Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2022 19:01 Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa gerði viðtalsrannsókn á íslenskum kvenföngum. Þar kom fram að allar konurnar höfðu orðið fyrir alvarlegum áföllum sem leiddi þær út í vímuefnavanda og neyslutengd afbrot. Svipaðar niðurstöður hafa komið fram í erlendum rannsóknum. Vísir/Sigurjón Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis. „Sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna að áföll geta leitt til afbrotahegðunar og jafnvel fangelsisvistar síðar meir á ævinni. Það er mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um þessi tengsl,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa. Arndís gerði nýlega rannsókn þar sem hún ræddi við níu íslenska kvenfanga um reynslu þeirra. Niðurstöðurnar koma heim og saman við það sem hún hafði áður kynnt sér um þessi mál. „Í þeim viðtölum sem ég tók kom fram að margar konurnar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða vanrækslu heima hjá sér í æsku. Margar höfðu verið í barnaverndarúrræðum sem börn og verið á meðferðarheimilinum. Það rýmar við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á karl-og kvenföngum en í þeim kemur áberandi áfallasaga yfirleitt fram,“ segir Arndís. Arndís segir að konurnar hafi svo lýst því hvernig þær leiddust út í vímuefnaneyslu-og vanda sem bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður og eða minningar. „Það er þekkt að áföll í æsku geta valdið því að fólk leitar í vímuefni til að sefa þessa vanlíðan og síðan leiðir neyslan af sér afbrot til að fjármagna neysluna. Þetta átti við allar konurnar sem ég ræddi við,þær voru allar inni vegna neyslutengdra brota,“ segir hún. Hún segir að flestar konurnar hafi farið í vímuefnameðferðir en fundist vanta að þar væri unnið úr áföllunum. Úrvinnsla áfalla væri forsenda þess að ná bata. „Ég vona að við séum sem samfélag að komast á þann stað að það verði hægt að grípa fyrr inn í og skoða þessa tengingu milli áfalla og slíkra vandamála síðar á ævinni,“ segir hún. Arndís leggur jafnframt áherslu á að það sé alls ekki sama sem merki milli áfalla og afbrotahegðunar heldur aðeins að ómeðhöndluð áföll geti aukið líkur á afbrotahegðun og fangelsisvist síðar meir. Fangelsismál Félagsmál Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna að áföll geta leitt til afbrotahegðunar og jafnvel fangelsisvistar síðar meir á ævinni. Það er mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um þessi tengsl,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa. Arndís gerði nýlega rannsókn þar sem hún ræddi við níu íslenska kvenfanga um reynslu þeirra. Niðurstöðurnar koma heim og saman við það sem hún hafði áður kynnt sér um þessi mál. „Í þeim viðtölum sem ég tók kom fram að margar konurnar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða vanrækslu heima hjá sér í æsku. Margar höfðu verið í barnaverndarúrræðum sem börn og verið á meðferðarheimilinum. Það rýmar við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á karl-og kvenföngum en í þeim kemur áberandi áfallasaga yfirleitt fram,“ segir Arndís. Arndís segir að konurnar hafi svo lýst því hvernig þær leiddust út í vímuefnaneyslu-og vanda sem bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður og eða minningar. „Það er þekkt að áföll í æsku geta valdið því að fólk leitar í vímuefni til að sefa þessa vanlíðan og síðan leiðir neyslan af sér afbrot til að fjármagna neysluna. Þetta átti við allar konurnar sem ég ræddi við,þær voru allar inni vegna neyslutengdra brota,“ segir hún. Hún segir að flestar konurnar hafi farið í vímuefnameðferðir en fundist vanta að þar væri unnið úr áföllunum. Úrvinnsla áfalla væri forsenda þess að ná bata. „Ég vona að við séum sem samfélag að komast á þann stað að það verði hægt að grípa fyrr inn í og skoða þessa tengingu milli áfalla og slíkra vandamála síðar á ævinni,“ segir hún. Arndís leggur jafnframt áherslu á að það sé alls ekki sama sem merki milli áfalla og afbrotahegðunar heldur aðeins að ómeðhöndluð áföll geti aukið líkur á afbrotahegðun og fangelsisvist síðar meir.
Fangelsismál Félagsmál Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira