Steinhissa á framkvæmdum í Tryggvagötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2022 22:01 Anna Þorsteinsdóttir fyrir utan The Sushi Train í Tryggvagötu sem hún rekur ásamt bróður sínum. Framkvæmdirnar má sjá í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við Tryggvagötu í Reykjavík eru þyrnir í augum eins íbúa götunnar, sem einnig rekur þar tvo veitingastaði. Hann segir að hvorki íbúar né rekstraraðilar hafi verið látnir vita af framkvæmdunum fyrr en eftir að þær hófust og er óánægður með Reykjavíkurborg. Systkinin Anna og Kristján Þorsteinsbörn reka tvo veitingastaði við Tryggvagötu, Osushi og Hungry Chef. Kristján, sem býr auk þess í götunni, segir að tilkynning vegna framkvæmdanna hafi ekki borist fyrr en tæpum tveimur vikum eftir upphaf þeirra. Hún hafi komið frá Veitum. „Þetta er allt hið furðulegasta mál,“ segir Kristján, sem segir framkvæmdirnar hafa neikvæð áhrif á rekstur hans, sem hafi verið nóg af upp á síðkastið vegna kórónuveirufaraldursins. Segir ósamræmi í upplýsingagjöf um verklok Kristján segir að í tölvupóstinum sem barst frá Veitum hafi verið vísað á tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, þar sem fram hefði komið að framkvæmdum ætti að ljúka í sumar. Frá framkvæmdunum. Bláa húsið hýsir meðal annars Borgarbókasafnið í miðbænum.Vísir/vilhelm „Ég ræddi við verktakann hérna um daginn sem sagði að þeir hefðu til loka ágúst til að dunda sér í þessu. Ætli þetta verði þá ekki búið um jólin,“ segir Kristján og hlær við. Kristján furðar sig þá á vinnubrögðum borgarinnar, sem hann segir litlu hafa svarað um málið. „Fulltrúi húsfélagsins þar sem ég bý sendi pósta á Reykjavíkurborg og fleiri aðila og hefur fengið eitt svar, en annars hefur allt verið hundsað af hálfu borgarinnar. Það var einhver innan borgarinnar sem sagðist ætla að koma þessu á rétta fólkið, en það hefur síðan ekki svarað.“ Furðar sig á stöðumælavarðaskorti Annað vandamál sem Kristján segir framkvæmdirnar hafa í för með sér helgast af ólöglega lögðum bílum í götunni. „Tryggvagatan er lokuð. Þú getur beygt inn á hana en svo þegar þú kemur að enda götunnar er bara hola. Ég ræddi við bílastæðavörð hérna um þar síðustu helgi, því bílum var lagt hérna um allar trissur, alveg eins ólöglega og hægt er. Uppi á gangstéttum og allt,“ segir Kristján. Hann segir bílastæðavörðinn hafa gefið þær skýringar að ekki mætti sekta ökumenn sem legðu ólöglega í götunni, þar sem framkvæmdirnar væru ekki nægilega vel merktar. „Síðasta laugardag sá ég síðan konu sem var svoleiðis að drita út 10.000 króna miðum á bílana. Hún sagði að nú mætti sekta, því það væri búið að gera einhverjar breytingar. Síðan þá hefur ekki sést einn stöðumælavörður hérna,“ segir Kristján, sem er auðheyranlega þreyttur á því að bílar leggi ólöglega í götunni. Hann segir að slíkt hafi neikvæð áhrif á reksturinn, þar sem fólk leggi einfaldlega fyrir inngöngum og uppi á gangstéttum. „Þetta er svo furðulegt, einn daginn má sekta og hinn daginn má ekki sekta. Þeir eru ofsalega duglegir að sekta, það verður ekki af þessum borgarstarfsmönnum tekið. Þeir eru mjög duglegir. En núna bólar ekkert á þeim.“ Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Systkinin Anna og Kristján Þorsteinsbörn reka tvo veitingastaði við Tryggvagötu, Osushi og Hungry Chef. Kristján, sem býr auk þess í götunni, segir að tilkynning vegna framkvæmdanna hafi ekki borist fyrr en tæpum tveimur vikum eftir upphaf þeirra. Hún hafi komið frá Veitum. „Þetta er allt hið furðulegasta mál,“ segir Kristján, sem segir framkvæmdirnar hafa neikvæð áhrif á rekstur hans, sem hafi verið nóg af upp á síðkastið vegna kórónuveirufaraldursins. Segir ósamræmi í upplýsingagjöf um verklok Kristján segir að í tölvupóstinum sem barst frá Veitum hafi verið vísað á tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, þar sem fram hefði komið að framkvæmdum ætti að ljúka í sumar. Frá framkvæmdunum. Bláa húsið hýsir meðal annars Borgarbókasafnið í miðbænum.Vísir/vilhelm „Ég ræddi við verktakann hérna um daginn sem sagði að þeir hefðu til loka ágúst til að dunda sér í þessu. Ætli þetta verði þá ekki búið um jólin,“ segir Kristján og hlær við. Kristján furðar sig þá á vinnubrögðum borgarinnar, sem hann segir litlu hafa svarað um málið. „Fulltrúi húsfélagsins þar sem ég bý sendi pósta á Reykjavíkurborg og fleiri aðila og hefur fengið eitt svar, en annars hefur allt verið hundsað af hálfu borgarinnar. Það var einhver innan borgarinnar sem sagðist ætla að koma þessu á rétta fólkið, en það hefur síðan ekki svarað.“ Furðar sig á stöðumælavarðaskorti Annað vandamál sem Kristján segir framkvæmdirnar hafa í för með sér helgast af ólöglega lögðum bílum í götunni. „Tryggvagatan er lokuð. Þú getur beygt inn á hana en svo þegar þú kemur að enda götunnar er bara hola. Ég ræddi við bílastæðavörð hérna um þar síðustu helgi, því bílum var lagt hérna um allar trissur, alveg eins ólöglega og hægt er. Uppi á gangstéttum og allt,“ segir Kristján. Hann segir bílastæðavörðinn hafa gefið þær skýringar að ekki mætti sekta ökumenn sem legðu ólöglega í götunni, þar sem framkvæmdirnar væru ekki nægilega vel merktar. „Síðasta laugardag sá ég síðan konu sem var svoleiðis að drita út 10.000 króna miðum á bílana. Hún sagði að nú mætti sekta, því það væri búið að gera einhverjar breytingar. Síðan þá hefur ekki sést einn stöðumælavörður hérna,“ segir Kristján, sem er auðheyranlega þreyttur á því að bílar leggi ólöglega í götunni. Hann segir að slíkt hafi neikvæð áhrif á reksturinn, þar sem fólk leggi einfaldlega fyrir inngöngum og uppi á gangstéttum. „Þetta er svo furðulegt, einn daginn má sekta og hinn daginn má ekki sekta. Þeir eru ofsalega duglegir að sekta, það verður ekki af þessum borgarstarfsmönnum tekið. Þeir eru mjög duglegir. En núna bólar ekkert á þeim.“
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira