Siakam sendi þunnskipað lið Boston niður um þrjú sæti Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 07:30 Pascal Siakam keyrir framhjá Aaron Nesmith í sigri Toronto Raptors í nótt. AP/Frank Gunn Pascal Siakam skoraði 40 stig þegar Toronto Raptors unnu mikilvægan sigur og sendu Boston Celtics niður úr efsta sæti austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Leikurinn var annar tveggja leikja sem fóru í framlengingu. Miami Heat er núna eitt á toppi austurdeildarinnar, eftir öruggan 123-100 sigur á Sacramento Kings í gær, en Boston fór alveg niður í 4. sæti. Toronto náði hins vegar að lyfta sér upp úr umspilssæti og í 6. sæti austurdeildarinnar. The NBA Standings after Monday night!The Miami Heat reclaim #1 in the Easthttps://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/my4nQM4qh4— NBA (@NBA) March 29, 2022 Siakam skoraði ekki bara 40 stig heldur tók 13 fráköst í 115-112 sigri Toronto í gær. Hann skoraði til að mynda mikilvæga körfu seint í framlengingunni. 4 0 piece SPICY Pascal Siakam ERUPTED for a season-high 40 points including the game deciding basket in OT! #WeTheNorth@pskills43: 40 PTS, 13 REB, 3 STL, 2 BLK pic.twitter.com/vyRPyWTKJc— NBA (@NBA) March 29, 2022 Lið Boston var ansi þunnskipað og lék án Jaylen Brown, Jason Tatum, Al Horford og Robert Williams III, í aðeins fimmta tapleik sínum í síðustu 29 leikjum. Brown og Tatum munu báðir hafa verið aumir í hnjánum en ættu að vera með á morgun þegar Boston fær Miami í heimsókn í sannkölluðum stórleik. Jokic með þrefalda tvennu Einnig var framlengt í Portland þar sem gestirnir frá Oklahoma City Thunder unnu 134-131 sigur. Isaiah Roby skoraði 30 stig fyrir Oklahoma og Aaron Wiggins 28 en liðið er engu að síður næstneðst í vesturdeildinni og vonir Portland um að komast upp í umspil eru einnig afar litlar. Isaiah Roby WENT OFF for a career-high 30 points (11-13 FGM) in the @okcthunder win, and hit a CLUTCH 3 with seconds remaining to force OT! #ThunderUp@roby_isaiah: 30 PTS, 8 REB, 4 AST, 2 STL, 2 BLK, 4 3PM pic.twitter.com/OcvNEEYQrA— NBA (@NBA) March 29, 2022 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets eru hins vegar í 6. sæti vesturdeildarinnar og nálægt næstu liðum eftir 113-109 sigur gegn Charlotte Hornets. Jókerinn stóð fyrir sínu og skoraði 26 stig, tók 19 fráköst og gaf 11 stoðsendingar, og náði þar með sinni nítjándu þrennu í vetur. Nikola Jokic dropped his 19th triple-double of the season to propel the @nuggets to the win! #MileHighBasketball 26 PTS | 19 REB | 11 AST | 2 STL pic.twitter.com/bTAQyRvwxD— NBA (@NBA) March 29, 2022 Úrslitin í gær: Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Miami Heat er núna eitt á toppi austurdeildarinnar, eftir öruggan 123-100 sigur á Sacramento Kings í gær, en Boston fór alveg niður í 4. sæti. Toronto náði hins vegar að lyfta sér upp úr umspilssæti og í 6. sæti austurdeildarinnar. The NBA Standings after Monday night!The Miami Heat reclaim #1 in the Easthttps://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/my4nQM4qh4— NBA (@NBA) March 29, 2022 Siakam skoraði ekki bara 40 stig heldur tók 13 fráköst í 115-112 sigri Toronto í gær. Hann skoraði til að mynda mikilvæga körfu seint í framlengingunni. 4 0 piece SPICY Pascal Siakam ERUPTED for a season-high 40 points including the game deciding basket in OT! #WeTheNorth@pskills43: 40 PTS, 13 REB, 3 STL, 2 BLK pic.twitter.com/vyRPyWTKJc— NBA (@NBA) March 29, 2022 Lið Boston var ansi þunnskipað og lék án Jaylen Brown, Jason Tatum, Al Horford og Robert Williams III, í aðeins fimmta tapleik sínum í síðustu 29 leikjum. Brown og Tatum munu báðir hafa verið aumir í hnjánum en ættu að vera með á morgun þegar Boston fær Miami í heimsókn í sannkölluðum stórleik. Jokic með þrefalda tvennu Einnig var framlengt í Portland þar sem gestirnir frá Oklahoma City Thunder unnu 134-131 sigur. Isaiah Roby skoraði 30 stig fyrir Oklahoma og Aaron Wiggins 28 en liðið er engu að síður næstneðst í vesturdeildinni og vonir Portland um að komast upp í umspil eru einnig afar litlar. Isaiah Roby WENT OFF for a career-high 30 points (11-13 FGM) in the @okcthunder win, and hit a CLUTCH 3 with seconds remaining to force OT! #ThunderUp@roby_isaiah: 30 PTS, 8 REB, 4 AST, 2 STL, 2 BLK, 4 3PM pic.twitter.com/OcvNEEYQrA— NBA (@NBA) March 29, 2022 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets eru hins vegar í 6. sæti vesturdeildarinnar og nálægt næstu liðum eftir 113-109 sigur gegn Charlotte Hornets. Jókerinn stóð fyrir sínu og skoraði 26 stig, tók 19 fráköst og gaf 11 stoðsendingar, og náði þar með sinni nítjándu þrennu í vetur. Nikola Jokic dropped his 19th triple-double of the season to propel the @nuggets to the win! #MileHighBasketball 26 PTS | 19 REB | 11 AST | 2 STL pic.twitter.com/bTAQyRvwxD— NBA (@NBA) March 29, 2022 Úrslitin í gær: Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira