Sigmundi sárnaði glósur og háðstónn í umfjöllun um fjárkúgunarmálið Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2022 11:54 Í nýjum hlaðvarpsþætti fjalla þær Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yagi um minnisstæði fréttamál. Fyrsti þátturinn fjallar um einstakt mál, þegar þær Malín Brand og Hlín Einarsdóttir reyndu að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þá forsætisráðherra. Þær vildu fá átta milljónir króna ellegar yrðu upplýsingar um kaup hans á DV gerð opinber. Þær vissu hvar barn forsætisráðherra væri á leikskóla. Sumarið 2015 barst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þá forsætisráðherra landsins bréf þar sem því var hótað að óþægilegar upplýsingar um hann myndu birtast um hann ef hann borgaði ekki átta milljónir króna. Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta skipti um málið sjö árum síðar í viðtali við þær Nadine Guðrúnu Yagi og Þórhildi Þorkelsdóttur í þeirra fyrsta hlaðvarpsþætti sem ber heitið Eftirmál. Þar fer Sigmundur yfir það eins og það horfir við honum og ljóst að honum sárnaði hvernig umfjöllunin var. „Það sem mér fannst undarlegast eftir þetta voru viðbrögð í umræðunni um þetta mál. Þar sem nánast var gert grín að því að lögreglan hefði tekið þetta svona föstum tökum og farið í allar þessar aðgerðir. Sérstaklega þegar fyrir lá hverjir hefðu staðið að þessu að þessu. Gegnumgangandi fannst mér í umfjöllun að nánast hæðast að þessu. Ég leyfi mér að efast um að sama hefði átt við í öllum tilvikum,“ segir Sigmundur Davíð. Eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar Um er að ræða einstakt mál, eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar. Þær Nadine og Þórhildur ræða þær við bæði Sigmund Davíð sjálfan og Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmann Sigmundar á þeim tíma í þættinum. Sem lýsir því sem einhverju því einkennilegasta sem hann hefur lent í. „Topp þrír súrrealískustu atburðir lífs míns.“ Hann segir atburðarásina og málið allt farsakennt. Þær Þórhildur og Nadine lýsa því hvernig allar fréttastofur landsins fóru á yfirsnúning eftir að Vísir skúbbaði málinu enda um einstakan atburð að ræða og atburðarásin var hröð. Eftir ævintýralega lögregluaðgerð voru þær systur Malín Brand og Hlín Einarsdóttir handteknar sem þær sem stóð að baki fjárkúguninni. Malín var þá starfandi á Morgunblaðinu og Hlín var ritstjóri Bleikt.is sem var vefmiðill sem fjallaði um skemmtanalíf og tísku; þannig og til þess að gera báðar þekktar. Hvað höfðu systurnar á Sigmund? Sigmundur Davíð segir að málið hafi verið alvarlegt. En í bréfinu sem hann barst segir til dæmis að bréfritari eða bréfritarar viti hvar barn hans, þá þriggja ára einkadóttir, sé í leikskóla. Þetta hefur ekki komið fram áður en það var ekki síst vegna þessa atriðis sem lögreglan sá fyllstu ástæðu til að taka málið föstum tökum. En Sigmundur Davíð telur hins vegar það skipta máli hver átti í hlut þegar litið er til þess hvaða stefnu umræðan tók og fréttaflutningur, en hann telur sig hafa vissu fyrir því að ýmsir fjölmiðlamenn hafi beinlínis haft horn í síðu sinni, væru ekki sanngjarnir gagnvart sér sumir en hann hafi ekki búist við þessu. Þórhildur, Sigmundur Davíð og Nadine Guðrún. „Ef til dæmis núverandi forsætisráðherra hefði lent í slíku. Að þá hefði aðal umfjöllunarefnið verið annars vegar að hæðast að lögreglu fyrir aðgerðir lagði út í og hins vegar, sem var aðalatriðið hjá mörgum, hvað þær hefðu haft á mig? Það þótti mest spennandi og þetta þótti mér svekkjandi, og skrítið og óeðlilegt við þessar aðstæður. Að umræðan snerist um það hvað þær hefðu á mig sem var þessi kenning að ég hafi keypt DV,“ segir Sigmundur Davíð meðal annars í fróðlegum þætti Eftirmála sem finna má á Tal. Klippa: Eftirmál - Fjárkúgunarmálið Lögreglumál Dómsmál Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Eftirmál Tengdar fréttir Eftirmál Þórhildar og Nadine: „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum” Nýjar vendingar eru boðaðar í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma, í hlaðvarpsseríu sem Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi vinna nú saman að. 28. mars 2022 06:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Sigmundur Davíð tjáir sig í fyrsta skipti um málið sjö árum síðar í viðtali við þær Nadine Guðrúnu Yagi og Þórhildi Þorkelsdóttur í þeirra fyrsta hlaðvarpsþætti sem ber heitið Eftirmál. Þar fer Sigmundur yfir það eins og það horfir við honum og ljóst að honum sárnaði hvernig umfjöllunin var. „Það sem mér fannst undarlegast eftir þetta voru viðbrögð í umræðunni um þetta mál. Þar sem nánast var gert grín að því að lögreglan hefði tekið þetta svona föstum tökum og farið í allar þessar aðgerðir. Sérstaklega þegar fyrir lá hverjir hefðu staðið að þessu að þessu. Gegnumgangandi fannst mér í umfjöllun að nánast hæðast að þessu. Ég leyfi mér að efast um að sama hefði átt við í öllum tilvikum,“ segir Sigmundur Davíð. Eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar Um er að ræða einstakt mál, eitthvert furðulegasta sakamál Íslandssögunnar. Þær Nadine og Þórhildur ræða þær við bæði Sigmund Davíð sjálfan og Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmann Sigmundar á þeim tíma í þættinum. Sem lýsir því sem einhverju því einkennilegasta sem hann hefur lent í. „Topp þrír súrrealískustu atburðir lífs míns.“ Hann segir atburðarásina og málið allt farsakennt. Þær Þórhildur og Nadine lýsa því hvernig allar fréttastofur landsins fóru á yfirsnúning eftir að Vísir skúbbaði málinu enda um einstakan atburð að ræða og atburðarásin var hröð. Eftir ævintýralega lögregluaðgerð voru þær systur Malín Brand og Hlín Einarsdóttir handteknar sem þær sem stóð að baki fjárkúguninni. Malín var þá starfandi á Morgunblaðinu og Hlín var ritstjóri Bleikt.is sem var vefmiðill sem fjallaði um skemmtanalíf og tísku; þannig og til þess að gera báðar þekktar. Hvað höfðu systurnar á Sigmund? Sigmundur Davíð segir að málið hafi verið alvarlegt. En í bréfinu sem hann barst segir til dæmis að bréfritari eða bréfritarar viti hvar barn hans, þá þriggja ára einkadóttir, sé í leikskóla. Þetta hefur ekki komið fram áður en það var ekki síst vegna þessa atriðis sem lögreglan sá fyllstu ástæðu til að taka málið föstum tökum. En Sigmundur Davíð telur hins vegar það skipta máli hver átti í hlut þegar litið er til þess hvaða stefnu umræðan tók og fréttaflutningur, en hann telur sig hafa vissu fyrir því að ýmsir fjölmiðlamenn hafi beinlínis haft horn í síðu sinni, væru ekki sanngjarnir gagnvart sér sumir en hann hafi ekki búist við þessu. Þórhildur, Sigmundur Davíð og Nadine Guðrún. „Ef til dæmis núverandi forsætisráðherra hefði lent í slíku. Að þá hefði aðal umfjöllunarefnið verið annars vegar að hæðast að lögreglu fyrir aðgerðir lagði út í og hins vegar, sem var aðalatriðið hjá mörgum, hvað þær hefðu haft á mig? Það þótti mest spennandi og þetta þótti mér svekkjandi, og skrítið og óeðlilegt við þessar aðstæður. Að umræðan snerist um það hvað þær hefðu á mig sem var þessi kenning að ég hafi keypt DV,“ segir Sigmundur Davíð meðal annars í fróðlegum þætti Eftirmála sem finna má á Tal. Klippa: Eftirmál - Fjárkúgunarmálið
Lögreglumál Dómsmál Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Eftirmál Tengdar fréttir Eftirmál Þórhildar og Nadine: „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum” Nýjar vendingar eru boðaðar í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma, í hlaðvarpsseríu sem Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi vinna nú saman að. 28. mars 2022 06:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Eftirmál Þórhildar og Nadine: „Það er hægara sagt en gert að hætta í fréttum” Nýjar vendingar eru boðaðar í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma, í hlaðvarpsseríu sem Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi vinna nú saman að. 28. mars 2022 06:01