Beiðni Róberts og Árna um endurupptöku á 640 milljóna dómsmáli hafnað Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2022 14:29 Róbert Wessman og Árni Harðarson. Samsett Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Árna Harðarsonar og Róberts Wessman um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá febrúar 2018. Þar voru þeir ásamt Magnúsi Jaroslav Magnússyni dæmdir til að greiða Matthíasi H. Johannessen, fyrrverandi viðskiptafélaga þeirra, 640 milljónir króna auk vaxta í skaðabætur fyrir að hafa hlunnfarið hann í viðskiptum með óbeinan eignarhlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu, með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði, tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum. Árni og Róbert töldu sig vera með ný gögn sem kölluðu á endurupptöku á áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Gögnin áttu að sýna að Hæstiréttur hafi lagt rangar forsendur um málsatvik til grundvallar dómi sínum. Vísuðu þeir til þess að það væri rangt, sem Hæstiréttur hafi byggt á, að það hafi ekki verið fyrr en á árinu 2011 sem Matthíasi hafi orðið kunnugt um að Róbert væri ekki hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. og að Matthías hafi ekki fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna fyrr en 15. ágúst 2011. Þá töldu þeir að þetta atriði hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins. Átt að leggja fram gögnin fyrr Að sögn Endurupptökudóms láðist Róberti og Árna að afla og leggja fram umrædd gögn við meðferð máls sem lauk með fyrri dómi Hæstaréttar árið 2013 og leiða þau vitni sem þeir óska eftir að nú gefi skýrslu fyrir Endurupptökudómnum. Þeir hafi einnig haft tækifæri til að leitast við að sanna vitneskju Matthíasar í dómsmálinu sem lauk með dómi Hæstaréttar 2018 og þeir reyna nú að fá endurupptekið. Fram kemur í úrskurði Endurupptökudóms að bersýnilegt sé að Róbert og Árni hafi látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmálsins. Skilyrði fyrir endurupptöku séu því ekki uppfyllt. Villan ekki haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar Róbert og Árni bentu einnig á að Hæstiréttur hafi vísað til þess að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. hafi ekki neytt forkaupsréttar síns „við söluna 20. júlí 2010 þrátt fyrir vitneskju um hana“ á þann hátt sem samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir og því hafi forkaupsréttur annarra hluthafa orðið virkur. Hér sé um villu að ræða þar sem 20. júlí 2010 hafi ekki verið seldir hlutir í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf., heldur í dótturfélaginu Aztiq Partners A.B. í Svíþjóð. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt í móðurfélaginu. Endurupptökudómur fellst á að þarna sé um villu að ræða en segir bersýnilegt að hún sé smávægileg og hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. Beiðni um endurupptöku sé bersýnilega ekki á rökum reist og því beri að synja henni. Dómsmál Tengdar fréttir Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu, með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði, tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum. Árni og Róbert töldu sig vera með ný gögn sem kölluðu á endurupptöku á áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Gögnin áttu að sýna að Hæstiréttur hafi lagt rangar forsendur um málsatvik til grundvallar dómi sínum. Vísuðu þeir til þess að það væri rangt, sem Hæstiréttur hafi byggt á, að það hafi ekki verið fyrr en á árinu 2011 sem Matthíasi hafi orðið kunnugt um að Róbert væri ekki hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. og að Matthías hafi ekki fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna fyrr en 15. ágúst 2011. Þá töldu þeir að þetta atriði hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins. Átt að leggja fram gögnin fyrr Að sögn Endurupptökudóms láðist Róberti og Árna að afla og leggja fram umrædd gögn við meðferð máls sem lauk með fyrri dómi Hæstaréttar árið 2013 og leiða þau vitni sem þeir óska eftir að nú gefi skýrslu fyrir Endurupptökudómnum. Þeir hafi einnig haft tækifæri til að leitast við að sanna vitneskju Matthíasar í dómsmálinu sem lauk með dómi Hæstaréttar 2018 og þeir reyna nú að fá endurupptekið. Fram kemur í úrskurði Endurupptökudóms að bersýnilegt sé að Róbert og Árni hafi látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmálsins. Skilyrði fyrir endurupptöku séu því ekki uppfyllt. Villan ekki haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar Róbert og Árni bentu einnig á að Hæstiréttur hafi vísað til þess að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. hafi ekki neytt forkaupsréttar síns „við söluna 20. júlí 2010 þrátt fyrir vitneskju um hana“ á þann hátt sem samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir og því hafi forkaupsréttur annarra hluthafa orðið virkur. Hér sé um villu að ræða þar sem 20. júlí 2010 hafi ekki verið seldir hlutir í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf., heldur í dótturfélaginu Aztiq Partners A.B. í Svíþjóð. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt í móðurfélaginu. Endurupptökudómur fellst á að þarna sé um villu að ræða en segir bersýnilegt að hún sé smávægileg og hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. Beiðni um endurupptöku sé bersýnilega ekki á rökum reist og því beri að synja henni.
Dómsmál Tengdar fréttir Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27