Ámælisvert að reglum hafi ekki verið fylgt þegar slys varð hjá vitateyminu Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2022 07:01 Zodiac-gúmmíbáturinn sem um ræðir. Ein til tvær mínútur liðu þar til uppgötvaðist að einn hinna þriggja um borð hefði fallið útbyrðis. Hann var í sjónum í um tíu mínútur áður en honum var aftur bjargað um borð, þrekuðum og köldum. Vísir/vilhelm/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir athugasemdir við að starfsmanni á vegum Vegagerðarinnar hafi ekki verið komið undir læknishendur við fyrsta tækifæri eftir að hann hafi fallið útbyrðis úr gúmmíbát þar sem hann hafi auk tveggja annarra verið á leið í land eftir að hafa sinnt viðgerðum á vitanum á Þormóðsskeri í nóvember 2020. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að ein til tvær mínútur hafi liðið þegar samstarfsmenn mannsins sem féll útbyrðis hafi uppgötvað hvað hafði gerst og liðu um tíu mínútur áður en honum var komið aftur í bátinn, þá þrekuðum og köldum. Maðurinn hafi verið kaldur í um þrjár klukkustundir og hafi afleiðingar þess reynst alvarlegar fyrir hann. Rannsóknarnefndin segir að nefndin telji það jafnframt ámælisvert að ekki hafi verið farið eftir verklagsreglu Vegagerðarinnar þegar farið var í siglinguna frá Akranesi og út í Þormóðssker, meðal annars hvað það verðar að tveir bátar eigi ávallt að vera í samfloti. Mynd tekin af Þormóðsskeri 24. nóvember 2020, sama dag og slysið varð.RNSA Ekið heim til sín Í skýrslunni segir að slysið hafi átt sér stað í lok nóvember 2020 þar sem Zodiac-gúmmíbátur Vegagerðarinnar hafi verið á siglingu milli Þormóðsskers og Akraness. Þrír starfsmenn á vitasviði stofnunarinnar hafi þarna verið að koma til baka upp úr hádegi þann 24. nóvember eftir vinnu við Þormóðsskersvita þegar einn mannanna hafi fallið útbyrðis. Öðrum bátsverjum tókst að ná honum aftur um borð eftir um tíu mínútur í sjónum og var svo siglt til hafnar á Akranesi. Tók sú sigling milli þrjátíu og fjörutíu mínútur. Þegar í land var komið var báturinn tekinn á land og honum komið fyrir á kerru. Bátsverjinn sem féll útbyrðis var tekinn úr blautum fötum sínum en ekki var farið með hann til skoðunar eða aðhlynningar heldur var honum ekið heim til sín. Telur nefndin ljóst að ástand bátsverjans hafi gefið fullt tilefni til skjótrar og faglegrar aðhlynningar. Slysið sjálft var rakið til þess að báturinn hafi fengið á sig hliðaröldu og skyndilegan halla, en ölduhæðin var áætluð rúmir þrír metrar á þeim tíma þegar slysið varð. Orðuðu ítrekað sjúkrameðferð á Akranesi Bátsverjinn sem féll útbyrðis sagðist hafa verið kaldur í um þrjár klukkustundir og hafi bæði hann og samstarfsmaður ítrekað orðað sjúkrameðferð á Akranesi en að þriðji maðurinn um borð, verkstjórinn sem fór fyrir hópnum, hafi ekki talið þörf á því. Að sögn verkstjórans hafi bátsverjinn verið færður í þurran fatnað innan klukkustundar frá því að hann féll í sjóinn og að þá væri það ekki rétt að honum hafi verið meinað um sjúkrameðferð. Bátsverjinn sagðist hafa farið margar ferðir út í vita á umræddum bát, en að hann hafi ekki fengið neina „alvöru þjálfun“ líkt og það var orðað. Verkstjórinn sagði samstarfsmenn sína tvo hins vegar hafa miklu reynslu og sömuleiðis fengið þjálfun. Afstöðukort af siglingaleið milli Akranes og Þormóðsskers.RNSA Brást ekki rétt við Verkstjórinn sagði að bátnum hafi verið siglt á um tíu hnútum sem hann taldi ekki óeðlilegan miðað við aðstæður. Þessu voru hinir bátsverjarnir ósammála og telja að bátnum hafi verið siglt of hratt. Verkstjórinn taldi að um ein til tvær mínútur hafi liðið þar til uppgötvaðist að bátsverjinn hefði fallið útbyrðis og sagði hann við rannsóknarnefndina að hann hefði vanmetið aðstæður og ekki brugðist rétt við. Hann hefði átt að koma manninum undir læknishendur strax og þeir komu í land. Ósammála Um ástand sjálfs bátsins sagði verkstjórinn að hann hefði verið í góðu ástandi og farið vel í sjó. Þriðji bátsverjinn taldi þó svo ekki vera og að báturinn hafi verið vanbúinn í verkefnið. Talstöð hafi ekki virkað og að tvö göt hafi verið í bátnum með tilheyrandi sjó um borð. Í skýrslunni segir ennfremur að Vegagerðin hafi gripið til ýmissa ráðstafana eftir að slysið varð – gerð björgunaráætlunar og námskeið fyrir alla fasta starfsmenn. Þá sé nú alltaf farið á tveimur bátum í slík verkefni, og að notast verði við TETRA-samskiptabúnað. Í umræddri ferð hafi einungis verið farið á einum bát út í Þormóðssker þar sem annar báturinn hafi verið bilaður og þess vegna ekki með í ferðinni. Samgönguslys Akranes Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að ein til tvær mínútur hafi liðið þegar samstarfsmenn mannsins sem féll útbyrðis hafi uppgötvað hvað hafði gerst og liðu um tíu mínútur áður en honum var komið aftur í bátinn, þá þrekuðum og köldum. Maðurinn hafi verið kaldur í um þrjár klukkustundir og hafi afleiðingar þess reynst alvarlegar fyrir hann. Rannsóknarnefndin segir að nefndin telji það jafnframt ámælisvert að ekki hafi verið farið eftir verklagsreglu Vegagerðarinnar þegar farið var í siglinguna frá Akranesi og út í Þormóðssker, meðal annars hvað það verðar að tveir bátar eigi ávallt að vera í samfloti. Mynd tekin af Þormóðsskeri 24. nóvember 2020, sama dag og slysið varð.RNSA Ekið heim til sín Í skýrslunni segir að slysið hafi átt sér stað í lok nóvember 2020 þar sem Zodiac-gúmmíbátur Vegagerðarinnar hafi verið á siglingu milli Þormóðsskers og Akraness. Þrír starfsmenn á vitasviði stofnunarinnar hafi þarna verið að koma til baka upp úr hádegi þann 24. nóvember eftir vinnu við Þormóðsskersvita þegar einn mannanna hafi fallið útbyrðis. Öðrum bátsverjum tókst að ná honum aftur um borð eftir um tíu mínútur í sjónum og var svo siglt til hafnar á Akranesi. Tók sú sigling milli þrjátíu og fjörutíu mínútur. Þegar í land var komið var báturinn tekinn á land og honum komið fyrir á kerru. Bátsverjinn sem féll útbyrðis var tekinn úr blautum fötum sínum en ekki var farið með hann til skoðunar eða aðhlynningar heldur var honum ekið heim til sín. Telur nefndin ljóst að ástand bátsverjans hafi gefið fullt tilefni til skjótrar og faglegrar aðhlynningar. Slysið sjálft var rakið til þess að báturinn hafi fengið á sig hliðaröldu og skyndilegan halla, en ölduhæðin var áætluð rúmir þrír metrar á þeim tíma þegar slysið varð. Orðuðu ítrekað sjúkrameðferð á Akranesi Bátsverjinn sem féll útbyrðis sagðist hafa verið kaldur í um þrjár klukkustundir og hafi bæði hann og samstarfsmaður ítrekað orðað sjúkrameðferð á Akranesi en að þriðji maðurinn um borð, verkstjórinn sem fór fyrir hópnum, hafi ekki talið þörf á því. Að sögn verkstjórans hafi bátsverjinn verið færður í þurran fatnað innan klukkustundar frá því að hann féll í sjóinn og að þá væri það ekki rétt að honum hafi verið meinað um sjúkrameðferð. Bátsverjinn sagðist hafa farið margar ferðir út í vita á umræddum bát, en að hann hafi ekki fengið neina „alvöru þjálfun“ líkt og það var orðað. Verkstjórinn sagði samstarfsmenn sína tvo hins vegar hafa miklu reynslu og sömuleiðis fengið þjálfun. Afstöðukort af siglingaleið milli Akranes og Þormóðsskers.RNSA Brást ekki rétt við Verkstjórinn sagði að bátnum hafi verið siglt á um tíu hnútum sem hann taldi ekki óeðlilegan miðað við aðstæður. Þessu voru hinir bátsverjarnir ósammála og telja að bátnum hafi verið siglt of hratt. Verkstjórinn taldi að um ein til tvær mínútur hafi liðið þar til uppgötvaðist að bátsverjinn hefði fallið útbyrðis og sagði hann við rannsóknarnefndina að hann hefði vanmetið aðstæður og ekki brugðist rétt við. Hann hefði átt að koma manninum undir læknishendur strax og þeir komu í land. Ósammála Um ástand sjálfs bátsins sagði verkstjórinn að hann hefði verið í góðu ástandi og farið vel í sjó. Þriðji bátsverjinn taldi þó svo ekki vera og að báturinn hafi verið vanbúinn í verkefnið. Talstöð hafi ekki virkað og að tvö göt hafi verið í bátnum með tilheyrandi sjó um borð. Í skýrslunni segir ennfremur að Vegagerðin hafi gripið til ýmissa ráðstafana eftir að slysið varð – gerð björgunaráætlunar og námskeið fyrir alla fasta starfsmenn. Þá sé nú alltaf farið á tveimur bátum í slík verkefni, og að notast verði við TETRA-samskiptabúnað. Í umræddri ferð hafi einungis verið farið á einum bát út í Þormóðssker þar sem annar báturinn hafi verið bilaður og þess vegna ekki með í ferðinni.
Samgönguslys Akranes Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira