Beiðni Róberts og Árna um endurupptöku á 640 milljóna dómsmáli hafnað Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2022 14:29 Róbert Wessman og Árni Harðarson. Samsett Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Árna Harðarsonar og Róberts Wessman um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá febrúar 2018. Þar voru þeir ásamt Magnúsi Jaroslav Magnússyni dæmdir til að greiða Matthíasi H. Johannessen, fyrrverandi viðskiptafélaga þeirra, 640 milljónir króna auk vaxta í skaðabætur fyrir að hafa hlunnfarið hann í viðskiptum með óbeinan eignarhlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu, með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði, tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum. Árni og Róbert töldu sig vera með ný gögn sem kölluðu á endurupptöku á áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Gögnin áttu að sýna að Hæstiréttur hafi lagt rangar forsendur um málsatvik til grundvallar dómi sínum. Vísuðu þeir til þess að það væri rangt, sem Hæstiréttur hafi byggt á, að það hafi ekki verið fyrr en á árinu 2011 sem Matthíasi hafi orðið kunnugt um að Róbert væri ekki hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. og að Matthías hafi ekki fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna fyrr en 15. ágúst 2011. Þá töldu þeir að þetta atriði hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins. Átt að leggja fram gögnin fyrr Að sögn Endurupptökudóms láðist Róberti og Árna að afla og leggja fram umrædd gögn við meðferð máls sem lauk með fyrri dómi Hæstaréttar árið 2013 og leiða þau vitni sem þeir óska eftir að nú gefi skýrslu fyrir Endurupptökudómnum. Þeir hafi einnig haft tækifæri til að leitast við að sanna vitneskju Matthíasar í dómsmálinu sem lauk með dómi Hæstaréttar 2018 og þeir reyna nú að fá endurupptekið. Fram kemur í úrskurði Endurupptökudóms að bersýnilegt sé að Róbert og Árni hafi látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmálsins. Skilyrði fyrir endurupptöku séu því ekki uppfyllt. Villan ekki haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar Róbert og Árni bentu einnig á að Hæstiréttur hafi vísað til þess að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. hafi ekki neytt forkaupsréttar síns „við söluna 20. júlí 2010 þrátt fyrir vitneskju um hana“ á þann hátt sem samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir og því hafi forkaupsréttur annarra hluthafa orðið virkur. Hér sé um villu að ræða þar sem 20. júlí 2010 hafi ekki verið seldir hlutir í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf., heldur í dótturfélaginu Aztiq Partners A.B. í Svíþjóð. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt í móðurfélaginu. Endurupptökudómur fellst á að þarna sé um villu að ræða en segir bersýnilegt að hún sé smávægileg og hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. Beiðni um endurupptöku sé bersýnilega ekki á rökum reist og því beri að synja henni. Dómsmál Tengdar fréttir Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu, með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði, tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum. Árni og Róbert töldu sig vera með ný gögn sem kölluðu á endurupptöku á áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Gögnin áttu að sýna að Hæstiréttur hafi lagt rangar forsendur um málsatvik til grundvallar dómi sínum. Vísuðu þeir til þess að það væri rangt, sem Hæstiréttur hafi byggt á, að það hafi ekki verið fyrr en á árinu 2011 sem Matthíasi hafi orðið kunnugt um að Róbert væri ekki hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. og að Matthías hafi ekki fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna fyrr en 15. ágúst 2011. Þá töldu þeir að þetta atriði hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins. Átt að leggja fram gögnin fyrr Að sögn Endurupptökudóms láðist Róberti og Árna að afla og leggja fram umrædd gögn við meðferð máls sem lauk með fyrri dómi Hæstaréttar árið 2013 og leiða þau vitni sem þeir óska eftir að nú gefi skýrslu fyrir Endurupptökudómnum. Þeir hafi einnig haft tækifæri til að leitast við að sanna vitneskju Matthíasar í dómsmálinu sem lauk með dómi Hæstaréttar 2018 og þeir reyna nú að fá endurupptekið. Fram kemur í úrskurði Endurupptökudóms að bersýnilegt sé að Róbert og Árni hafi látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmálsins. Skilyrði fyrir endurupptöku séu því ekki uppfyllt. Villan ekki haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar Róbert og Árni bentu einnig á að Hæstiréttur hafi vísað til þess að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. hafi ekki neytt forkaupsréttar síns „við söluna 20. júlí 2010 þrátt fyrir vitneskju um hana“ á þann hátt sem samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir og því hafi forkaupsréttur annarra hluthafa orðið virkur. Hér sé um villu að ræða þar sem 20. júlí 2010 hafi ekki verið seldir hlutir í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf., heldur í dótturfélaginu Aztiq Partners A.B. í Svíþjóð. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt í móðurfélaginu. Endurupptökudómur fellst á að þarna sé um villu að ræða en segir bersýnilegt að hún sé smávægileg og hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. Beiðni um endurupptöku sé bersýnilega ekki á rökum reist og því beri að synja henni.
Dómsmál Tengdar fréttir Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27