Baðaðir geislum í vítakeppninni, níddir og rúður í liðsrútu brotnar Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 07:30 Mohamed Salah var með græna leysigeislaslykju yfir andlitinu áður en hann tók vítið sitt gegn Senegal. Stuðningsmenn Senegal reyndu allt til að koma honum úr jafnvægi. Skjáskot/ESPN/efasocial Liverpool-maðurinn Mohamed Salah var með græna leysigeisla í andlitinu þegar hann tók sitt víti fyrir Egyptaland í úrslitaleiknum gegn Senegal í gær, um laust sæti á HM í fótbolta. Rúður í rútu Egypta voru brotnar fyrir leik og þeir urðu fyrir ýmsu öðru áreiti. Senegal var á heimavelli í þessum seinni leik liðanna, eftir að hafa tapað 1-0 í Egyptalandi. Senegal vann leikinn í gær 1-0 og því varð að grípa til vítakeppni og rétt eins og á Afríkumótinu fyrr á þessu ári hafði Senegal þar betur. Sadio Mané tryggði sigurinn með síðasta vítinu. Salah og liðsfélagar hans voru truflaðir í sínum vítum, sem og markvörður Egypta, með fjölda leysigeisla sem beint var að þeim frá senegölskum áhorfendum. I mean, just look at this. Salah sails his penalty over and surely anybody would, given the lasers.Mane scores, Senegal wins the shootout, Egypt out of the World Cup pic.twitter.com/tgHmCmW8uu— Henry Bushnell (@HenryBushnell) March 29, 2022 Ekki er ljóst hvort eða hvaða afleiðingar þetta mun hafa en beðið er viðbragða frá FIFA sem eflaust mun að minnsta kosti sekta senegalska knattspyrnusambandið eða refsa því með heimaleikjabanni. Áhorfendur þustu inn á völlinn að leik loknum og Salah þurfti vernd á meðan að hann gekk af velli. The attempt to attack Mohamed Salah by the Senegalese fans after the match, it is really a tragedy pic.twitter.com/bXZT6Lo6PY— Mosalah (@z2hanysalah) March 29, 2022 Egypska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir leik og sagði að formleg kvörtun hefði verið lögð inn vegna árása á egypska liðið og vegna borða og spjalda sem innihéldu kynþáttaníð og var beint að Egyptum. Rúður í liðsrútu Egypta voru brotnar. View this post on Instagram A post shared by EFA (@efasocial) Egypska sambandið segir níðinu sérstaklega hafa verið beint að Salah, fyrirliða liðsins, og að með kvörtuninni hafi fylgt ljósmyndir og myndbandsupptökur til sönnunar. HM 2022 í Katar Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira
Senegal var á heimavelli í þessum seinni leik liðanna, eftir að hafa tapað 1-0 í Egyptalandi. Senegal vann leikinn í gær 1-0 og því varð að grípa til vítakeppni og rétt eins og á Afríkumótinu fyrr á þessu ári hafði Senegal þar betur. Sadio Mané tryggði sigurinn með síðasta vítinu. Salah og liðsfélagar hans voru truflaðir í sínum vítum, sem og markvörður Egypta, með fjölda leysigeisla sem beint var að þeim frá senegölskum áhorfendum. I mean, just look at this. Salah sails his penalty over and surely anybody would, given the lasers.Mane scores, Senegal wins the shootout, Egypt out of the World Cup pic.twitter.com/tgHmCmW8uu— Henry Bushnell (@HenryBushnell) March 29, 2022 Ekki er ljóst hvort eða hvaða afleiðingar þetta mun hafa en beðið er viðbragða frá FIFA sem eflaust mun að minnsta kosti sekta senegalska knattspyrnusambandið eða refsa því með heimaleikjabanni. Áhorfendur þustu inn á völlinn að leik loknum og Salah þurfti vernd á meðan að hann gekk af velli. The attempt to attack Mohamed Salah by the Senegalese fans after the match, it is really a tragedy pic.twitter.com/bXZT6Lo6PY— Mosalah (@z2hanysalah) March 29, 2022 Egypska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir leik og sagði að formleg kvörtun hefði verið lögð inn vegna árása á egypska liðið og vegna borða og spjalda sem innihéldu kynþáttaníð og var beint að Egyptum. Rúður í liðsrútu Egypta voru brotnar. View this post on Instagram A post shared by EFA (@efasocial) Egypska sambandið segir níðinu sérstaklega hafa verið beint að Salah, fyrirliða liðsins, og að með kvörtuninni hafi fylgt ljósmyndir og myndbandsupptökur til sönnunar.
HM 2022 í Katar Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira
Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58