Aftur skekur fjárdráttur Íslensku kirkjuna í Noregi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. mars 2022 19:31 Á myndinni er Nordberg-kirkja í Noregi. Samsett mynd/Guðni Ölversson Gjaldkeri Íslensku kirkjunnar í Noregi hefur látið af störfum og honum vikið úr stjórn safnaðarins vegna mögulegs fjárdráttar. Kirkjan segir rökstuddan grun fyrir fjárdrættinum og gjaldkerinn hefur verið kærður til lögreglu. Í tilkynningu á vefsíðu safnaðarins segir að stjórn og starfsfólk eigi í góðu samstarfi við lögreglu. Kapp sé lagt á að upplýsa málið hratt og vel og kirkjan ætli sér að halda ótrauð áfram. Á vefsíðu safnaðarins segir enn fremur að gjaldkerinn hafi starfað fyrir söfnuðinn síðan hann var kosinn í stjórn árið 2018. Þá hafi hann einnig gegnt stöðu starfsmannastjóra safnaðarins. Þetta er í annað sinn á tæpum þremur árum sem stjórnarmeðlimur kirkjunnar er sakaður um fjárdrátt. Árið 2019 lét formaður safnaðarins af störfum en þá komst upp um að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið ákvað þá að kæra málið ekki til lögreglu. Á þeim tíma fór stjórn kirkjunnar fram á að formaðurinn mundi endurgreiða söfnuðinum vegna fjárdráttarins sem hann og gerði. Þá var einnig mikil ólga innan safnaðarins árið 2018 þegar prestur safnaðarins fór í námsleyfi. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns voru skráðir í trúfélagið í Noregi árið 2019 en norska ríkið greiðir ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Stjórn Íslenska safnaðarins tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. 22. júlí 2019 11:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Í tilkynningu á vefsíðu safnaðarins segir að stjórn og starfsfólk eigi í góðu samstarfi við lögreglu. Kapp sé lagt á að upplýsa málið hratt og vel og kirkjan ætli sér að halda ótrauð áfram. Á vefsíðu safnaðarins segir enn fremur að gjaldkerinn hafi starfað fyrir söfnuðinn síðan hann var kosinn í stjórn árið 2018. Þá hafi hann einnig gegnt stöðu starfsmannastjóra safnaðarins. Þetta er í annað sinn á tæpum þremur árum sem stjórnarmeðlimur kirkjunnar er sakaður um fjárdrátt. Árið 2019 lét formaður safnaðarins af störfum en þá komst upp um að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið ákvað þá að kæra málið ekki til lögreglu. Á þeim tíma fór stjórn kirkjunnar fram á að formaðurinn mundi endurgreiða söfnuðinum vegna fjárdráttarins sem hann og gerði. Þá var einnig mikil ólga innan safnaðarins árið 2018 þegar prestur safnaðarins fór í námsleyfi. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns voru skráðir í trúfélagið í Noregi árið 2019 en norska ríkið greiðir ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Stjórn Íslenska safnaðarins tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. 22. júlí 2019 11:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Stjórn Íslenska safnaðarins tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. 22. júlí 2019 11:30