Karólína lokuð inni í viku vegna smits: „Þetta er hræðileg tímasetning“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 11:31 Bayern München v SL Benfica: Group D - UEFA Women's Champions League MUNICH, GERMANY - DECEMBER 15: Karolina Lea Vilhjalmsdottir of Bayern Muenchen looks on during the UEFA Women's Champions League group D match between Bayern München and SL Benfica at FCB Campus on December 15, 2021 in Munich, Germany. (Photo by Roland Krivec/DeFodi Images via Getty Images) Reglur í Þýskalandi og hjá Bayern München varðandi kórónuveirusmit koma í veg fyrir að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir geti spilað stórleikinn gegn PSG í París í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Karólína greindist með kórónuveirusmit síðastliðinn fimmtudagsmorgun og hefur ekki mátt hreyfa sig af heimili sínu síðan þá. „Ég er bara orðin hress en reglurnar í Þýskalandi eru þannig að maður þarf að vera í einangrun í 7-10 daga. Þess vegna missi ég því miður af leiknum í kvöld og síðasta leik,“ segir Karólína við Vísi. Alls eru sjö leikmenn Bayern í einangrun og þurfa að treysta á Glódísi Perlu Viggósdóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og aðra fullfríska leikmenn til að snúa við 2-1 tapinu í síðustu viku og koma Bayern áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bayern tryggir ítarlega læknisskoðun „Frá því að ég greindist er ég búin að vera alveg í einangrun og má ekki fara út eða neitt. Ég losnaði í rauninni í dag en ég þarf að fara í læknisskoðun og alls konar próf til að sjá hvort að það sé allt í lagi með hjarta og lungu. Ef að þau koma vel út má ég byrja að æfa á morgun,“ segir Karólína. Bayern passar vel upp á sitt fólk og leikmenn mega ekki einu sinni æfa heima hjá sér í einangruninni heldur þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr prófum. Alphonso Davies, leikmaður karlaliðs félagsins, greindist með væga hjartavöðvabólgu eftir kórónuveirusmit og var frá keppni í þrjá mánuði, og Karólína segir einn leikmann kvennaliðsins einnig hafa fengið hjartavöðvabólgu. Sjö leikmenn smitaðir en ekki frestað nema þeir séu níu Mögulega hefur Karólína svindlað svolítið á reglum Bayern um að sleppa því að æfa heima í einangruninni, þó að ekki verði fullyrt um það hér, en henni líður að minnsta kosti ágætlega: „Ég var með einkenni fyrstu tvo dagana en síðan er ég búin að vera allt í lagi. Ef að ég væri ekki í Þýskalandi væri ég mögulega í leikmannahópnum í kvöld. Við erum sjö sem erum greindar með smit í liðinu, svo hópurinn er lítill í leiknum í kvöld. Reglan er að það þurfi að vera níu leikmenn smitaðir til að leik sé frestað. Þetta er svolítið súrt en við erum með það góðan hóp að vonandi getum við tekið sigur í kvöld og mætt svo allar í undanúrslitin en þetta verður strembið verkefni,“ segir Karólína. Nær stórleiknum við Wolfsburg og landsleikjunum Karólína ætti að vera klár í stórleikinn við Wolfsburg á sunnudag, sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðanna verður Þýskalandsmeistari, sem og í landsleikina mikilvægu gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi snemma í apríl. Auk hennar eru þær Linda Dallmann, Sarah Zadrazil, Jovana Damnjanovic, Maxi Rall, Carina Wenninger og Franzi Kett í einangrun. „Það er alltaf ein og ein að bætast í hópinn, og ljóst að margar munu missa líka af leiknum við Wolfsburg. Þetta er hræðileg tímasetning en svona er heimurinn bara í dag og maður þarf að taka það á kassann.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Karólína greindist með kórónuveirusmit síðastliðinn fimmtudagsmorgun og hefur ekki mátt hreyfa sig af heimili sínu síðan þá. „Ég er bara orðin hress en reglurnar í Þýskalandi eru þannig að maður þarf að vera í einangrun í 7-10 daga. Þess vegna missi ég því miður af leiknum í kvöld og síðasta leik,“ segir Karólína við Vísi. Alls eru sjö leikmenn Bayern í einangrun og þurfa að treysta á Glódísi Perlu Viggósdóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og aðra fullfríska leikmenn til að snúa við 2-1 tapinu í síðustu viku og koma Bayern áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bayern tryggir ítarlega læknisskoðun „Frá því að ég greindist er ég búin að vera alveg í einangrun og má ekki fara út eða neitt. Ég losnaði í rauninni í dag en ég þarf að fara í læknisskoðun og alls konar próf til að sjá hvort að það sé allt í lagi með hjarta og lungu. Ef að þau koma vel út má ég byrja að æfa á morgun,“ segir Karólína. Bayern passar vel upp á sitt fólk og leikmenn mega ekki einu sinni æfa heima hjá sér í einangruninni heldur þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr prófum. Alphonso Davies, leikmaður karlaliðs félagsins, greindist með væga hjartavöðvabólgu eftir kórónuveirusmit og var frá keppni í þrjá mánuði, og Karólína segir einn leikmann kvennaliðsins einnig hafa fengið hjartavöðvabólgu. Sjö leikmenn smitaðir en ekki frestað nema þeir séu níu Mögulega hefur Karólína svindlað svolítið á reglum Bayern um að sleppa því að æfa heima í einangruninni, þó að ekki verði fullyrt um það hér, en henni líður að minnsta kosti ágætlega: „Ég var með einkenni fyrstu tvo dagana en síðan er ég búin að vera allt í lagi. Ef að ég væri ekki í Þýskalandi væri ég mögulega í leikmannahópnum í kvöld. Við erum sjö sem erum greindar með smit í liðinu, svo hópurinn er lítill í leiknum í kvöld. Reglan er að það þurfi að vera níu leikmenn smitaðir til að leik sé frestað. Þetta er svolítið súrt en við erum með það góðan hóp að vonandi getum við tekið sigur í kvöld og mætt svo allar í undanúrslitin en þetta verður strembið verkefni,“ segir Karólína. Nær stórleiknum við Wolfsburg og landsleikjunum Karólína ætti að vera klár í stórleikinn við Wolfsburg á sunnudag, sem gæti ráðið úrslitum um hvort liðanna verður Þýskalandsmeistari, sem og í landsleikina mikilvægu gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi snemma í apríl. Auk hennar eru þær Linda Dallmann, Sarah Zadrazil, Jovana Damnjanovic, Maxi Rall, Carina Wenninger og Franzi Kett í einangrun. „Það er alltaf ein og ein að bætast í hópinn, og ljóst að margar munu missa líka af leiknum við Wolfsburg. Þetta er hræðileg tímasetning en svona er heimurinn bara í dag og maður þarf að taka það á kassann.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira