Biðlistar of langir: Fólk skilur ekki af hverju lífið snýst við í höndunum á þeim Snorri Másson skrifar 1. apríl 2022 11:57 Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisyfirvöld verða að auka fjárveitingar til málefna ADHD á Íslandi ef vinna á þeim gríðarlöngu biðlistum sem myndast hafa, segir formaður ADHD-samtakanna. Biðlistar eftir ADHD-greiningu lengjast sífellt; nú er svo komið að ef manni dytti í hug að hann væri haldinn þessari blöndu athyglisbrests og ofvirkni gæti hann frá þeirri hugdettu og fram að endanlegri greiningu þurft að bíða í fjögur ár. Barn í sömu stöðu getur beðið í allt að tvö ár. Biðin getur reynst dýrkeypt. „Fyrir fullorðinn einstakling hefur hún margvísleg áhrif. Þessu fylgir oft kvíði og þunglyndi, ýmislegt annað, og það bara að skilja ekki af hverju lífið snýst alltaf við í höndunum á manni. Fyrir barn er það er náttúrulega svakalegt, þetta eru kannski ekki 3-4 ár en tvö ár af lífi barns. Það er svakalegur tími,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Sjálfur greindist Vilhjálmur fyrst með ADHD fyrir tuttugu árum. „Á sínum tíma var ég náttúrulega með ranggreint þunglyndi þrjátíu og þriggja ára gamall gafst minn heimilislæknir upp á að gefa mér lyf sem gerðu ekki rassgat fyrir mig. Sem betur fer snerist lífið við,“ segir Vilhjálmur, sem telur að það gæti heldur betur gerst hjá fleirum ef umbætur verða í málaflokknum. „Þetta eru svo miklar flækjur andlega og veraldlega að það hálfa væri nóg.“ Lyf og önnur meðferð skipta síðan sköpum þegar greiningin liggur fyrir. Vilhjálmur segir heilbrigðisráðherra hafa kjörið tækifæri núna, til að bæta tilveru þessa hóps og gera Ísland að fyrirmyndarríki á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD. „Það er ljós fram undan. Það er verið að taka til í þessum málum, bæði varðandi greiningar hjá fullorðnum og nú þegar Greiningarmiðstöð barna tekur til starfa, en það vantar meiri peninga í að keyra niður þessa biðlista fyrir greiningar, á báðum stöðum,“ segir Vihjálmur. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Biðlistar eftir ADHD-greiningu lengjast sífellt; nú er svo komið að ef manni dytti í hug að hann væri haldinn þessari blöndu athyglisbrests og ofvirkni gæti hann frá þeirri hugdettu og fram að endanlegri greiningu þurft að bíða í fjögur ár. Barn í sömu stöðu getur beðið í allt að tvö ár. Biðin getur reynst dýrkeypt. „Fyrir fullorðinn einstakling hefur hún margvísleg áhrif. Þessu fylgir oft kvíði og þunglyndi, ýmislegt annað, og það bara að skilja ekki af hverju lífið snýst alltaf við í höndunum á manni. Fyrir barn er það er náttúrulega svakalegt, þetta eru kannski ekki 3-4 ár en tvö ár af lífi barns. Það er svakalegur tími,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Sjálfur greindist Vilhjálmur fyrst með ADHD fyrir tuttugu árum. „Á sínum tíma var ég náttúrulega með ranggreint þunglyndi þrjátíu og þriggja ára gamall gafst minn heimilislæknir upp á að gefa mér lyf sem gerðu ekki rassgat fyrir mig. Sem betur fer snerist lífið við,“ segir Vilhjálmur, sem telur að það gæti heldur betur gerst hjá fleirum ef umbætur verða í málaflokknum. „Þetta eru svo miklar flækjur andlega og veraldlega að það hálfa væri nóg.“ Lyf og önnur meðferð skipta síðan sköpum þegar greiningin liggur fyrir. Vilhjálmur segir heilbrigðisráðherra hafa kjörið tækifæri núna, til að bæta tilveru þessa hóps og gera Ísland að fyrirmyndarríki á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD. „Það er ljós fram undan. Það er verið að taka til í þessum málum, bæði varðandi greiningar hjá fullorðnum og nú þegar Greiningarmiðstöð barna tekur til starfa, en það vantar meiri peninga í að keyra niður þessa biðlista fyrir greiningar, á báðum stöðum,“ segir Vihjálmur.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31