Fiskeldi í Seyðisfirði – töfralausn eða tímaskekkja? Elvar Snær Kristjánsson skrifar 28. mars 2022 20:00 Ég held að það sé rétt að byrja á að fara yfir nokkrar staðreyndir um fiskeldi í Seyðisfirði. Þetta eldi sem nú um ræðir er ekki nýtt af nálinni. Ferlið hefur verið langt og strangt. Það hefur farið í gegnum a.m.k. þrjár bæjar/sveitarstjórnir til umsagnar. Fjörðurinn hefur verið rannsakaður og metinn af þar til gerðum stofnunum og sérfræðingum. Burðarþolsmat fjarðarins var metið 10.000 tonn af frjóum laxi, þ.e. fjörðurinn var talinn geta borið 10.000 af laxi í sjókvíum miðað við dýpi, strauma, hitastig o.fl. og svæðin undir kvíum talin geta hreinsað sig eftir hvíld í a.m.k. þrjá mánuði. Eftir hættumat var burðarþoli breytt í 6.500 tonn af frjóum laxi og 3.500 tonn af ófrjóum. Þetta var gert til að minnka líkur á erfðablöndun verði slysasleppingar. Skipulagsvaldið á að vera hjá sveitarfélaginu Ég held að við getum flest öll verið sammála um að skipulagsvald og þar með talið leyfisveitingar ættu að liggja hjá sveitarfélaginu sem það er ekki í dag. Tekjur af kvíum ættu að renna til þess sveitafélags sem þær eru í. Ég held líka að við getum verið sammála um að koma fiskeldis færa störf í bæinn þó svo að við vitum kannski ekki nákvæmlega hversu mörg né um öll afleiddu áhrifin, jákvæð sem neikvæð. Aukin umsvif fiskeldis setur kröfu um stækkun flugvallarins á Egilsstöðum þar sem stórar flutningsflugvélar þurfa lengri braut til að geta tekið á loft. Stækkun flugvallarins eykur möguleika á beinu utanlands flugi. Það kemur sér vel fyrir íbúa Austurlands auk þess sem vænta má fjölgun ferðamanna á svæðinu með tilheyrandi tekjuaukningu fyrir ferðamannaiðnaðinn í fjórðungnum. Bæði neikvæð og jákvæð áhrif En er fiskeldi bara svona frábært? Að mínu mati er fiskeldi enginn töfralausn fyrir Seyðfirðinga. Það er ekki töfralausn þegar kemur að því að auka við fjölbreytni atvinnulífsins á staðnum en það er vissulega kærkomin viðbót og bætir við möguleika fólks. Mögulega eru ófyrirséð neikvæð afleidd áhrif líkt og það eru mögulega ófyrirséð afleidd jákvæð áhrif. Fiskeldi hefur sínar neikvæðu hliðar og ég tel að það hafi haft sitt að segja á sínum tíma þegar ákveðið var að gefa heimafólki ekki skipulagsvaldið þegar kemur að fiskeldi í sjó. Það þarf að hafa vit fyrir okkur. Við vitum ekki hvað er okkur fyrir bestu...eða hvað? Ef það hefur verið tilfellið þegar lög um fiskeldi voru samþykkt að kjörnum fulltrúm hafi ekki verið treyst til að taka slíkar ákvarðanir sökum þess að almannahagur sé í húfi er ég því ósammála. Þrátt fyrir að umræðan að undaförnu hefur oft á tíðum verið óvægin, ómálefnaleg, dónaleg og jafnvel haft í hótunum tel ég að kjörnir fulltrúar sveitafélagsins eigi að hafa lokaorðið þegar kemur að ákvörðun um fiskeldi í sjó. Sveitarfélög eiga að hafa heimild til að innheimta gjöld fyrir kvíar þar sem þær eru staðsettar líkt og gjöld vegna slátrunar sem skila sér til þess sveitarfélags sem slátrunin fer fram. Þó svo að mín skoðun sé að sveitastjórn eigi að sjá um leyfisveitingar fiskeldis er sjálfsagt að kanna hug íbúa sé það gert á faglegan hátt. Það þarf að kynna kosti og galla eftir bestu getu og könnunin á að vera leynileg þar sem hver og einn getur svarað slíkri könnum á netinu heima hjá sér. Fiskeldi skiptir ekki sköpum en er góð viðbót og skapar tækifæri Ég er ekki viss um að fiskeldi muni skipta Seyðfirðinga eða Múlaþing sköpum og ég held að flestir séu sammála um að sjókvíar séu ekkert augnakonfekt en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að fiskeldi sé ekki eins hræðilegt og sumir vilja vera láta og samkvæmt sérfræðingum hefur það ekki skaðleg áhrif til langs tíma og er öll framkvæmdin afturkræf. Undanfarin ár eða jafnvel áratug hefur fátt breyst til að auka fjölbreytni atvinnulífsins á Seyðisfirði og þegar hriktir í stoðum þess eins og gerði hér í kjölfar skriðanna 2020 höfum við ekki efni á að slá hendinni á móti þeim sem eru reiðubúnir til að taka þá áhættu sem fylgir slíkri atvinnuuppbyggingu. Niðurstaða mín er því sú að fiskeldi í Seyðisfirði er hvorki töfralausn né tímaskekkja heldur tækifæri sem skynsamlegt er að skoða nánar og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Hvaða atvinnumöguleikar eru í boði fyrir íbúa og aðra sem sjá tækifæri til að setjast að í sveitarfélaginu? Hvaða tekjumöguleikar eru í boði fyrir sveitarfélagið? Hvaða samlegðarmöguleikar eru í boði fyrir önnur fyrirtæki? Hvaða ónýttu nýsköpunarmöguleikar eru til staðar? Tækifærin eru til staðar, það þarf bara að koma auga á þau og nýta sér þau. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi og íbúi á Seyðisfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég held að það sé rétt að byrja á að fara yfir nokkrar staðreyndir um fiskeldi í Seyðisfirði. Þetta eldi sem nú um ræðir er ekki nýtt af nálinni. Ferlið hefur verið langt og strangt. Það hefur farið í gegnum a.m.k. þrjár bæjar/sveitarstjórnir til umsagnar. Fjörðurinn hefur verið rannsakaður og metinn af þar til gerðum stofnunum og sérfræðingum. Burðarþolsmat fjarðarins var metið 10.000 tonn af frjóum laxi, þ.e. fjörðurinn var talinn geta borið 10.000 af laxi í sjókvíum miðað við dýpi, strauma, hitastig o.fl. og svæðin undir kvíum talin geta hreinsað sig eftir hvíld í a.m.k. þrjá mánuði. Eftir hættumat var burðarþoli breytt í 6.500 tonn af frjóum laxi og 3.500 tonn af ófrjóum. Þetta var gert til að minnka líkur á erfðablöndun verði slysasleppingar. Skipulagsvaldið á að vera hjá sveitarfélaginu Ég held að við getum flest öll verið sammála um að skipulagsvald og þar með talið leyfisveitingar ættu að liggja hjá sveitarfélaginu sem það er ekki í dag. Tekjur af kvíum ættu að renna til þess sveitafélags sem þær eru í. Ég held líka að við getum verið sammála um að koma fiskeldis færa störf í bæinn þó svo að við vitum kannski ekki nákvæmlega hversu mörg né um öll afleiddu áhrifin, jákvæð sem neikvæð. Aukin umsvif fiskeldis setur kröfu um stækkun flugvallarins á Egilsstöðum þar sem stórar flutningsflugvélar þurfa lengri braut til að geta tekið á loft. Stækkun flugvallarins eykur möguleika á beinu utanlands flugi. Það kemur sér vel fyrir íbúa Austurlands auk þess sem vænta má fjölgun ferðamanna á svæðinu með tilheyrandi tekjuaukningu fyrir ferðamannaiðnaðinn í fjórðungnum. Bæði neikvæð og jákvæð áhrif En er fiskeldi bara svona frábært? Að mínu mati er fiskeldi enginn töfralausn fyrir Seyðfirðinga. Það er ekki töfralausn þegar kemur að því að auka við fjölbreytni atvinnulífsins á staðnum en það er vissulega kærkomin viðbót og bætir við möguleika fólks. Mögulega eru ófyrirséð neikvæð afleidd áhrif líkt og það eru mögulega ófyrirséð afleidd jákvæð áhrif. Fiskeldi hefur sínar neikvæðu hliðar og ég tel að það hafi haft sitt að segja á sínum tíma þegar ákveðið var að gefa heimafólki ekki skipulagsvaldið þegar kemur að fiskeldi í sjó. Það þarf að hafa vit fyrir okkur. Við vitum ekki hvað er okkur fyrir bestu...eða hvað? Ef það hefur verið tilfellið þegar lög um fiskeldi voru samþykkt að kjörnum fulltrúm hafi ekki verið treyst til að taka slíkar ákvarðanir sökum þess að almannahagur sé í húfi er ég því ósammála. Þrátt fyrir að umræðan að undaförnu hefur oft á tíðum verið óvægin, ómálefnaleg, dónaleg og jafnvel haft í hótunum tel ég að kjörnir fulltrúar sveitafélagsins eigi að hafa lokaorðið þegar kemur að ákvörðun um fiskeldi í sjó. Sveitarfélög eiga að hafa heimild til að innheimta gjöld fyrir kvíar þar sem þær eru staðsettar líkt og gjöld vegna slátrunar sem skila sér til þess sveitarfélags sem slátrunin fer fram. Þó svo að mín skoðun sé að sveitastjórn eigi að sjá um leyfisveitingar fiskeldis er sjálfsagt að kanna hug íbúa sé það gert á faglegan hátt. Það þarf að kynna kosti og galla eftir bestu getu og könnunin á að vera leynileg þar sem hver og einn getur svarað slíkri könnum á netinu heima hjá sér. Fiskeldi skiptir ekki sköpum en er góð viðbót og skapar tækifæri Ég er ekki viss um að fiskeldi muni skipta Seyðfirðinga eða Múlaþing sköpum og ég held að flestir séu sammála um að sjókvíar séu ekkert augnakonfekt en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að fiskeldi sé ekki eins hræðilegt og sumir vilja vera láta og samkvæmt sérfræðingum hefur það ekki skaðleg áhrif til langs tíma og er öll framkvæmdin afturkræf. Undanfarin ár eða jafnvel áratug hefur fátt breyst til að auka fjölbreytni atvinnulífsins á Seyðisfirði og þegar hriktir í stoðum þess eins og gerði hér í kjölfar skriðanna 2020 höfum við ekki efni á að slá hendinni á móti þeim sem eru reiðubúnir til að taka þá áhættu sem fylgir slíkri atvinnuuppbyggingu. Niðurstaða mín er því sú að fiskeldi í Seyðisfirði er hvorki töfralausn né tímaskekkja heldur tækifæri sem skynsamlegt er að skoða nánar og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Hvaða atvinnumöguleikar eru í boði fyrir íbúa og aðra sem sjá tækifæri til að setjast að í sveitarfélaginu? Hvaða tekjumöguleikar eru í boði fyrir sveitarfélagið? Hvaða samlegðarmöguleikar eru í boði fyrir önnur fyrirtæki? Hvaða ónýttu nýsköpunarmöguleikar eru til staðar? Tækifærin eru til staðar, það þarf bara að koma auga á þau og nýta sér þau. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi og íbúi á Seyðisfirði
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun