Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 19:41 Þessi mynd fer í sögubækurnar. (AP Photo/Chris Pizzello) Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. Það vakti gríðarlega athygli í nótt þegar Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum. Sá síðarnefndi hafði sagt brandara um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Brandari Rock snerist um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd á tíunda áratug síðustu aldar. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos. Heyra mátti saumnál detta í salnum þar sem Rock reyndi að halda andliti eftir uppákomuna óvæntu. Snemma í morgun gaf Bandaríska kvikmyndaakademían út stutta yfirlýsingu á Twitter, þar sem fram kom að akademían gæti ekki samþykkt ofbeldi af neinu tagi. The Academy does not condone violence of any form.Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022 Í kvöld sendi hún frá sér ítarlegri yfirlýsingu, þar sem hegðun Smith var fordæmd og því heitið að formleg rannsókn færi fram á uppákomunni. „Akademían fordæmir gjörðir Hr. Smith á verðlaunaathöfninni,“ er haft eftir talsmanni hennar á vef Variety. „Við höfum hafið formlega rannsókn á atvikinu og munum kanna frekar hvaða afleiðingar það mun hafa miðað við reglur og siðareglur okkar og þau lög sem eru í gildi í Kaliforníu,“ er einnig haft eftir talsmanninum. Will Smith var kampakátur með styttuna frægu, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir leik hans í kvikmyndinni King Richard.AP Líklegt þykir að Smith muni þurfa að gjalda fyrir kinnhestinn á einhvern hátt, en í frétt Variety segir að ólíklegt sé að Óskarverðlaunin, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki, skömmu eftir kinnhestinn, verði tekin af honum. Komið hefur fram að Chris Rock ætli sér ekki að kæra kinnhestinn til lögreglu. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í nótt þegar Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum. Sá síðarnefndi hafði sagt brandara um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Brandari Rock snerist um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd á tíunda áratug síðustu aldar. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos. Heyra mátti saumnál detta í salnum þar sem Rock reyndi að halda andliti eftir uppákomuna óvæntu. Snemma í morgun gaf Bandaríska kvikmyndaakademían út stutta yfirlýsingu á Twitter, þar sem fram kom að akademían gæti ekki samþykkt ofbeldi af neinu tagi. The Academy does not condone violence of any form.Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022 Í kvöld sendi hún frá sér ítarlegri yfirlýsingu, þar sem hegðun Smith var fordæmd og því heitið að formleg rannsókn færi fram á uppákomunni. „Akademían fordæmir gjörðir Hr. Smith á verðlaunaathöfninni,“ er haft eftir talsmanni hennar á vef Variety. „Við höfum hafið formlega rannsókn á atvikinu og munum kanna frekar hvaða afleiðingar það mun hafa miðað við reglur og siðareglur okkar og þau lög sem eru í gildi í Kaliforníu,“ er einnig haft eftir talsmanninum. Will Smith var kampakátur með styttuna frægu, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki karla fyrir leik hans í kvikmyndinni King Richard.AP Líklegt þykir að Smith muni þurfa að gjalda fyrir kinnhestinn á einhvern hátt, en í frétt Variety segir að ólíklegt sé að Óskarverðlaunin, sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki, skömmu eftir kinnhestinn, verði tekin af honum. Komið hefur fram að Chris Rock ætli sér ekki að kæra kinnhestinn til lögreglu.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Bradley Cooper og Denzel Washington ræddu við Will Smith eftir atvikið Leikararnir Bradley Cooper, Denzel Washington og Tyler Perry ræddu allir við Will Smith eftir að hann sló Chris Rock á Óskarnum í nótt. 28. mars 2022 09:41
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42
Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28