Framsýnn landbúnaður Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. mars 2022 11:24 Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. Sýnin er að efla landbúnaðinn Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að finna kjarngott nesti fyrir mig sem matvælaráðherra um hvert skal stefna í landbúnaðarmálum. Við viljum setja metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra matvæla. Um að auka sjálfbærni og fæðuöryggi. Auka lífræna framleiðslu. Um hvernig við styrkjum og fjölgum stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar. Sýn þessarar ríkisstjórnar er að efla landbúnaðinn. Fæðuöryggi á dagskrá Heimsfaraldur og stríð hefur sett umræðu um fæðuöryggi í nýtt samhengi og þarna þurfum við að gefa í. Fæðuöryggi er grundvöllur sjálfstæðra þjóða. Þannig eru stefnumið þessarar ríkisstjórnar tímanlegri í dag heldur en fyrir hálfu ári. En jafnframt er ekkert sem ógnar fæðuöryggi Íslendinga meir til lengri tíma heldur en loftslagsbreytingar. Það bætist sífellt í staflann af skýrslum vísindamanna sem sýna fram á að með vályndari veðrum mun uppskera á stórum kornræktarsvæðum verða ótryggari og þannig aukist líkurnar á áföllum. Landbúnaður á að vera í sókn Á tímum sem þessum er landbúnaðurinn miðlægur í að takast á við breyttar aðstæður. Landbúnaðurinn hér á landi sér þjóðinni fyrir mestu því kjöti og mjólkurvörum sem við neytum en sóknarfæri eru víðar. Við þurfum að spyrja okkur hvað við getum gert meira. Grænmetið, kornið og áburðurinn. Landbúnaðurinn er of mikilvægur til þess að vera í vörn. Hann verður að vera í sókn og hefur til þess alla burði. Græn skref í átt að fæðuöryggi Ég hef þá trú að til þess að við náum árangri í loftslagsmálum þurfa stuðningskerfin að verðlauna árangur. Þannig virkjum við búvit bænda til þess að ná árangri betur en með boðum og bönnum. Við þurfum græn skref í átt að fæðuöryggi. Í dag mun ég veita þrenn verðlaun fyrir góðan árangur á sviði landbúnaðar. Verðlaunahafar endurspegla öll þau stefnumið sem matvælaráðuneytið hefur sett sér og nefni ég hér nokkur; öflug nýsköpun, lífræn framleiðsla, sjálfbærni, rannsóknir, og heilbrigði dýra. Íslenskir bændur hafa oft tekist á við áskoranir, ég nefni framlag bænda til þjóðarsáttarinnar og eftir efnahagshrunið. Lausnirnar eru í framtíðinni, í nýsköpun og hugkvæmni, með rannsóknum og þróun. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. Sýnin er að efla landbúnaðinn Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að finna kjarngott nesti fyrir mig sem matvælaráðherra um hvert skal stefna í landbúnaðarmálum. Við viljum setja metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra matvæla. Um að auka sjálfbærni og fæðuöryggi. Auka lífræna framleiðslu. Um hvernig við styrkjum og fjölgum stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar. Sýn þessarar ríkisstjórnar er að efla landbúnaðinn. Fæðuöryggi á dagskrá Heimsfaraldur og stríð hefur sett umræðu um fæðuöryggi í nýtt samhengi og þarna þurfum við að gefa í. Fæðuöryggi er grundvöllur sjálfstæðra þjóða. Þannig eru stefnumið þessarar ríkisstjórnar tímanlegri í dag heldur en fyrir hálfu ári. En jafnframt er ekkert sem ógnar fæðuöryggi Íslendinga meir til lengri tíma heldur en loftslagsbreytingar. Það bætist sífellt í staflann af skýrslum vísindamanna sem sýna fram á að með vályndari veðrum mun uppskera á stórum kornræktarsvæðum verða ótryggari og þannig aukist líkurnar á áföllum. Landbúnaður á að vera í sókn Á tímum sem þessum er landbúnaðurinn miðlægur í að takast á við breyttar aðstæður. Landbúnaðurinn hér á landi sér þjóðinni fyrir mestu því kjöti og mjólkurvörum sem við neytum en sóknarfæri eru víðar. Við þurfum að spyrja okkur hvað við getum gert meira. Grænmetið, kornið og áburðurinn. Landbúnaðurinn er of mikilvægur til þess að vera í vörn. Hann verður að vera í sókn og hefur til þess alla burði. Græn skref í átt að fæðuöryggi Ég hef þá trú að til þess að við náum árangri í loftslagsmálum þurfa stuðningskerfin að verðlauna árangur. Þannig virkjum við búvit bænda til þess að ná árangri betur en með boðum og bönnum. Við þurfum græn skref í átt að fæðuöryggi. Í dag mun ég veita þrenn verðlaun fyrir góðan árangur á sviði landbúnaðar. Verðlaunahafar endurspegla öll þau stefnumið sem matvælaráðuneytið hefur sett sér og nefni ég hér nokkur; öflug nýsköpun, lífræn framleiðsla, sjálfbærni, rannsóknir, og heilbrigði dýra. Íslenskir bændur hafa oft tekist á við áskoranir, ég nefni framlag bænda til þjóðarsáttarinnar og eftir efnahagshrunið. Lausnirnar eru í framtíðinni, í nýsköpun og hugkvæmni, með rannsóknum og þróun. Höfundur er matvælaráðherra.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun