmlega 50% af jarðsetningum í landinu er stýrt af einstaklingum úr ýmsum áttum, frá Kirkjunni, fríkirkjum auk þess sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt á fulltrúa í stjórn KGRP. Í athafnarrýmum í Fossvogi fara einnig fram útfarir þeirra sem eru utan trúfélaga. Í grein sinni kynnir SB til sögunnar nýjan valkost: „Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi valkostur sé háður trúar- og lífsskoðun þeirra sem njóta þjónustunnar, en þannig er það alls ekki. SB segir einnig: „Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi athafnarými séu háð trúfélagaaðild.Af hverju er þessu haldið fram þegar SB veit betur? KGRP hafa um áratugaskeið þjónað öllum sem leita eftir þjónustu og það er alkunna að þeir sem eru utan trúfélaga velja athafnarými í Fossvogi enda stendur það öllum opið. Undir liðnum „Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum“ segir SB meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sjá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Athugasemd: Þessar staðhæfingar dæma sig sjálfar. Þær eru allar settar fram til að koma þeirri hugsun inn hjá lesendum að núverandi fyrirkomulag sé með allt öðrum hætti en það er í raun og veru. Þeim sem vilja kynna sér þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um nýja bálstofu bendi ég á skýrslu sem Kirkjugarðaráð hefur látið vinna fyrir dómsmálaráðuneytið og nálgast má á þessari vefslóð. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP).
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun