Karólína lokuð inni í viku vegna smits: „Þetta er hræðileg tímasetning“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 11:31 Bayern München v SL Benfica: Group D - UEFA Women's Champions League MUNICH, GERMANY - DECEMBER 15: Karolina Lea Vilhjalmsdottir of Bayern Muenchen looks on during the UEFA Women's Champions League group D match between Bayern München and SL Benfica at FCB Campus on December 15, 2021 in Munich, Germany. (Photo by Roland Krivec/DeFodi Images via Getty Images) Reglur í Þýskalandi og hjá Bayern München varðandi kórónuveirusmit koma í veg fyrir að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir geti spilað stórleikinn gegn PSG í París í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Karólína greindist með kórónuveirusmit síðastliðinn fimmtudagsmorgun og hefur ekki mátt hreyfa sig af heimili sínu síðan þá. „Ég er bara orðin hress en reglurnar í Þýskalandi eru þannig að maður þarf að vera í einangrun í 7-10 daga. Þess vegna missi ég því miður af leiknum í kvöld og síðasta leik,“ segir Karólína við Vísi. Alls eru sjö leikmenn Bayern í einangrun og þurfa að treysta á Glódísi Perlu Viggósdóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og aðra fullfríska leikmenn til að snúa við 2-1 tapinu í síðustu viku og koma Bayern áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bayern tryggir ítarlega læknisskoðun „Frá því að ég greindist er ég búin að vera alveg í einangrun og má ekki fara út eða neitt. Ég losnaði í rauninni í dag en ég þarf að fara í læknisskoðun og alls konar próf til að sjá hvort að það sé allt í lagi með hjarta og lungu. Ef að þau koma vel út má ég byrja að æfa á morgun,“ segir Karólína. Bayern passar vel upp á sitt fólk og leikmenn mega ekki einu sinni æfa heima hjá sér í einangruninni heldur þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr prófum. Alphonso Davies, leikmaður karlaliðs félagsins, greindist með væga hjartavöðvabólgu eftir kórónuveirusmit og var frá keppni í þrjá mánuði, og Karólína segir einn leikmann kvennaliðsins einnig hafa fengið hjartavöðvabólgu. Sjö leikmenn smitaðir en ekki frestað nema þeir séu níu Mögulega hefur Karólína svindlað svolítið á reglum Bayern um að sleppa því að æfa heima í einangruninni, þó að ekki verði fullyrt um það hér, en henni líður að minnsta kosti ágætlega: „Ég var með einkenni fyrstu tvo dagana en síðan er ég búin að vera allt í lagi. Ef að ég væri ekki í Þýskalandi væri ég mögulega í leikmannahópnum í kvöld. Við erum sjö sem erum greindar með smit í liðinu, svo hópurinn er lítill í leiknum í kvöld. Reglan er að það þurfi að vera níu leikmenn smitaðir til að leik sé frestað. Þetta er svolítið súrt en við erum með það góðan hóp að vonandi getum við tekið sigur í kvöld og mætt svo allar í undanúrslitin en þetta verður strembið verkefni,“ segir Karólína. Nær stórleiknum við Wolfsburg og landsleikjunum Karólína ætti að vera klár í stórleikinn við Wolfsburg á sunnudag, sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðanna verður Þýskalandsmeistari, sem og í landsleikina mikilvægu gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi snemma í apríl. Auk hennar eru þær Linda Dallmann, Sarah Zadrazil, Jovana Damnjanovic, Maxi Rall, Carina Wenninger og Franzi Kett í einangrun. „Það er alltaf ein og ein að bætast í hópinn, og ljóst að margar munu missa líka af leiknum við Wolfsburg. Þetta er hræðileg tímasetning en svona er heimurinn bara í dag og maður þarf að taka það á kassann.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Sjá meira
Karólína greindist með kórónuveirusmit síðastliðinn fimmtudagsmorgun og hefur ekki mátt hreyfa sig af heimili sínu síðan þá. „Ég er bara orðin hress en reglurnar í Þýskalandi eru þannig að maður þarf að vera í einangrun í 7-10 daga. Þess vegna missi ég því miður af leiknum í kvöld og síðasta leik,“ segir Karólína við Vísi. Alls eru sjö leikmenn Bayern í einangrun og þurfa að treysta á Glódísi Perlu Viggósdóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og aðra fullfríska leikmenn til að snúa við 2-1 tapinu í síðustu viku og koma Bayern áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bayern tryggir ítarlega læknisskoðun „Frá því að ég greindist er ég búin að vera alveg í einangrun og má ekki fara út eða neitt. Ég losnaði í rauninni í dag en ég þarf að fara í læknisskoðun og alls konar próf til að sjá hvort að það sé allt í lagi með hjarta og lungu. Ef að þau koma vel út má ég byrja að æfa á morgun,“ segir Karólína. Bayern passar vel upp á sitt fólk og leikmenn mega ekki einu sinni æfa heima hjá sér í einangruninni heldur þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr prófum. Alphonso Davies, leikmaður karlaliðs félagsins, greindist með væga hjartavöðvabólgu eftir kórónuveirusmit og var frá keppni í þrjá mánuði, og Karólína segir einn leikmann kvennaliðsins einnig hafa fengið hjartavöðvabólgu. Sjö leikmenn smitaðir en ekki frestað nema þeir séu níu Mögulega hefur Karólína svindlað svolítið á reglum Bayern um að sleppa því að æfa heima í einangruninni, þó að ekki verði fullyrt um það hér, en henni líður að minnsta kosti ágætlega: „Ég var með einkenni fyrstu tvo dagana en síðan er ég búin að vera allt í lagi. Ef að ég væri ekki í Þýskalandi væri ég mögulega í leikmannahópnum í kvöld. Við erum sjö sem erum greindar með smit í liðinu, svo hópurinn er lítill í leiknum í kvöld. Reglan er að það þurfi að vera níu leikmenn smitaðir til að leik sé frestað. Þetta er svolítið súrt en við erum með það góðan hóp að vonandi getum við tekið sigur í kvöld og mætt svo allar í undanúrslitin en þetta verður strembið verkefni,“ segir Karólína. Nær stórleiknum við Wolfsburg og landsleikjunum Karólína ætti að vera klár í stórleikinn við Wolfsburg á sunnudag, sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðanna verður Þýskalandsmeistari, sem og í landsleikina mikilvægu gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi snemma í apríl. Auk hennar eru þær Linda Dallmann, Sarah Zadrazil, Jovana Damnjanovic, Maxi Rall, Carina Wenninger og Franzi Kett í einangrun. „Það er alltaf ein og ein að bætast í hópinn, og ljóst að margar munu missa líka af leiknum við Wolfsburg. Þetta er hræðileg tímasetning en svona er heimurinn bara í dag og maður þarf að taka það á kassann.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Sjá meira