Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði þar sem börnunum tveimur voru dæmdar hærri bætur en áður hafi verið ákveðið. Þremur öðrum börnum Sævars verður um leið boðin sama hækkun bóta og systkinum þeirra voru dæmdar.
Þá segir í blaðinu að dánarbúi Tryggva Rúnars verður einnig boðin sátt á sama grundvelli að sögn forsætisráðherra sem leggur fram minnisblað um málið í ríkisstjórn í dag.
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur voru bætur til Sævars taldar hæfilegar 385 milljónir, en áður höfðu verið boðnar alls 239 milljónir til aðstandenda hans. Fjárhæðin skiptist milli fimm barna hans.